Hefur haldið sjoppunni opinni í eitt ár Stefán Þór Hjartarson skrifar 13. september 2018 10:00 Jason segir að án stuðnings vina sinna hefði hann ekki getað haldið úti stofu í ár. Húðflúrstofan Black Kross verður eins árs á laugardaginn næstkomandi en eigandi hennar er Bandaríkjamaðurinn Jason Thompson. Hann missti allt sitt í fellibyl og endaði á Íslandi í kjölfar The Icelandic Tattoo Convention. „Ég flutti hingað til lands árið 2006 og hef síðan verið að flúra á alls konar stofum um allan bæ. Ég byrjaði fyrst í bransanum í kringum árið 1999 þannig að mér fannst vera kominn tími til að opna mína eigin stofu. Á laugardaginn verður komið eitt ár síðan – sem er alveg geggjað, því ég hef náð að hafa ljósin kveikt og borgað leiguna – þannig að ég myndi segja að ég væri alveg að massa þetta!“ segir Jason en þetta er fyrsta stofan í hans eigu, en hann segir að það sé allt, allt annar heimur að reka eigin stofu en að vinna á stofu hjá öðrum. „Góður guð! Ég hef aldrei verið svona fátækur í lífinu eins og núna eftir að ég opnaði mína eigin stofu. Ég meina, ég sé peningana koma inn en þeir fara ekki í vasann minn,“ segir Jason og hlær. „Jú, einmitt, ég er frá „The US of A“ og þú heyrir kannski frelsið í röddinni minni,“ segir Jason kíminn þegar blaðamaður spyr hann hvort hann sé ekki örugglega frá Bandaríkjunum. Hann bætir við að hann sé frá ríkinu Ohio, en það er mjög norðarlega í landinu og Jason segir að það sé allt sem hægt sé að segja um það fylki og sögu hans þar, en allir verði jú að vera frá einhverjum stað.Rapparararnir, vinir Jasons, sem koma fram á laugardaginn eru vel skreyttir flúrum frá honum. Jason segist líklega hafa krotað á hvern einasta rappara í Reykjavík. Hér má sjá Alexander Jarl og Röggu Hólm hljóta flúr frá Jason.„Ég flutti til Íslands frá Louisiana, en þar bjó ég á ströndinni í góðu yfirlæti. Þegar fellibylurinn Katrína reið yfir þá missti ég … fjandinn hafi það … ég missti allt! Ef þú misstir allt gastu fengið frían tjaldvagn frá ríkisstjórninni – sem var geggjað! Í svona tvo tíma. Þangað til að ég áttaði mig: „Fjandinn! Ég bý í vagni úti á miðju engi,“ og það var svo sannarlega aldrei hluti af því sem ég vildi nokkru sinni gera í lífinu. Stuttu síðar var mér boðið til Íslands á ráðstefnuna og boðin vinna í kjölfarið – þar sem allt sem ég átti passaði í eina tösku var það ekki flókið mál fyrir mig.“ Jason segir að sér hafi strax þótt fínt að vera á Íslandi og auk þess hafi ekki verið neitt í gangi í Louisiana nema „skítugir bóndadurgar“ eins og hann orðar það. Á laugardaginn verður haldin veisla til að halda upp á þetta ár sem Black Kross hefur verið opin og með ljósin kveikt. Þarna kemur fram hellingur af röppurum: Kilo, Ragga Hólm, Alexander Jarl og fleiri, auk plötusnúðanna Balatron og BLKPRTY. „Ég er búinn að flúra þetta fólk í drasl og raunar hef ég, að ég örugglega held, flúrað hvern einasta rappara í borginni að minnsta kosti einu sinni. Allavega þá sem eru orðnir átján ára. Eða fokk, ég flúraði Aron Can þegar hann var ekki orðinn átján – ég þurfti að hringja í mömmu hans. Hann mætti með vinum sínum svo ég fékk hann til að koma með mér afsíðis og tilkynnti honum að ég vissi að hann væri ekki átján og sagði: „Gaur, ég þarf að hringja í mömmu þína.“ Hann var alveg rólegur yfir því samt.“ Veislan hefst klukkan 21 á laugardaginn og í boði eru léttar veitingar og afsláttur af flúri. Húðflúr Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Saga sagði já við Sturlu Lífið Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Húðflúrstofan Black Kross verður eins árs á laugardaginn næstkomandi en eigandi hennar er Bandaríkjamaðurinn Jason Thompson. Hann missti allt sitt í fellibyl og endaði á Íslandi í kjölfar The Icelandic Tattoo Convention. „Ég flutti hingað til lands árið 2006 og hef síðan verið að flúra á alls konar stofum um allan bæ. Ég byrjaði fyrst í bransanum í kringum árið 1999 þannig að mér fannst vera kominn tími til að opna mína eigin stofu. Á laugardaginn verður komið eitt ár síðan – sem er alveg geggjað, því ég hef náð að hafa ljósin kveikt og borgað leiguna – þannig að ég myndi segja að ég væri alveg að massa þetta!“ segir Jason en þetta er fyrsta stofan í hans eigu, en hann segir að það sé allt, allt annar heimur að reka eigin stofu en að vinna á stofu hjá öðrum. „Góður guð! Ég hef aldrei verið svona fátækur í lífinu eins og núna eftir að ég opnaði mína eigin stofu. Ég meina, ég sé peningana koma inn en þeir fara ekki í vasann minn,“ segir Jason og hlær. „Jú, einmitt, ég er frá „The US of A“ og þú heyrir kannski frelsið í röddinni minni,“ segir Jason kíminn þegar blaðamaður spyr hann hvort hann sé ekki örugglega frá Bandaríkjunum. Hann bætir við að hann sé frá ríkinu Ohio, en það er mjög norðarlega í landinu og Jason segir að það sé allt sem hægt sé að segja um það fylki og sögu hans þar, en allir verði jú að vera frá einhverjum stað.Rapparararnir, vinir Jasons, sem koma fram á laugardaginn eru vel skreyttir flúrum frá honum. Jason segist líklega hafa krotað á hvern einasta rappara í Reykjavík. Hér má sjá Alexander Jarl og Röggu Hólm hljóta flúr frá Jason.„Ég flutti til Íslands frá Louisiana, en þar bjó ég á ströndinni í góðu yfirlæti. Þegar fellibylurinn Katrína reið yfir þá missti ég … fjandinn hafi það … ég missti allt! Ef þú misstir allt gastu fengið frían tjaldvagn frá ríkisstjórninni – sem var geggjað! Í svona tvo tíma. Þangað til að ég áttaði mig: „Fjandinn! Ég bý í vagni úti á miðju engi,“ og það var svo sannarlega aldrei hluti af því sem ég vildi nokkru sinni gera í lífinu. Stuttu síðar var mér boðið til Íslands á ráðstefnuna og boðin vinna í kjölfarið – þar sem allt sem ég átti passaði í eina tösku var það ekki flókið mál fyrir mig.“ Jason segir að sér hafi strax þótt fínt að vera á Íslandi og auk þess hafi ekki verið neitt í gangi í Louisiana nema „skítugir bóndadurgar“ eins og hann orðar það. Á laugardaginn verður haldin veisla til að halda upp á þetta ár sem Black Kross hefur verið opin og með ljósin kveikt. Þarna kemur fram hellingur af röppurum: Kilo, Ragga Hólm, Alexander Jarl og fleiri, auk plötusnúðanna Balatron og BLKPRTY. „Ég er búinn að flúra þetta fólk í drasl og raunar hef ég, að ég örugglega held, flúrað hvern einasta rappara í borginni að minnsta kosti einu sinni. Allavega þá sem eru orðnir átján ára. Eða fokk, ég flúraði Aron Can þegar hann var ekki orðinn átján – ég þurfti að hringja í mömmu hans. Hann mætti með vinum sínum svo ég fékk hann til að koma með mér afsíðis og tilkynnti honum að ég vissi að hann væri ekki átján og sagði: „Gaur, ég þarf að hringja í mömmu þína.“ Hann var alveg rólegur yfir því samt.“ Veislan hefst klukkan 21 á laugardaginn og í boði eru léttar veitingar og afsláttur af flúri.
Húðflúr Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Saga sagði já við Sturlu Lífið Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira