Skúli Mogensen: „Ég hef fulla trú á að við klárum þetta“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. september 2018 14:43 Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air. vísir/anton brink Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, hefur tjáð starfsfólki sínu að hann hafi unnið dag og nótt að skuldabréfaútboði flugfélagsins og að hann sjái fyrir endann á því. „Ég hef fulla trú að við klárum þetta,“ segir Skúli í tölvupósti til starfsfólks WOW Air. Hann segir að það sé fullkomlega eðlilegt að síðustu smáatriði skuldabréfaútboðsins muni taka tíma áður en hægt er ljúka því og kynna niðurstöðuna. „Ég býst við því að fjölmiðlar muni halda áfram að skrifa um okkur og ég hef fulla skilning á því að þið séuð undir þrýstingi frá vinum og fjölskyldu sem velta fyrir sér hvað sé í gangi,“ skrifar Skúli. Hann segist ætla að veita frekari upplýsingar eins fljótt og auðið er. „Í millitíðinni, höldum áfram þeirri frábæru vinnu sem við höfum innt af hendi á hverjum degi.“Póstur Skúla til starfsfólks er á ensku og má sjá hér fyrir neðan:Forsvarsmenn WOW Air hafa leitað leiða til að tryggja að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs flugfélagsins, að jafnvirði 5,5 milljarða króma, verði náð fyrir vikulok til að treysta starfsemi sína. Greint var frá því í gær að stjórnendur WOW hefðu fundað með forsvarsmönnum viðskiptabankanna þriggja en talsmenn Landsbankans og Arion banka hafa varist allra fregna. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hins vegar að engar viðræður væru í gangi við WOW air. Einnig var greint frá fundi Skúla Mogensen, forstjóra WOW í Samkeppniseftirlitinu á þriðjudag og hafa því verið uppi vangaveltur um mögulegan samruna á markaði. Í samtali við fréttastofu segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, engar slíkar viðræður í gangi. WOW Air Tengdar fréttir Segir engar viðræður hjá Íslandsbanka og WOW Air Bankarnir verjast fregna vegna WOW Air. 12. september 2018 16:11 Afar ólíklegt að bankarnir hafi aðkomu Stjórnendur og ráðgjafar WOW air vinna nú þess í stað hörðum höndum að því að fá erlenda fjárfesta til þess að taka þátt í útboði flugfélagsins. 13. september 2018 05:30 Engar viðræður um sameiningu Forstjóri Icelandair segir sameiningu íslensku flugfélaganna ekki í kortunum og bankastjóri Íslandsbanka segist ekki eiga í viðræðum við félagið um fjármögnun. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs telur skort á upplýsingum geta valdið óróa á markaði en stjórnendur WOW segja tilkynningar að vænta í lok vikunnar. 12. september 2018 19:30 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, hefur tjáð starfsfólki sínu að hann hafi unnið dag og nótt að skuldabréfaútboði flugfélagsins og að hann sjái fyrir endann á því. „Ég hef fulla trú að við klárum þetta,“ segir Skúli í tölvupósti til starfsfólks WOW Air. Hann segir að það sé fullkomlega eðlilegt að síðustu smáatriði skuldabréfaútboðsins muni taka tíma áður en hægt er ljúka því og kynna niðurstöðuna. „Ég býst við því að fjölmiðlar muni halda áfram að skrifa um okkur og ég hef fulla skilning á því að þið séuð undir þrýstingi frá vinum og fjölskyldu sem velta fyrir sér hvað sé í gangi,“ skrifar Skúli. Hann segist ætla að veita frekari upplýsingar eins fljótt og auðið er. „Í millitíðinni, höldum áfram þeirri frábæru vinnu sem við höfum innt af hendi á hverjum degi.“Póstur Skúla til starfsfólks er á ensku og má sjá hér fyrir neðan:Forsvarsmenn WOW Air hafa leitað leiða til að tryggja að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs flugfélagsins, að jafnvirði 5,5 milljarða króma, verði náð fyrir vikulok til að treysta starfsemi sína. Greint var frá því í gær að stjórnendur WOW hefðu fundað með forsvarsmönnum viðskiptabankanna þriggja en talsmenn Landsbankans og Arion banka hafa varist allra fregna. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hins vegar að engar viðræður væru í gangi við WOW air. Einnig var greint frá fundi Skúla Mogensen, forstjóra WOW í Samkeppniseftirlitinu á þriðjudag og hafa því verið uppi vangaveltur um mögulegan samruna á markaði. Í samtali við fréttastofu segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, engar slíkar viðræður í gangi.
WOW Air Tengdar fréttir Segir engar viðræður hjá Íslandsbanka og WOW Air Bankarnir verjast fregna vegna WOW Air. 12. september 2018 16:11 Afar ólíklegt að bankarnir hafi aðkomu Stjórnendur og ráðgjafar WOW air vinna nú þess í stað hörðum höndum að því að fá erlenda fjárfesta til þess að taka þátt í útboði flugfélagsins. 13. september 2018 05:30 Engar viðræður um sameiningu Forstjóri Icelandair segir sameiningu íslensku flugfélaganna ekki í kortunum og bankastjóri Íslandsbanka segist ekki eiga í viðræðum við félagið um fjármögnun. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs telur skort á upplýsingum geta valdið óróa á markaði en stjórnendur WOW segja tilkynningar að vænta í lok vikunnar. 12. september 2018 19:30 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Segir engar viðræður hjá Íslandsbanka og WOW Air Bankarnir verjast fregna vegna WOW Air. 12. september 2018 16:11
Afar ólíklegt að bankarnir hafi aðkomu Stjórnendur og ráðgjafar WOW air vinna nú þess í stað hörðum höndum að því að fá erlenda fjárfesta til þess að taka þátt í útboði flugfélagsins. 13. september 2018 05:30
Engar viðræður um sameiningu Forstjóri Icelandair segir sameiningu íslensku flugfélaganna ekki í kortunum og bankastjóri Íslandsbanka segist ekki eiga í viðræðum við félagið um fjármögnun. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs telur skort á upplýsingum geta valdið óróa á markaði en stjórnendur WOW segja tilkynningar að vænta í lok vikunnar. 12. september 2018 19:30