Misskilningur olli því að allir rafbílatenglarnir eru ekki tengdir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. september 2018 19:13 Framkvæmdastjóri Veitna segir misskilning hafa valdið því að ekki sé búið að tengja rafmagn í stóran hluta þeirra tengla fyrir rafbíla sem Reykjavíkurborg hefur sett upp. Hún segir að málið verði afgreitt á næstunni. Aðeins er hægt að nota tólf af þeim 58 rafbílatenglum sem Reykjavíkurborg hefur sett upp í miðborginni þar sem Veitur hafa ekki tengt rafmagn í þá. Skrifstofustjóri umhverfisgæða hjá borginni sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að rafbílaeigendur væru orðnir verulega óþreyjufullir.Inga Dóra Hrólfsdóttir framkvæmdastjóri Veitna segir að fyrirtækið ætli á næstunni að tengja allar tilbúna rafbílatengla sem borgin hefur sett upp.Vísir/Egill AðalsteinssonInga Dóra Hrólfsdóttir Framkvæmdastjóri Veitna segir að tafir hafi orðið en málið verði afgreitt á næstunni. „Það er ljóst að það hefur orðið einhver misskilningur milli allra þeirra aðila sem eru með þessi mál. Það eru t.d. við, borgin, þeir sem setja upp stöðvarnar, rafverktaki, hönnuður og fleiri. En við ætlum að einhenda okkur í að tengja allt sem er tilbúið fyrir heimtaugar á næstunni,“ segir Inga Dóra. Hún segir að dreifikerfið sé að fullu tilbúið fyrir rafbílavæðingu bílaflotans. „Við fylgjumst mjög vel með fjölgun rafbíla og erum alltaf að gera ráðstafanir í kerfunum. Við höfum þessa framtíðarsýn að leiðarljósi þar sem verið er að byggja ný hverfi eða í hverfum sem verið er að breyta. Við erum í raun ekki bara tilbúin heldur viljum hvetja til orkuskipta,“ segir Inga Dóra að lokum. Bílar Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Aðeins hægt að nota tólf af 58 rafbílatenglum Aðeins er hægt að nota fimmtung af þeim rafbílatenglum sem Reykjavíkurborg hefur sett upp í miðborginni þar sem Veitur hafa ekki sett rafmagn í þá. Skrifstofustjóri umhverfisgæða hjá borginni segir að rafbílaeigendur séu orðnir verulega óþreyjufullir. Reykjavíkurborg kannar nú hvaða rekstrarform er ákjósanlegast fyrir hleðslustöðvar. 12. september 2018 19:00 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Veitna segir misskilning hafa valdið því að ekki sé búið að tengja rafmagn í stóran hluta þeirra tengla fyrir rafbíla sem Reykjavíkurborg hefur sett upp. Hún segir að málið verði afgreitt á næstunni. Aðeins er hægt að nota tólf af þeim 58 rafbílatenglum sem Reykjavíkurborg hefur sett upp í miðborginni þar sem Veitur hafa ekki tengt rafmagn í þá. Skrifstofustjóri umhverfisgæða hjá borginni sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að rafbílaeigendur væru orðnir verulega óþreyjufullir.Inga Dóra Hrólfsdóttir framkvæmdastjóri Veitna segir að fyrirtækið ætli á næstunni að tengja allar tilbúna rafbílatengla sem borgin hefur sett upp.Vísir/Egill AðalsteinssonInga Dóra Hrólfsdóttir Framkvæmdastjóri Veitna segir að tafir hafi orðið en málið verði afgreitt á næstunni. „Það er ljóst að það hefur orðið einhver misskilningur milli allra þeirra aðila sem eru með þessi mál. Það eru t.d. við, borgin, þeir sem setja upp stöðvarnar, rafverktaki, hönnuður og fleiri. En við ætlum að einhenda okkur í að tengja allt sem er tilbúið fyrir heimtaugar á næstunni,“ segir Inga Dóra. Hún segir að dreifikerfið sé að fullu tilbúið fyrir rafbílavæðingu bílaflotans. „Við fylgjumst mjög vel með fjölgun rafbíla og erum alltaf að gera ráðstafanir í kerfunum. Við höfum þessa framtíðarsýn að leiðarljósi þar sem verið er að byggja ný hverfi eða í hverfum sem verið er að breyta. Við erum í raun ekki bara tilbúin heldur viljum hvetja til orkuskipta,“ segir Inga Dóra að lokum.
Bílar Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Aðeins hægt að nota tólf af 58 rafbílatenglum Aðeins er hægt að nota fimmtung af þeim rafbílatenglum sem Reykjavíkurborg hefur sett upp í miðborginni þar sem Veitur hafa ekki sett rafmagn í þá. Skrifstofustjóri umhverfisgæða hjá borginni segir að rafbílaeigendur séu orðnir verulega óþreyjufullir. Reykjavíkurborg kannar nú hvaða rekstrarform er ákjósanlegast fyrir hleðslustöðvar. 12. september 2018 19:00 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Sjá meira
Aðeins hægt að nota tólf af 58 rafbílatenglum Aðeins er hægt að nota fimmtung af þeim rafbílatenglum sem Reykjavíkurborg hefur sett upp í miðborginni þar sem Veitur hafa ekki sett rafmagn í þá. Skrifstofustjóri umhverfisgæða hjá borginni segir að rafbílaeigendur séu orðnir verulega óþreyjufullir. Reykjavíkurborg kannar nú hvaða rekstrarform er ákjósanlegast fyrir hleðslustöðvar. 12. september 2018 19:00