Byggingaframkvæmdir valda krókaleiðum í miðborginni Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2018 20:15 Miklar byggingaframkvæmdir í miðborginni undanfarin misseri hafa raskað þar umferð og eiga eftir að gera það næstu tvö árin að minnsta kosti. Akstursstefnu hefur verið breytt í Hafnarstræti sem nú er einstefnugata í vestur en í þá átt hefur ekki mátt keyra í götunni í áratugi. Akstursleiðir eru víða með öðrum hætti í Kvosinni um þessar mundir en fólk hefur átt að venjast, til að mynda í Lækjargötu og nærliggjandi götum. það er orðið flóknara að keyra Lækjargötuna en áður. Það er búið að fækka þar akreinum vegna byggingaframkvæmda á gömlu Íslandsbanka lóðinni og nú mega eingöngu strætisvagnar og hópferðabílar keyra vestur eftir Vonarstrætinu.Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, yfirverkfræðingur hjá Reykjavíkurborg.Sett hafa verið upp umferðarljós við Iðnó til að stýra umferð austur eftir Vonarstræti út að Lækjargötu. Þar hefur akreinum verið fækkað um tvær og búið að mála nýjar krókaleiðir framan við Íslandsbanka lóðina. Í sumar hefur Pósthússtræti verið göngugata og því lokað fyrir bílaumferð frá Hótel Borg að Tryggvagötu. En nú er búið að opna Pósthússtrætið og á sama tíma búið að snúa við einstefnuátt frá austri til vesturs í Hafnarstræti.Það hefur nú ekki verið í áratugi sem bílar hafa mátt keyra vestur eftir Hafnarstræti. Hvers vegna er það núna?„Þetta er aðallega vegna framkvæmda í Tryggvagötu og við Hafnartorgið. Vegna framkvæmdanna þar þurfa gatnamótin við Tryggvagötu og Pósthússtræti að vera lokuð,“ segir Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir yfirverkfræðingur hjá Reykjavíkurborg.Hvað heldur þú að þetta ástand vari lengi?„Það er pínu óljóst út af steinbryggjunni sem kom í ljós þegar menn fóru að grafa þarna í gatnamótunum. Þetta tefst eitthvað aðeins en menn eru að gera ráð fyrir að þetta verði október, nóvember. Þá verði hægt að fara að aka um Tryggvagötu na aftur með eðlilegum hætti,“ segir Guðbjörg Lilja. En þótt framkvæmdum ljúki bráðlega við Hafnartorg er byggingaframkvæmdum langt í frá lokið í Kvosinni. Enn á eftir að byggja á Íslandsbankalóðinni, þá eru framkvæmdir að hefjast við Hótel við gamla Landsímahúsinu við Austurvöll. Á næsta ári verður svo hafist handa við að byggja nýja skrifstofubyggingu Alþingis. „Jú, jú það eru framkvæmdir núna í borginni og verða áfram næstu ár. Við erum í umbreytingatíma, þetta er allt að þróast og breytast. Ég held samt að menn muni finna minna fyrir framkvæmdunum við alþingishúsið,“ segir Guðbjörg Lilja. Borgarstjórn Skipulag Tengdar fréttir Sátt um að Steinbryggjan verði sýnileg til frambúðar Tillaga um hvernig gera megi Steinbryggjuna gömlu sem grafið var niður á í síðasta mánuði í miðborg Reykjavíkur sýnilega til frambúðar var kynnt í samgöngu- og skipulagsráði borgarinnar í gær. 6. september 2018 13:00 Hafnartorg að taka á sig lokamynd Það styttist í iðandi mannlíf á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur en fyrstu verslanirnar opna þar innan nokkurra vikna. 12. september 2018 20:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Miklar byggingaframkvæmdir í miðborginni undanfarin misseri hafa raskað þar umferð og eiga eftir að gera það næstu tvö árin að minnsta kosti. Akstursstefnu hefur verið breytt í Hafnarstræti sem nú er einstefnugata í vestur en í þá átt hefur ekki mátt keyra í götunni í áratugi. Akstursleiðir eru víða með öðrum hætti í Kvosinni um þessar mundir en fólk hefur átt að venjast, til að mynda í Lækjargötu og nærliggjandi götum. það er orðið flóknara að keyra Lækjargötuna en áður. Það er búið að fækka þar akreinum vegna byggingaframkvæmda á gömlu Íslandsbanka lóðinni og nú mega eingöngu strætisvagnar og hópferðabílar keyra vestur eftir Vonarstrætinu.Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, yfirverkfræðingur hjá Reykjavíkurborg.Sett hafa verið upp umferðarljós við Iðnó til að stýra umferð austur eftir Vonarstræti út að Lækjargötu. Þar hefur akreinum verið fækkað um tvær og búið að mála nýjar krókaleiðir framan við Íslandsbanka lóðina. Í sumar hefur Pósthússtræti verið göngugata og því lokað fyrir bílaumferð frá Hótel Borg að Tryggvagötu. En nú er búið að opna Pósthússtrætið og á sama tíma búið að snúa við einstefnuátt frá austri til vesturs í Hafnarstræti.Það hefur nú ekki verið í áratugi sem bílar hafa mátt keyra vestur eftir Hafnarstræti. Hvers vegna er það núna?„Þetta er aðallega vegna framkvæmda í Tryggvagötu og við Hafnartorgið. Vegna framkvæmdanna þar þurfa gatnamótin við Tryggvagötu og Pósthússtræti að vera lokuð,“ segir Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir yfirverkfræðingur hjá Reykjavíkurborg.Hvað heldur þú að þetta ástand vari lengi?„Það er pínu óljóst út af steinbryggjunni sem kom í ljós þegar menn fóru að grafa þarna í gatnamótunum. Þetta tefst eitthvað aðeins en menn eru að gera ráð fyrir að þetta verði október, nóvember. Þá verði hægt að fara að aka um Tryggvagötu na aftur með eðlilegum hætti,“ segir Guðbjörg Lilja. En þótt framkvæmdum ljúki bráðlega við Hafnartorg er byggingaframkvæmdum langt í frá lokið í Kvosinni. Enn á eftir að byggja á Íslandsbankalóðinni, þá eru framkvæmdir að hefjast við Hótel við gamla Landsímahúsinu við Austurvöll. Á næsta ári verður svo hafist handa við að byggja nýja skrifstofubyggingu Alþingis. „Jú, jú það eru framkvæmdir núna í borginni og verða áfram næstu ár. Við erum í umbreytingatíma, þetta er allt að þróast og breytast. Ég held samt að menn muni finna minna fyrir framkvæmdunum við alþingishúsið,“ segir Guðbjörg Lilja.
Borgarstjórn Skipulag Tengdar fréttir Sátt um að Steinbryggjan verði sýnileg til frambúðar Tillaga um hvernig gera megi Steinbryggjuna gömlu sem grafið var niður á í síðasta mánuði í miðborg Reykjavíkur sýnilega til frambúðar var kynnt í samgöngu- og skipulagsráði borgarinnar í gær. 6. september 2018 13:00 Hafnartorg að taka á sig lokamynd Það styttist í iðandi mannlíf á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur en fyrstu verslanirnar opna þar innan nokkurra vikna. 12. september 2018 20:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Sátt um að Steinbryggjan verði sýnileg til frambúðar Tillaga um hvernig gera megi Steinbryggjuna gömlu sem grafið var niður á í síðasta mánuði í miðborg Reykjavíkur sýnilega til frambúðar var kynnt í samgöngu- og skipulagsráði borgarinnar í gær. 6. september 2018 13:00
Hafnartorg að taka á sig lokamynd Það styttist í iðandi mannlíf á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur en fyrstu verslanirnar opna þar innan nokkurra vikna. 12. september 2018 20:00