Katrín varar við því að brátt verði of seint að grípa til loftlagsaðgerða Heimir Már Pétursson skrifar 14. september 2018 12:52 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir komið til móts við tekjulágar fjölskyldur í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Uppbygging og rekstur heilbrigðiskerfisins sé styrkt, átak gert í geðheilbrigðismálum og áfram unnið að lækkun kostnaðarþátttöku sjúklinga. Þá séu verulegir fjármunir settir í umhverfismálin enda sé að verða of seint að grípa til nauðsynlegra aðgerða í loftlagsmálum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór yfir helstu forsendur fjárlagafrumvarpsins í framhaldi fyrstu umræðu um frumvarpið á Alþingi í morgun. Hún sagði mikla niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs á undanförnum misserum mikilvægan áfangi í endurreisn efnahagskerfisins eftir hrun. Ríkisstjórnin tækist engu að síður á við ýmsar áskoranir og hafi einsett sér að ráðast í uppbyggingu samfélagslegra innviða sem ekki hafi fylgt efnahagsbatanum. Katrín nefndi heilbrigðismálin sérstaklega og þar með aukið fé til uppbyggingar Landsspítalans og rekstur heilbrigðiskerfisins og aukið fé til geðheilbrigðismála þar sem mikilvægt væri að horfa til framtíðar. Þá verði áfram unnið að því að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. „Þær ráðstafanir sem lagðar eru til í skatta- og bótamálum, þótt vafalaust finnist einhverjum ekki nægjanlega langt gengið, miða allar að því að styrkja stöðu tekjulágra og lægri millitekjuhópa. Þar munar kannski mest um aukningu barnabóta til tekjulágra barnafjölskyldna,” segir Katrín. Þá gerði forsætisráðherra umhverfismálin að umræðuefni þar sem straumhvörf hafi orðið í fjárveitingum. „Það er nú svo ef við förum ekki að fjárfesta í loftlagsmálum þá verður það hreinlega of seint að gera eitthvað í loftlagsmálum. Það er gríðarlega mikilvægt að við forum að bregðast við núna. Til þess að við náum annars vegar að uppfylla skuldbindingar Parísar samkomulagsins um minni losun og við vitum að ef við náum því ekki er það ekki bara alvarlegt mál á heimsvísu heldur er það líka risastórt efnahagsmál,” sagði forsætisráðherra. Því ef Íslendingar uppfylli ekki þessi skilyrði þurfi að greiða fyrir það dýrum dómum. Þingmenn gáfu andsvör við ræðu Katrínar eins og þeir munu gera í allan dag við ræður einstakra fagráðherra í tengslum við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði hana hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera til að auka eignajöfnuð í landinu þar sem lítill hópur yki stöðugt eignir sínar á kostnað alls almennings. Katrín sagði tekjujöfnuð mikinn á Íslandi miðað við önnur lönd og stigin hafi verið skref til að auka eignajöfnuð. „Það er alveg rétt að í þessu fjárlagafrumvarpi eru ekki lagðar til breytingar á fjármagnstekjuskatti. Enda var hann hækkaður um tíu prósent í síðasta fjárlagafrumvarpi. Úr tuttugu prósentum í tuttugu og tvö prósent. Sú vinna stendur hins vegar yfir að meta þennan skattstofn til samanburðar til að mynda við önnur ríki. Hvort við metum að þetta sé nægjanlegt. Því það hefur lengi verið rifist um hvort þetta sé sambærileg skattlagning og skattstofn. Þeirri vinnu er ekki lokið,” segir Katrín Jakobsdóttir. Reiknað er með að fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið ljúki seint í dag eða í kvöld. Fjárlagafrumvarp 2019 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Sjá meira
Forsætisráðherra segir komið til móts við tekjulágar fjölskyldur í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Uppbygging og rekstur heilbrigðiskerfisins sé styrkt, átak gert í geðheilbrigðismálum og áfram unnið að lækkun kostnaðarþátttöku sjúklinga. Þá séu verulegir fjármunir settir í umhverfismálin enda sé að verða of seint að grípa til nauðsynlegra aðgerða í loftlagsmálum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór yfir helstu forsendur fjárlagafrumvarpsins í framhaldi fyrstu umræðu um frumvarpið á Alþingi í morgun. Hún sagði mikla niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs á undanförnum misserum mikilvægan áfangi í endurreisn efnahagskerfisins eftir hrun. Ríkisstjórnin tækist engu að síður á við ýmsar áskoranir og hafi einsett sér að ráðast í uppbyggingu samfélagslegra innviða sem ekki hafi fylgt efnahagsbatanum. Katrín nefndi heilbrigðismálin sérstaklega og þar með aukið fé til uppbyggingar Landsspítalans og rekstur heilbrigðiskerfisins og aukið fé til geðheilbrigðismála þar sem mikilvægt væri að horfa til framtíðar. Þá verði áfram unnið að því að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. „Þær ráðstafanir sem lagðar eru til í skatta- og bótamálum, þótt vafalaust finnist einhverjum ekki nægjanlega langt gengið, miða allar að því að styrkja stöðu tekjulágra og lægri millitekjuhópa. Þar munar kannski mest um aukningu barnabóta til tekjulágra barnafjölskyldna,” segir Katrín. Þá gerði forsætisráðherra umhverfismálin að umræðuefni þar sem straumhvörf hafi orðið í fjárveitingum. „Það er nú svo ef við förum ekki að fjárfesta í loftlagsmálum þá verður það hreinlega of seint að gera eitthvað í loftlagsmálum. Það er gríðarlega mikilvægt að við forum að bregðast við núna. Til þess að við náum annars vegar að uppfylla skuldbindingar Parísar samkomulagsins um minni losun og við vitum að ef við náum því ekki er það ekki bara alvarlegt mál á heimsvísu heldur er það líka risastórt efnahagsmál,” sagði forsætisráðherra. Því ef Íslendingar uppfylli ekki þessi skilyrði þurfi að greiða fyrir það dýrum dómum. Þingmenn gáfu andsvör við ræðu Katrínar eins og þeir munu gera í allan dag við ræður einstakra fagráðherra í tengslum við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði hana hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera til að auka eignajöfnuð í landinu þar sem lítill hópur yki stöðugt eignir sínar á kostnað alls almennings. Katrín sagði tekjujöfnuð mikinn á Íslandi miðað við önnur lönd og stigin hafi verið skref til að auka eignajöfnuð. „Það er alveg rétt að í þessu fjárlagafrumvarpi eru ekki lagðar til breytingar á fjármagnstekjuskatti. Enda var hann hækkaður um tíu prósent í síðasta fjárlagafrumvarpi. Úr tuttugu prósentum í tuttugu og tvö prósent. Sú vinna stendur hins vegar yfir að meta þennan skattstofn til samanburðar til að mynda við önnur ríki. Hvort við metum að þetta sé nægjanlegt. Því það hefur lengi verið rifist um hvort þetta sé sambærileg skattlagning og skattstofn. Þeirri vinnu er ekki lokið,” segir Katrín Jakobsdóttir. Reiknað er með að fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið ljúki seint í dag eða í kvöld.
Fjárlagafrumvarp 2019 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Sjá meira