Refurinn gerir sig heimakominn á Urriðavelli Jakob Bjarnar skrifar 14. september 2018 13:41 Svavar Geir segir að þau á Urriðavelli hafi orðið meira vör við ref þetta sumarið en oftast áður. Svavar Geir Golfklúbburinn Oddur, sem á varnarþing á Urriðavelli sem er í Heiðmörk fyrir ofan Garðabæ, hefur auglýst laus pláss á sinni félagaskrá. Og það fylgdi svo þeirri sögu að í sumar hafi „nokkrir fallegir refir laumast í félagatalið og gert sig heimakomna og ef þeim fjölgar eitthvað þá gæti verið erfitt að komast að næsta sumar og því um að gera að skrá sig sem fyrst.“ Svavar Geir Svavarsson er skrifstofu- og markaðsstjóri klúbbsins og hann tók myndir af þessu fallega en umdeilda dýri. Að undanförnu hafa þeir séð talsvert mörg dýr á vellinum.Álykta mætti að refirnir fundi á þessum stað sem minnir á húsakynni Sameinuðu þjóðanna.Svavar Geir„Þeir eru voðalega líflegir. Það getur verið kyrrt og stillt hér á morgnana og þeir leika sér þá hér,“ segir Svavar Geir. Hann segir að þau hjá Oddi hafi orðið meira vör við refinn nú í sumar en oft áður. Þeir marka fótspor í bönkerana og grafa einnig eitt og annað matarkyns sem þeir komast yfir. Ekki er annað á Svavari Geir að heyra en þeir séu aufúsugestir. „Við viljum hafa sem mest dýralíf hér. Og viljum alls ekki láta lóga honum. En, hann ógnar reyndar rjúpunni. Hér er mikið af henni,“ segir Svavar Geir.Rakel segir rannsóknir Náttúrufræðistofnunar ekki benda til þess að refnum sé að fjölga.Rjúpan er friðuð á öllu Reykjanesi og hefur verið í áratugi. Því er ekki úr vegi að ætla að ref hafi fjölgað en hjá Náttúrufræðistofnun Íslands starfar Ragnheiður Rakel Hanson dýrafræðingur við verkefni sem stutt er af af Nýsköpunarsjóði námsmanna og hún segir svo ekki vera. Ekki samkvæmt síðustu talningu. „Við höfum einmitt verið að kortleggja útbreiðslu refs í kringum byggðina. Og þar sem byggðin er að færast meira út í þeirra heimasvæði er fólk farið að sjá miklu meira af þeim,“ segir Ragnheiður Rakel. Það er sem sagt svo að fólkið er að færa sig til refsins en ekki öfugt.Refirnir eru mest áberandi í morgunsárið þegar stillt er í Heiðmörk.Svavar Geir„Fólk sem er að leggja út æti fyrir hrafn og önnur dýr og þá sér refurinn það sem ókeypis máltíð. Gæti verið að lokka þá að. Ekki endilega að þeim sé að fjölga. Frekar að fólk verði meira vart við þá.“ Refastofninn er, að sögn Ragnheiðar, mjög stöðugur miðað við síðustu útreikninga. Refurinn er umdeilt dýr, og illa séður meðal bænda og annarra þeirra sem sjá hann sem skaðvald í öðru dýralífi.Hérna sést refur af flöt.Svavar Geir„Mér finnst þeir voðalega mikil krútt, finnst vænt um þá,“ segir Ragnheiður Rakel og vísar til rannsókna sinna á honum að undanförnu. Hún segir að refirnir á Urriðavelli, sem er staðsettur í næsta nágrenni við aðalstöðvar Náttúrufræðistofnunar í Garðabænum, sem getur að líta á meðfylgjandi myndum séu þrír yrðlingar og svo einn fullorðinn. Þess vegna eru þeir svona margir saman.Annar dekkri en hinn ljósari.Svavar GeirRefurinn er einfari að upplagi en stundum heldur tófan, eða kvendýrið, hópnum saman ef um er að ræða fjölskyldu. En, það snýr þá einkum að uppeldinu. „Þeir eru í Heiðmörk, við vitum það, og á þessu svæði. Costco-refurinn sem dæmi, þannig að þetta er ekki í fyrsta skipti sem fólk verður vart við þá.“Refirnir hoppa og skoppa í hrauninu.Svavar Geir Dýr Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Golfklúbburinn Oddur, sem á varnarþing á Urriðavelli sem er í Heiðmörk fyrir ofan Garðabæ, hefur auglýst laus pláss á sinni félagaskrá. Og það fylgdi svo þeirri sögu að í sumar hafi „nokkrir fallegir refir laumast í félagatalið og gert sig heimakomna og ef þeim fjölgar eitthvað þá gæti verið erfitt að komast að næsta sumar og því um að gera að skrá sig sem fyrst.“ Svavar Geir Svavarsson er skrifstofu- og markaðsstjóri klúbbsins og hann tók myndir af þessu fallega en umdeilda dýri. Að undanförnu hafa þeir séð talsvert mörg dýr á vellinum.Álykta mætti að refirnir fundi á þessum stað sem minnir á húsakynni Sameinuðu þjóðanna.Svavar Geir„Þeir eru voðalega líflegir. Það getur verið kyrrt og stillt hér á morgnana og þeir leika sér þá hér,“ segir Svavar Geir. Hann segir að þau hjá Oddi hafi orðið meira vör við refinn nú í sumar en oft áður. Þeir marka fótspor í bönkerana og grafa einnig eitt og annað matarkyns sem þeir komast yfir. Ekki er annað á Svavari Geir að heyra en þeir séu aufúsugestir. „Við viljum hafa sem mest dýralíf hér. Og viljum alls ekki láta lóga honum. En, hann ógnar reyndar rjúpunni. Hér er mikið af henni,“ segir Svavar Geir.Rakel segir rannsóknir Náttúrufræðistofnunar ekki benda til þess að refnum sé að fjölga.Rjúpan er friðuð á öllu Reykjanesi og hefur verið í áratugi. Því er ekki úr vegi að ætla að ref hafi fjölgað en hjá Náttúrufræðistofnun Íslands starfar Ragnheiður Rakel Hanson dýrafræðingur við verkefni sem stutt er af af Nýsköpunarsjóði námsmanna og hún segir svo ekki vera. Ekki samkvæmt síðustu talningu. „Við höfum einmitt verið að kortleggja útbreiðslu refs í kringum byggðina. Og þar sem byggðin er að færast meira út í þeirra heimasvæði er fólk farið að sjá miklu meira af þeim,“ segir Ragnheiður Rakel. Það er sem sagt svo að fólkið er að færa sig til refsins en ekki öfugt.Refirnir eru mest áberandi í morgunsárið þegar stillt er í Heiðmörk.Svavar Geir„Fólk sem er að leggja út æti fyrir hrafn og önnur dýr og þá sér refurinn það sem ókeypis máltíð. Gæti verið að lokka þá að. Ekki endilega að þeim sé að fjölga. Frekar að fólk verði meira vart við þá.“ Refastofninn er, að sögn Ragnheiðar, mjög stöðugur miðað við síðustu útreikninga. Refurinn er umdeilt dýr, og illa séður meðal bænda og annarra þeirra sem sjá hann sem skaðvald í öðru dýralífi.Hérna sést refur af flöt.Svavar Geir„Mér finnst þeir voðalega mikil krútt, finnst vænt um þá,“ segir Ragnheiður Rakel og vísar til rannsókna sinna á honum að undanförnu. Hún segir að refirnir á Urriðavelli, sem er staðsettur í næsta nágrenni við aðalstöðvar Náttúrufræðistofnunar í Garðabænum, sem getur að líta á meðfylgjandi myndum séu þrír yrðlingar og svo einn fullorðinn. Þess vegna eru þeir svona margir saman.Annar dekkri en hinn ljósari.Svavar GeirRefurinn er einfari að upplagi en stundum heldur tófan, eða kvendýrið, hópnum saman ef um er að ræða fjölskyldu. En, það snýr þá einkum að uppeldinu. „Þeir eru í Heiðmörk, við vitum það, og á þessu svæði. Costco-refurinn sem dæmi, þannig að þetta er ekki í fyrsta skipti sem fólk verður vart við þá.“Refirnir hoppa og skoppa í hrauninu.Svavar Geir
Dýr Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent