Segja þjóðir grafa undan refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2018 10:04 Bandaríkin vilja koma í veg fyrir að Norður-Kórea hafi aðgang að reiðuféi sem það notar til að byggja upp kjarnorkuvopn ríkisins. Vísir/AP Bandaríkin hafa boðað til fundar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á mánudaginn til að ræða viðleitni ríkja til að grafa undan refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gagnvart Norður-Kóreu. Aðgerðum þessum er ætlað að þvinga ríkisstjórn einræðisherrans Kim Jong-un til að láta af eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlunum ríkisins. Sendinefnd Bandaríkjanna hefur ekki nefnt hvaða ríki um er að ræða en áðurð efur Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanan hjá Sameinuðu þjóðunum, sakað Rússa um að beita óháða rannsóknarnefnd þrýstingi og reyna að fá þá til að breyta niðurstöðum skýrslu sem verið er að vinna að. Í skýrslunni mun segja að rússneskir aðilar hafi reynt að komast hjá aðgerðunum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá hafa Kínverjar einnig verið nefndir í þessu samhengi. Þar kemur fram að Norður-Kórea hafi keypt umtalsvert magn af olíu-vörum, í trássi við refsiaðgerðirnar, með því að flytja olíu á milli skipa á hafi úti og þá meðal annars frá rússneskum skipum. Norður-Kórea hefur ekki hætt kjarnorkuvopnaáætlun sinni eins og þeir hafa haldið fram. Það eru niðurstöður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar og annarra aðila sem fylgjast með einræðisríkinu. Hins vegar sagði Haley fyrr á árinu að hertar aðgerðir gegn Norður-Kóreu hefðu leitt til þess að aðgangur þeirra að reiðuféi hefði nánast stöðvast. Embættismenn og sérfræðingar segja þessar aðgerðir hafa spilað stóra rullu í bættu sambandi Norður- og Suður-Kóreu og fengið Kim að samningaborðinu með Donald Trump í Singapúr í sumar. Þar skrifuðu leiðtogarnir undir óljóst skjal um að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn. Síðan þá virðist sem að lítið hafi gerst og hefur Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, unnið hörðum höndum að því að safna stuðningi fyrir áframhaldandi refsiaðgerðum. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa hins vegar sagt að þeir vilji að dregið verði úr þvingunum og refsiaðgerðum. Norður-Kórea Tengdar fréttir Engin kjarnorkuvopn á Hersýningu í Norður-Kóreu Eldflaugar voru ekki sýnilegar þegar Norður-Kórea blés til hersýningar til að fagna 70 ára afmæli landsins. 9. september 2018 08:46 Kim pirraður á því að heimurinn trúi honum ekki Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, vill að góðvild sín verði endurgoldin. 6. september 2018 10:55 Kim Jong-un sendi Trump enn eitt bréfið Viðræður eru hafnar á milli embættismanna Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um að forsetar ríkjanna hittist á fundi á nýjan leik. Kim Jong-un, leiðtogi N-Kóreu, sendi kollega sínum, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna bréf á dögunum 10. september 2018 22:03 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Bandaríkin hafa boðað til fundar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á mánudaginn til að ræða viðleitni ríkja til að grafa undan refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gagnvart Norður-Kóreu. Aðgerðum þessum er ætlað að þvinga ríkisstjórn einræðisherrans Kim Jong-un til að láta af eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlunum ríkisins. Sendinefnd Bandaríkjanna hefur ekki nefnt hvaða ríki um er að ræða en áðurð efur Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanan hjá Sameinuðu þjóðunum, sakað Rússa um að beita óháða rannsóknarnefnd þrýstingi og reyna að fá þá til að breyta niðurstöðum skýrslu sem verið er að vinna að. Í skýrslunni mun segja að rússneskir aðilar hafi reynt að komast hjá aðgerðunum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá hafa Kínverjar einnig verið nefndir í þessu samhengi. Þar kemur fram að Norður-Kórea hafi keypt umtalsvert magn af olíu-vörum, í trássi við refsiaðgerðirnar, með því að flytja olíu á milli skipa á hafi úti og þá meðal annars frá rússneskum skipum. Norður-Kórea hefur ekki hætt kjarnorkuvopnaáætlun sinni eins og þeir hafa haldið fram. Það eru niðurstöður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar og annarra aðila sem fylgjast með einræðisríkinu. Hins vegar sagði Haley fyrr á árinu að hertar aðgerðir gegn Norður-Kóreu hefðu leitt til þess að aðgangur þeirra að reiðuféi hefði nánast stöðvast. Embættismenn og sérfræðingar segja þessar aðgerðir hafa spilað stóra rullu í bættu sambandi Norður- og Suður-Kóreu og fengið Kim að samningaborðinu með Donald Trump í Singapúr í sumar. Þar skrifuðu leiðtogarnir undir óljóst skjal um að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn. Síðan þá virðist sem að lítið hafi gerst og hefur Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, unnið hörðum höndum að því að safna stuðningi fyrir áframhaldandi refsiaðgerðum. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa hins vegar sagt að þeir vilji að dregið verði úr þvingunum og refsiaðgerðum.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Engin kjarnorkuvopn á Hersýningu í Norður-Kóreu Eldflaugar voru ekki sýnilegar þegar Norður-Kórea blés til hersýningar til að fagna 70 ára afmæli landsins. 9. september 2018 08:46 Kim pirraður á því að heimurinn trúi honum ekki Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, vill að góðvild sín verði endurgoldin. 6. september 2018 10:55 Kim Jong-un sendi Trump enn eitt bréfið Viðræður eru hafnar á milli embættismanna Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um að forsetar ríkjanna hittist á fundi á nýjan leik. Kim Jong-un, leiðtogi N-Kóreu, sendi kollega sínum, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna bréf á dögunum 10. september 2018 22:03 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Engin kjarnorkuvopn á Hersýningu í Norður-Kóreu Eldflaugar voru ekki sýnilegar þegar Norður-Kórea blés til hersýningar til að fagna 70 ára afmæli landsins. 9. september 2018 08:46
Kim pirraður á því að heimurinn trúi honum ekki Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, vill að góðvild sín verði endurgoldin. 6. september 2018 10:55
Kim Jong-un sendi Trump enn eitt bréfið Viðræður eru hafnar á milli embættismanna Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um að forsetar ríkjanna hittist á fundi á nýjan leik. Kim Jong-un, leiðtogi N-Kóreu, sendi kollega sínum, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna bréf á dögunum 10. september 2018 22:03