Innlent

Leggja til þrepaskiptan erfðafjárskatt

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Breytingar verða gerðar á lögum um erfðafjárskatt ef frumvarp Óla Björns Kárasonar og fleiri þingmanna Sjálfstæðisflokks verður að lögum. Lagt er til að erfðafjárskattur verði þrepaskiptur og skatturinn af fyrstu 75 milljónum króna af skattstofni dánarbús lækki úr 10 prósentum í fimm. Tíu prósenta skattur af erfðafé sem nemur meira en 75 milljónum verði áfram innheimtur.

Flutningsmennirnir segja að nauðsynlegt sé að hafa í huga að erfðafjárskattur sé tilfærsla fjármagns og verðmæta á milli kynslóða. Erfðafé sé þegar skattlagt í formi tekjuskatta, fjármagnstekjuskatta og eignarskatta. Þannig segja þau erfðafjárskatt fela í sér tvísköttun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×