Krísufundir vegna Kavanaughs Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. september 2018 07:15 Nær öruggt hefur verið talið að repúblikanar á Bandaríkjaþingi staðfesti skipan Kavanaugh í Hæstarétt. Óljóst er hvort að ásakanir Ford setji strik í reikninginn. Vísir/EPA Brett Kavanaugh, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í embætti hæstaréttardómara, kvaðst í gær reiðubúinn til þess að mæta aftur fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar þingsins til þess að hrekja ásakanir um kynferðisofbeldi. Demókratar í dómsmálanefndinni, með Dianne Feinstein í broddi fylkingar, greindu frá því á fimmtudag að þeim hefði borist kvörtun tengd Kavanaugh sem hefði verið vísað áfram til Alríkislögreglunnar (FBI). Kvörtunin kom frá sálfræðiprófessornum Christine Blasey Ford. Ford tjáði sig sjálf um málið á sunnudag. Hún sagði frá því að á níunda áratugnum, þegar Kavanaugh var á framhaldsskólaaldri, hefðu þau verið saman í gleðskap. Kavanaugh hefði þá veist að henni, haldið henni niðri og reynt að nauðga henni. Framtíð Kavanaughs eftir þessa ásökun er óljós. Repúblikanarnir Jeff Flake og Susan Collins hafa kallað eftir því að atkvæðagreiðslu um tilnefninguna verði frestað en hún á að fara fram á fimmtudag. Feinstein tók undir þetta. „Það er ýmislegt sem við vitum ekki um málið og FBI ætti að fá þann tíma sem þarf til að skoða ný gögn.“ Kavanaugh sótti forsetann heim í Hvíta húsið í gær og fundaði þar um stöðuna. Í kjölfarið gaf forsetaembættið út yfirlýsingu fyrir hönd Kavanaughs þar sem dómarinn ítrekaði fullyrðingar um sakleysi sitt. Debra S. Katz, lögmaður Ford, sagði í viðtali við NBC að Ford væri tilbúin til slíks hins sama. Heitir stuðningsmenn Trumps hafa ráðist að persónu Ford undanfarna daga. Sagt hana ljúga og véfengt tímasetningu ásakananna. Kellyanne Conway, einn helsti ráðgjafi forsetans, sagði í gær að hlusta ætti á málflutning Ford og að árásum gegn henni þyrfti að linna. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja fresta atkvæðagreiðslu um Kavanaugh Konan sem hefur ásakað Brett Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi er tilbúin til að bera vitni um ásakanirnar fyrir þingnefnd. 17. september 2018 19:30 Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárás Sálfræðiprófessor í Kaliforníu segir Brett Kavanaugh hafa haldið sér niðri, þuklað á sér og reynt að afklæða sig þegar þau voru á framhaldsskólaaldri. 16. september 2018 18:10 Ætla ekki að draga tilnefningu Kavanaugh til baka Repúblikanar ætla að halda því til streitu að kosið verði um hæfi Brett Kavanaugh hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að gegna embætti dómara við hæstarétt. Kjósa á um hæfi hans á fimmtudaginn. 16. september 2018 22:47 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Brett Kavanaugh, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í embætti hæstaréttardómara, kvaðst í gær reiðubúinn til þess að mæta aftur fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar þingsins til þess að hrekja ásakanir um kynferðisofbeldi. Demókratar í dómsmálanefndinni, með Dianne Feinstein í broddi fylkingar, greindu frá því á fimmtudag að þeim hefði borist kvörtun tengd Kavanaugh sem hefði verið vísað áfram til Alríkislögreglunnar (FBI). Kvörtunin kom frá sálfræðiprófessornum Christine Blasey Ford. Ford tjáði sig sjálf um málið á sunnudag. Hún sagði frá því að á níunda áratugnum, þegar Kavanaugh var á framhaldsskólaaldri, hefðu þau verið saman í gleðskap. Kavanaugh hefði þá veist að henni, haldið henni niðri og reynt að nauðga henni. Framtíð Kavanaughs eftir þessa ásökun er óljós. Repúblikanarnir Jeff Flake og Susan Collins hafa kallað eftir því að atkvæðagreiðslu um tilnefninguna verði frestað en hún á að fara fram á fimmtudag. Feinstein tók undir þetta. „Það er ýmislegt sem við vitum ekki um málið og FBI ætti að fá þann tíma sem þarf til að skoða ný gögn.“ Kavanaugh sótti forsetann heim í Hvíta húsið í gær og fundaði þar um stöðuna. Í kjölfarið gaf forsetaembættið út yfirlýsingu fyrir hönd Kavanaughs þar sem dómarinn ítrekaði fullyrðingar um sakleysi sitt. Debra S. Katz, lögmaður Ford, sagði í viðtali við NBC að Ford væri tilbúin til slíks hins sama. Heitir stuðningsmenn Trumps hafa ráðist að persónu Ford undanfarna daga. Sagt hana ljúga og véfengt tímasetningu ásakananna. Kellyanne Conway, einn helsti ráðgjafi forsetans, sagði í gær að hlusta ætti á málflutning Ford og að árásum gegn henni þyrfti að linna.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja fresta atkvæðagreiðslu um Kavanaugh Konan sem hefur ásakað Brett Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi er tilbúin til að bera vitni um ásakanirnar fyrir þingnefnd. 17. september 2018 19:30 Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárás Sálfræðiprófessor í Kaliforníu segir Brett Kavanaugh hafa haldið sér niðri, þuklað á sér og reynt að afklæða sig þegar þau voru á framhaldsskólaaldri. 16. september 2018 18:10 Ætla ekki að draga tilnefningu Kavanaugh til baka Repúblikanar ætla að halda því til streitu að kosið verði um hæfi Brett Kavanaugh hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að gegna embætti dómara við hæstarétt. Kjósa á um hæfi hans á fimmtudaginn. 16. september 2018 22:47 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Vilja fresta atkvæðagreiðslu um Kavanaugh Konan sem hefur ásakað Brett Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi er tilbúin til að bera vitni um ásakanirnar fyrir þingnefnd. 17. september 2018 19:30
Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárás Sálfræðiprófessor í Kaliforníu segir Brett Kavanaugh hafa haldið sér niðri, þuklað á sér og reynt að afklæða sig þegar þau voru á framhaldsskólaaldri. 16. september 2018 18:10
Ætla ekki að draga tilnefningu Kavanaugh til baka Repúblikanar ætla að halda því til streitu að kosið verði um hæfi Brett Kavanaugh hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að gegna embætti dómara við hæstarétt. Kjósa á um hæfi hans á fimmtudaginn. 16. september 2018 22:47