Innlent

Könnun MMR: Samfylking með tæp 20 prósent

Atli Ísleifsson skrifar
Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Eyþór
Sjálfstæðisflokkurinn mældist með stuðning 21,3 prósent landsmanna og er stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt nýrri könnun MMR. Fylgi flokksins minnkar um tæpt prósentustig frá síðustu könnun sem lauk 10. ágúst.

Samfylkingin mældist með 19,8 prósent fylgi sem er aukning um þrjú prósent frá síðustu könnun. Píratar mældust nú með 13,2 prósent fylgi sem er nær óbreytt frá síðustu mælingu.

Fylgi Vinstri grænna mældist nú 11,1 prósent og mældist síðast með 8,8 prósent. Miðflokkurinn mældist nú með 10,8 prósent, en 10,3 prósent í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokks mældist nú 8,1 prósent og mældist 8,9 prósent í síðustu könnun. Fylgi Viðreisnar mældist nú 7,9 prósent og mældist 8,7 prósent í síðustu könnun. Fylgi Flokks fólksins mældist nú 5,3 prósent og mældist 7,8 prósent í síðustu könnun. Fylgi annarra flokka mældist 2,5 prósent samanlagt.

Stuðningur við ríkisstjórnina fer minnkandi en 41,1 prósent sögðust styðja ríkisstjórnina nú samanborið við 41,7 prósent í síðustu mælingu.

Könnunin var framkvæmd dagana 7. til 12. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×