Wikileaks segja fregnir um flótta Assange til Rússlands komnar frá Sigga hakkara Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2018 10:26 Sigurður Þórðarson og Julian Assange. Wikileaks segir að fregnir af því að Julian Assange hafi hugsað sér að flýja til Rússlands árið 2010 vera falskar. Enn fremur segja samtökin að fregnirnar séu runnar undan rifjum Sigurðar Þórðarsonar, sem kallaður er Siggi hakkari. Samkvæmt gögnum sem AP fréttaveitan hefur undir höndum skrifaði Assange bréf til ræðismanns Rússlands í London í nóvember 2010 þar sem hann bað um að vinur hans Israel Shamir gæti sótt um vegabréfsáritun til Rússlands í hans nafni. Í samtali við AP sagðist Shamir ekki muna til þess hvor hann hefði farið með bréfið til ræðismannsins eða hvort hann hefði fengið vegabréfsáritun fyrir Assange. Hann gat ekki sagt til um hvort þetta hefði gerst í alvörunni. Hins vegar var minni hans í betra ástandi í janúar 2011 þegar hann var í viðtali við rússneska útvarpsstöð. Þá sagði Shamir að hann hefði reynt að fá vegabréfsáritun fyrir Assange en hún hefði borist of seint og hann hefði ekki getað notað hana. Á þessum tíma óttaðist Assange að vera handtekinn vegna ákæru um nauðgun og kynferðisbrot í Svíþjóði. Þaðan gæti hann verið framseldur til Bandaríkjanna. Assange hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London frá árinu 2012. Blaðamenn AP báru áðurnefnd gögn meðal annars undir fimm fyrrverandi starfsmenn Wikileaks til að staðfesta innihald þeirra. Assange hefur ávalt neitað því að hafa brotið á tveimur konum í Svíþjóð en málið hefur nú verið fellt niður. Hins vegar á hann enn handtöku yfir höfði sér fyrir að mæta ekki fyrir dómara í Bretlandi og þar af leiðandi hefur hann ekki getað yfirgefið sendiráðið. Wikileaks svaraði frétt AP á Twitter þar sem því var haldið fram að þessar fregnir væru rangar. Assange hefði aldrei sótt um vegabréfsáritun til Rússlands. Þá héldu þeir því fram að áðurnefnd gögn kæmu frá Sigga hakkara sem hefur verið dæmdur fyrir skjalafals, fjársvik og barnaníð. Mr. Assange did not apply for such a visa at any time or author the document. The source is document fabricator & paid FBI informant Sigurdur Thordarson who was sentenced to prison for fabricating docs impersonating Assange, multiple frauds & pedophilllia. https://t.co/xzMfhctFx4— WikiLeaks (@wikileaks) September 17, 2018 WikiLeaks Mál Sigga hakkara Mál Julians Assange Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira
Wikileaks segir að fregnir af því að Julian Assange hafi hugsað sér að flýja til Rússlands árið 2010 vera falskar. Enn fremur segja samtökin að fregnirnar séu runnar undan rifjum Sigurðar Þórðarsonar, sem kallaður er Siggi hakkari. Samkvæmt gögnum sem AP fréttaveitan hefur undir höndum skrifaði Assange bréf til ræðismanns Rússlands í London í nóvember 2010 þar sem hann bað um að vinur hans Israel Shamir gæti sótt um vegabréfsáritun til Rússlands í hans nafni. Í samtali við AP sagðist Shamir ekki muna til þess hvor hann hefði farið með bréfið til ræðismannsins eða hvort hann hefði fengið vegabréfsáritun fyrir Assange. Hann gat ekki sagt til um hvort þetta hefði gerst í alvörunni. Hins vegar var minni hans í betra ástandi í janúar 2011 þegar hann var í viðtali við rússneska útvarpsstöð. Þá sagði Shamir að hann hefði reynt að fá vegabréfsáritun fyrir Assange en hún hefði borist of seint og hann hefði ekki getað notað hana. Á þessum tíma óttaðist Assange að vera handtekinn vegna ákæru um nauðgun og kynferðisbrot í Svíþjóði. Þaðan gæti hann verið framseldur til Bandaríkjanna. Assange hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London frá árinu 2012. Blaðamenn AP báru áðurnefnd gögn meðal annars undir fimm fyrrverandi starfsmenn Wikileaks til að staðfesta innihald þeirra. Assange hefur ávalt neitað því að hafa brotið á tveimur konum í Svíþjóð en málið hefur nú verið fellt niður. Hins vegar á hann enn handtöku yfir höfði sér fyrir að mæta ekki fyrir dómara í Bretlandi og þar af leiðandi hefur hann ekki getað yfirgefið sendiráðið. Wikileaks svaraði frétt AP á Twitter þar sem því var haldið fram að þessar fregnir væru rangar. Assange hefði aldrei sótt um vegabréfsáritun til Rússlands. Þá héldu þeir því fram að áðurnefnd gögn kæmu frá Sigga hakkara sem hefur verið dæmdur fyrir skjalafals, fjársvik og barnaníð. Mr. Assange did not apply for such a visa at any time or author the document. The source is document fabricator & paid FBI informant Sigurdur Thordarson who was sentenced to prison for fabricating docs impersonating Assange, multiple frauds & pedophilllia. https://t.co/xzMfhctFx4— WikiLeaks (@wikileaks) September 17, 2018
WikiLeaks Mál Sigga hakkara Mál Julians Assange Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira