Forseti Alþingis þurfi að útskýra tvöföldun á kostnaði fyrir þingi og þjóð Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 18. september 2018 20:03 Ágúst Ólafur Ágústsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd, segir ekki í lagi að kostnaður við hátíðar Alþingis á Þingvöllum hafi tvöfaldast. Þetta kalli á nánari útskýringar bæði fyrir þingi og þjóð. Heildar kostnaður við hátíðarfund alþingis á Þingvöllum, sem fór fram þann 18. júlí síðastliðinn, fór rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. Gert var ráð fyrir kostnaði upp á 45 milljónir í rekstraráætlun en heildar kostnaður endaði í tæpum 87 milljónum. „Þessar tölur vekja talsverða athygli, sérstaklega ef við lítum til dæmis á að byggja þennan pall og gangvegi kostar yfir 39 milljónir króna. Maður hefði jafnvel haldið að það væri ódýrara að byggja einbýlishús á svæðinu fyrir sömu upphæð; 22 milljónir í lýsingu, þetta eru mjög sérkennilegar tölur, þannig að það þarf að minnsta kosti að skýra það betur fyrir þingheimi og þjóð,“ segir Ágúst Ólafur. Hann segir augljóst að eitthvað hafi farið úrskeiðis. Ágúst Ólafur mun taka þetta fyrir hjá fjárlaganefnd og óska eftir að fá frekari upplýsingar og sundurliðun kostnaðar. Aðspurður hvort honum finnist forseti Alþingis eiga að axla ábyrgð svarar Ágúst því til að hann þurfi að útskýra kostnaðinn betur. Fréttastofa hefur rætt við marga um málið í dag en fæstir þingmenn vilja tjá sig opinberlega en segjast ætla bíða frekari svara frá forseta Alþingis um þessa tvöföldun á kostnaði. Í fyrramálið er fundur fjárlaganefndar á dagskrá og líklegt er að málið verði tekið fyrir þar. Alþingi Tengdar fréttir Kostnaður vegna hátíðarfundar þingsins gengur fram af fólki Allsherjar reiði og hneykslan beinist einkum að Steingrími J. Sigfússyni forseta sameinaðs þings. 18. september 2018 11:30 22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd, segir ekki í lagi að kostnaður við hátíðar Alþingis á Þingvöllum hafi tvöfaldast. Þetta kalli á nánari útskýringar bæði fyrir þingi og þjóð. Heildar kostnaður við hátíðarfund alþingis á Þingvöllum, sem fór fram þann 18. júlí síðastliðinn, fór rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. Gert var ráð fyrir kostnaði upp á 45 milljónir í rekstraráætlun en heildar kostnaður endaði í tæpum 87 milljónum. „Þessar tölur vekja talsverða athygli, sérstaklega ef við lítum til dæmis á að byggja þennan pall og gangvegi kostar yfir 39 milljónir króna. Maður hefði jafnvel haldið að það væri ódýrara að byggja einbýlishús á svæðinu fyrir sömu upphæð; 22 milljónir í lýsingu, þetta eru mjög sérkennilegar tölur, þannig að það þarf að minnsta kosti að skýra það betur fyrir þingheimi og þjóð,“ segir Ágúst Ólafur. Hann segir augljóst að eitthvað hafi farið úrskeiðis. Ágúst Ólafur mun taka þetta fyrir hjá fjárlaganefnd og óska eftir að fá frekari upplýsingar og sundurliðun kostnaðar. Aðspurður hvort honum finnist forseti Alþingis eiga að axla ábyrgð svarar Ágúst því til að hann þurfi að útskýra kostnaðinn betur. Fréttastofa hefur rætt við marga um málið í dag en fæstir þingmenn vilja tjá sig opinberlega en segjast ætla bíða frekari svara frá forseta Alþingis um þessa tvöföldun á kostnaði. Í fyrramálið er fundur fjárlaganefndar á dagskrá og líklegt er að málið verði tekið fyrir þar.
Alþingi Tengdar fréttir Kostnaður vegna hátíðarfundar þingsins gengur fram af fólki Allsherjar reiði og hneykslan beinist einkum að Steingrími J. Sigfússyni forseta sameinaðs þings. 18. september 2018 11:30 22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Kostnaður vegna hátíðarfundar þingsins gengur fram af fólki Allsherjar reiði og hneykslan beinist einkum að Steingrími J. Sigfússyni forseta sameinaðs þings. 18. september 2018 11:30
22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29