Guðmundur svarar fyrir sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2018 12:56 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, segir það rangt að hann hafi verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar í vor. Þá sé ekki lengur til skoðunar hvort tilkynningaskyldur samruni hafi átt sér stað við kaup Brims á Ögurvík árið 2016. Þetta kemur fram í tilkynningu Guðmundar vegna fréttar Fréttablaðsins í morgun um athugun Samkeppniseftirlitsins á kaupum Brims hf. á hlutabréfum í HB Granda hf.Í fréttinni kom fram að Samkeppniseftirlitið gerði fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar, aðaleiganda Brims og HB Granda. Væri frummat stofnunarinnar á rökum reist sé um að ræða „alvarleg brot“ á samkeppnislögum. Eru athugasemdirnar fjórar raktar lið fyrir lið en Guðmundur vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað. Hann svarar hins vegar fyrir atriðin fjögur í tilkynningunni. „Samkeppniseftirlitið hefur kaup Brims hf. á hlutabréfum í HB Granda í athugun og sendi félögunum af því tilefni erindi í júlí á þessu ári. Þar kemur fram að Samkeppniseftirlitið skoðar fjögur atriði,“ segir Guðmundur. „Í fyrsta lagi hvort tilkynningarskyldur samruni hafi átt sér stað þegar Brim hf. eignaðist þann 4.maí 34% hlut í HB Granda. Það er enn í skoðun. Í öðru lagi hvort það standist 10.gr. samkeppnislaga að aðaleigandi Brims hf. sé forstjóri HB Granda. Það er enn í skoðun. Í þriðja lagi hvort að stjórnarseta aðaleigandi Brims hf. í stjórn Vinnslustöðvarinnar brjóti gegn 10.gr. samkeppnislaga. Það er rangt að Guðmundur Kristjánsson hafi í vor verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar og þarfnast því ekki frekari skoðunar. Í fjórða lagi er athugað hvort að tilkynningaskyldur samruni hafi átt sér stað þegar Brim hf. keypti allt hlutafé í Ögurvík árið 2016. Samskipti áttu sér stað við Samkeppniseftirlitið á þeim tíma og var það sameiginleg niðurstaða þá að þessi viðskipti væru ekki tilkynningaskyld og er það atriði ekki lengur til skoðunar.“ Guðmundur rifjar upp ummæli sín í Morgunblaðinu í júlí þess efnis að eðlilegt væri að eftirlitsstofnanir fylgdust með viðskiptalífinu. Hann sé enn þeirrar skoðunar. Þá skýtur hann á Fréttablaðið og vill meina að lögmaður meirihlutaeiganda Vinnslustöðvarinnar, Einar Þór Sverrisson, sitji beggja vegna borðsins. „En vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins má geta þessa að stjórnarformaður Fréttablaðsins er einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hf. og varaformaður stjórnar VSV.“ Guðmundur hefur eldað grátt silfur við meirihlutaeigendur í Vinnslustöðinni. Í gær var svo greint frá því að hann hefði selt hlut sinn í Vinnslustöðinni til FISK Seafood, útgerðarhluta og stærsta dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga, á 9,4 milljarða króna. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða "alvarleg brot“ á samkeppnislögum. 19. september 2018 06:00 Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Sjá meira
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, segir það rangt að hann hafi verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar í vor. Þá sé ekki lengur til skoðunar hvort tilkynningaskyldur samruni hafi átt sér stað við kaup Brims á Ögurvík árið 2016. Þetta kemur fram í tilkynningu Guðmundar vegna fréttar Fréttablaðsins í morgun um athugun Samkeppniseftirlitsins á kaupum Brims hf. á hlutabréfum í HB Granda hf.Í fréttinni kom fram að Samkeppniseftirlitið gerði fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar, aðaleiganda Brims og HB Granda. Væri frummat stofnunarinnar á rökum reist sé um að ræða „alvarleg brot“ á samkeppnislögum. Eru athugasemdirnar fjórar raktar lið fyrir lið en Guðmundur vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað. Hann svarar hins vegar fyrir atriðin fjögur í tilkynningunni. „Samkeppniseftirlitið hefur kaup Brims hf. á hlutabréfum í HB Granda í athugun og sendi félögunum af því tilefni erindi í júlí á þessu ári. Þar kemur fram að Samkeppniseftirlitið skoðar fjögur atriði,“ segir Guðmundur. „Í fyrsta lagi hvort tilkynningarskyldur samruni hafi átt sér stað þegar Brim hf. eignaðist þann 4.maí 34% hlut í HB Granda. Það er enn í skoðun. Í öðru lagi hvort það standist 10.gr. samkeppnislaga að aðaleigandi Brims hf. sé forstjóri HB Granda. Það er enn í skoðun. Í þriðja lagi hvort að stjórnarseta aðaleigandi Brims hf. í stjórn Vinnslustöðvarinnar brjóti gegn 10.gr. samkeppnislaga. Það er rangt að Guðmundur Kristjánsson hafi í vor verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar og þarfnast því ekki frekari skoðunar. Í fjórða lagi er athugað hvort að tilkynningaskyldur samruni hafi átt sér stað þegar Brim hf. keypti allt hlutafé í Ögurvík árið 2016. Samskipti áttu sér stað við Samkeppniseftirlitið á þeim tíma og var það sameiginleg niðurstaða þá að þessi viðskipti væru ekki tilkynningaskyld og er það atriði ekki lengur til skoðunar.“ Guðmundur rifjar upp ummæli sín í Morgunblaðinu í júlí þess efnis að eðlilegt væri að eftirlitsstofnanir fylgdust með viðskiptalífinu. Hann sé enn þeirrar skoðunar. Þá skýtur hann á Fréttablaðið og vill meina að lögmaður meirihlutaeiganda Vinnslustöðvarinnar, Einar Þór Sverrisson, sitji beggja vegna borðsins. „En vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins má geta þessa að stjórnarformaður Fréttablaðsins er einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hf. og varaformaður stjórnar VSV.“ Guðmundur hefur eldað grátt silfur við meirihlutaeigendur í Vinnslustöðinni. Í gær var svo greint frá því að hann hefði selt hlut sinn í Vinnslustöðinni til FISK Seafood, útgerðarhluta og stærsta dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga, á 9,4 milljarða króna.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða "alvarleg brot“ á samkeppnislögum. 19. september 2018 06:00 Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Sjá meira
Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða "alvarleg brot“ á samkeppnislögum. 19. september 2018 06:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent