Leggja til helmings lækkun erfðafjárskatts í þrepum Heimir Már Pétursson skrifar 19. september 2018 13:30 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/ernir Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja til að erfðafjárskattur verði lækkaður um helming vegna arfs upp að 75 milljónum króna. Enda hafi skatturinn verið hækkaður á sínum tíma eftir efnahagshrunið vegna tekjuvanda ríkissjóðs. Mælt verður fyrir fjórum þingmannafrumvörpum að loknum umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Þorsteinn Víglundsson mælir fyrir breytingum á lögum um mannanöfn, Ólafur Þór Gunnarsson mælir fyrir frumvarpi um að ríkið kaupi ekki heilbrigðisþjónustu af fyrirtækjum sem rekin eru í hagnaðarskyni, Silja Dögg Gunnarsdóttir fyrir frumvarpi um barnalífeyri og Óli Björn Kárason mælir fyrir frumvarpi ellefu þingmanna Sjálfstæðisflokks um erfðafjárskatt. „Í fyrsta lagi var erfðafjárskatturinn 5% fram til 2010 þegar hann var hækkaður í 10 prósent. Við félagar mínir í Sjálfstæðisflokknum erum að leggja til að við tökum núna það skref að færa erfðafjárskattinn aftur niður í áföngum, í þrepum,“ segir Óli Björn. Þannig verði skatturinn fimm prósent vegna arfs upp að 75 milljónum króna en tíu prósent á verðmæti arfs umfram þá upphæð. „Sem er svona á verðmæti einnrar hæðar í Reykjavík. Menn meiga ekki gleyma því að það er verið að tala um eignir sem hafa verið margskattaðar í gegnum árin og áratugina,” segir Óli Björn. Í dag er erfðafjárskattur ekki lagður á arf sem er í kringum eina og hálfa milljón að verðmæti og þar undir, en almennt eru maki og sambúðarmaki undanþegin erfðaskatti. „Mér finnst það vissulega koma til greina að hækka það frítekjumark töluvert mikið. En við erum auðvitað að gera þetta í þessum skrefum vegna þess að við teljum að það geti myndast um þetta ágæt samstaða um þetta á þingi að stíga þetta skref,“ segir þingmaðurinn. Nái frumvarpið fram að ganga muni það leiða til einhverrar lækkunar á tekjum ríkissjóðs. „Við eigum eftir að leggja betur mat á það í samvinnu við fjármálaráðuneytið þegar þetta kemur fyrir efnahags- og viðskiptanefnd eftir að búið er að mæla fyrir málinu sem verður gert í dag. En heildartekjur ríkisins af erfðafjárskatti eru í kringum 4,5 milljarðar króna,“ segir Óli Björn Kárason. Alþingi Tengdar fréttir Leggja til þrepaskiptan erfðafjárskatt Breytingar verða gerðar á lögum um erfðafjárskatt ef frumvarp Óla Björns Kárasonar og fleiri þingmanna Sjálfstæðisflokks verður að lögum. 17. september 2018 06:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira
Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja til að erfðafjárskattur verði lækkaður um helming vegna arfs upp að 75 milljónum króna. Enda hafi skatturinn verið hækkaður á sínum tíma eftir efnahagshrunið vegna tekjuvanda ríkissjóðs. Mælt verður fyrir fjórum þingmannafrumvörpum að loknum umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Þorsteinn Víglundsson mælir fyrir breytingum á lögum um mannanöfn, Ólafur Þór Gunnarsson mælir fyrir frumvarpi um að ríkið kaupi ekki heilbrigðisþjónustu af fyrirtækjum sem rekin eru í hagnaðarskyni, Silja Dögg Gunnarsdóttir fyrir frumvarpi um barnalífeyri og Óli Björn Kárason mælir fyrir frumvarpi ellefu þingmanna Sjálfstæðisflokks um erfðafjárskatt. „Í fyrsta lagi var erfðafjárskatturinn 5% fram til 2010 þegar hann var hækkaður í 10 prósent. Við félagar mínir í Sjálfstæðisflokknum erum að leggja til að við tökum núna það skref að færa erfðafjárskattinn aftur niður í áföngum, í þrepum,“ segir Óli Björn. Þannig verði skatturinn fimm prósent vegna arfs upp að 75 milljónum króna en tíu prósent á verðmæti arfs umfram þá upphæð. „Sem er svona á verðmæti einnrar hæðar í Reykjavík. Menn meiga ekki gleyma því að það er verið að tala um eignir sem hafa verið margskattaðar í gegnum árin og áratugina,” segir Óli Björn. Í dag er erfðafjárskattur ekki lagður á arf sem er í kringum eina og hálfa milljón að verðmæti og þar undir, en almennt eru maki og sambúðarmaki undanþegin erfðaskatti. „Mér finnst það vissulega koma til greina að hækka það frítekjumark töluvert mikið. En við erum auðvitað að gera þetta í þessum skrefum vegna þess að við teljum að það geti myndast um þetta ágæt samstaða um þetta á þingi að stíga þetta skref,“ segir þingmaðurinn. Nái frumvarpið fram að ganga muni það leiða til einhverrar lækkunar á tekjum ríkissjóðs. „Við eigum eftir að leggja betur mat á það í samvinnu við fjármálaráðuneytið þegar þetta kemur fyrir efnahags- og viðskiptanefnd eftir að búið er að mæla fyrir málinu sem verður gert í dag. En heildartekjur ríkisins af erfðafjárskatti eru í kringum 4,5 milljarðar króna,“ segir Óli Björn Kárason.
Alþingi Tengdar fréttir Leggja til þrepaskiptan erfðafjárskatt Breytingar verða gerðar á lögum um erfðafjárskatt ef frumvarp Óla Björns Kárasonar og fleiri þingmanna Sjálfstæðisflokks verður að lögum. 17. september 2018 06:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira
Leggja til þrepaskiptan erfðafjárskatt Breytingar verða gerðar á lögum um erfðafjárskatt ef frumvarp Óla Björns Kárasonar og fleiri þingmanna Sjálfstæðisflokks verður að lögum. 17. september 2018 06:00