Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 19. september 2018 16:11 Mynd tekin af flugmóðurskipinu Harry S. Truman í Norður-Atlantshafi í gær. Bandaríski sjóherinn Utanríkisráðherra og nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í flugmóðurskipinu USS Harry S. Truman suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. Ekki var greint frá ferðinni opinberlega fyrirfram og erfitt að fá nákvæmar upplýsingar um ástæðu ferðarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða ferð í boði bandaríska sendiráðsins. Flogið var með tveimur Grumman C2 Grayhound flutningavélum frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan eitt í dag. Það er athyglisvert í ljósi þess að Reykjavíkurborg hefur bannað allt herflug um Reykjavíkurflugvöll, síðast á flugsýningu í byrjun september. Um er að ræða flota herskipa með flugmóðurskipið USS Harry S. Truman í broddi fylkingar sem er á ferð um Norður-Atlantshaf. Nánar má lesa um skipið og NATO verkefni þess, sem aðallega tengjast samskiptum við Evrópu og Afríku, á vefsíðu bandaríska sjóhersins. Fréttastofa getur staðfest að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar, Smári McCarthy þingmaður Pírata, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar, Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins eru á meðal þingmanna um borð í flugmóðurskipi. Flugvélarnar tvær, sem Íslendingarnar flugu með frá Reykjavíkurflugvelli í dag, eru væntanlegar aftur síðdegis. Njáll Trausti birti mynd af annarri flutningavélinni á Facebook í dag. „Farkostur dagsins“ segir Njáll Trausti en frekari skýringar fylgja ekki.Farkostur dagsins. Posted by Njáll Trausti Friðbertsson on Wednesday, September 19, 2018Uppfært klukkan 16:20Þær upplýsingar fengust frá utanríkisráðuneytinu eftir birtingu fréttarinnar að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra væri sömuleiðis með í för ásamt starfsfólki varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Að neðan má sjá myndband af flugmóðurskipinu. Alþingi Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Utanríkisráðherra og nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í flugmóðurskipinu USS Harry S. Truman suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. Ekki var greint frá ferðinni opinberlega fyrirfram og erfitt að fá nákvæmar upplýsingar um ástæðu ferðarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða ferð í boði bandaríska sendiráðsins. Flogið var með tveimur Grumman C2 Grayhound flutningavélum frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan eitt í dag. Það er athyglisvert í ljósi þess að Reykjavíkurborg hefur bannað allt herflug um Reykjavíkurflugvöll, síðast á flugsýningu í byrjun september. Um er að ræða flota herskipa með flugmóðurskipið USS Harry S. Truman í broddi fylkingar sem er á ferð um Norður-Atlantshaf. Nánar má lesa um skipið og NATO verkefni þess, sem aðallega tengjast samskiptum við Evrópu og Afríku, á vefsíðu bandaríska sjóhersins. Fréttastofa getur staðfest að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar, Smári McCarthy þingmaður Pírata, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar, Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins eru á meðal þingmanna um borð í flugmóðurskipi. Flugvélarnar tvær, sem Íslendingarnar flugu með frá Reykjavíkurflugvelli í dag, eru væntanlegar aftur síðdegis. Njáll Trausti birti mynd af annarri flutningavélinni á Facebook í dag. „Farkostur dagsins“ segir Njáll Trausti en frekari skýringar fylgja ekki.Farkostur dagsins. Posted by Njáll Trausti Friðbertsson on Wednesday, September 19, 2018Uppfært klukkan 16:20Þær upplýsingar fengust frá utanríkisráðuneytinu eftir birtingu fréttarinnar að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra væri sömuleiðis með í för ásamt starfsfólki varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Að neðan má sjá myndband af flugmóðurskipinu.
Alþingi Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira