Spennandi hugsun að geta tryggt sætið Hjörvar Ólafsson skrifar 1. september 2018 08:15 Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er gríðarlega spennt fyrir leikinn. Vísir Rétt fyrir klukkan 15.00 í dag mun Sara Björk Gunnarsdóttir leiða lið sitt inn á fullan Laugardalsvöll þar sem andstæðingarnir verða Þjóðverjar. Leikurinn er liður í undankeppni HM 2019 í knattspyrnu kvenna, en þegar tveir leikir eru eftir er Ísland á toppi riðilsins með eins stigs forskot á þýska liðið. Liðið sem hafnar í efsta sæti fer beint í lokakeppnina og annað sætið gæti veitt þátttökurétt í umspili. Af þeim sökum er mikið í húfi. „Það er mikil spenna hjá leikmönnum liðsins fyrir leiknum og mér finnst einbeitingin og líkamlegt og andlegt ástand vera í fullkomnu standi. Það hefur verið ró yfir mannskapnum í undirbúningnum og leikmenn hlakkar til leiksins frekar en að vera stressaðir fyrir honum. Við gerum okkur klárlega grein fyrir því að þetta verður erfður leikur, en við förum í hann til þess að ná í stigin þrjú og tryggja sætið í lokakeppni HM,“ sagði Sara Björk á blaðamannafundi sem haldinn var í gær. „Ég er búin að ná mér að fullu af þeim meiðslum sem ég varð fyrir síðastliðið vor og ég er fullkomlega klár í slaginn. Ég hef æft einkar vel í sumar og undirbúningstímabil í Þýskalandi eru þannig að leikmenn komast í gott hlaupaform. Þar af leiðandi er ég reiðubúin í að leika heilan leik á þessu getustigi á fullu tempói. Aðrir leikmenn liðsins eru einnig í góðu formi og við munum leggja allt sem við eigum í leikinn,“ sagði hún um stöðuna á sér og samherjum sínum. „Það verður gaman að etja kappi við samherja mína hjá Wolfsburg, en þessi leikur hefur ekki verið mikið ræddur í aðdraganda leiksins. Það var ekki mikil stemming hjá þeim fyrir því að ræða fyrri leikinn og að þessu sinni er þegjandi samkomulag um að láta bara verkin tala inni á vellinum. Það kitlar mjög að fara með sigur af hólmi, tryggja farseðilinn til Frakklands og skilja þær eftir. Vonandi gengur það eftir og ég held áfram að hafa montréttinn,“ sagði miðvallarleikmaðurinn öflugi um andstæðinga dagsins. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hef fulla trú á að þeim takist ætlunarverk sitt Katrín Jónsdóttir hefur verið óvinnufær í vikunni sökum spennu fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Þýskalandi sem fram á Laugardalsvellinum í dag. 1. september 2018 07:45 Stefnum á að klára þetta með sigri í dag Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, segir dagsskipunina að fara með sigur af hólmi og geirnegla sætið í lokakeppni HM. Freyr segir leikmenn sína hafa góða reynslu af stórum verkefnum og höndli þá pressu sem hvílir á liðinu. 1. september 2018 07:45 Höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar Sigur á Þýskalandi í dag kemur kvennalandsliðinu á HM. Í samtali við Fréttablaðið ræða Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir um leikinn, skrefin sem KSÍ hefur tekið í jafnréttisbaráttunni og hættuna á að missa tengslin við fótboltann þegar skórnir fara á hilluna. 1. september 2018 07:15 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Sjá meira
Rétt fyrir klukkan 15.00 í dag mun Sara Björk Gunnarsdóttir leiða lið sitt inn á fullan Laugardalsvöll þar sem andstæðingarnir verða Þjóðverjar. Leikurinn er liður í undankeppni HM 2019 í knattspyrnu kvenna, en þegar tveir leikir eru eftir er Ísland á toppi riðilsins með eins stigs forskot á þýska liðið. Liðið sem hafnar í efsta sæti fer beint í lokakeppnina og annað sætið gæti veitt þátttökurétt í umspili. Af þeim sökum er mikið í húfi. „Það er mikil spenna hjá leikmönnum liðsins fyrir leiknum og mér finnst einbeitingin og líkamlegt og andlegt ástand vera í fullkomnu standi. Það hefur verið ró yfir mannskapnum í undirbúningnum og leikmenn hlakkar til leiksins frekar en að vera stressaðir fyrir honum. Við gerum okkur klárlega grein fyrir því að þetta verður erfður leikur, en við förum í hann til þess að ná í stigin þrjú og tryggja sætið í lokakeppni HM,“ sagði Sara Björk á blaðamannafundi sem haldinn var í gær. „Ég er búin að ná mér að fullu af þeim meiðslum sem ég varð fyrir síðastliðið vor og ég er fullkomlega klár í slaginn. Ég hef æft einkar vel í sumar og undirbúningstímabil í Þýskalandi eru þannig að leikmenn komast í gott hlaupaform. Þar af leiðandi er ég reiðubúin í að leika heilan leik á þessu getustigi á fullu tempói. Aðrir leikmenn liðsins eru einnig í góðu formi og við munum leggja allt sem við eigum í leikinn,“ sagði hún um stöðuna á sér og samherjum sínum. „Það verður gaman að etja kappi við samherja mína hjá Wolfsburg, en þessi leikur hefur ekki verið mikið ræddur í aðdraganda leiksins. Það var ekki mikil stemming hjá þeim fyrir því að ræða fyrri leikinn og að þessu sinni er þegjandi samkomulag um að láta bara verkin tala inni á vellinum. Það kitlar mjög að fara með sigur af hólmi, tryggja farseðilinn til Frakklands og skilja þær eftir. Vonandi gengur það eftir og ég held áfram að hafa montréttinn,“ sagði miðvallarleikmaðurinn öflugi um andstæðinga dagsins.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hef fulla trú á að þeim takist ætlunarverk sitt Katrín Jónsdóttir hefur verið óvinnufær í vikunni sökum spennu fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Þýskalandi sem fram á Laugardalsvellinum í dag. 1. september 2018 07:45 Stefnum á að klára þetta með sigri í dag Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, segir dagsskipunina að fara með sigur af hólmi og geirnegla sætið í lokakeppni HM. Freyr segir leikmenn sína hafa góða reynslu af stórum verkefnum og höndli þá pressu sem hvílir á liðinu. 1. september 2018 07:45 Höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar Sigur á Þýskalandi í dag kemur kvennalandsliðinu á HM. Í samtali við Fréttablaðið ræða Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir um leikinn, skrefin sem KSÍ hefur tekið í jafnréttisbaráttunni og hættuna á að missa tengslin við fótboltann þegar skórnir fara á hilluna. 1. september 2018 07:15 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Sjá meira
Hef fulla trú á að þeim takist ætlunarverk sitt Katrín Jónsdóttir hefur verið óvinnufær í vikunni sökum spennu fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Þýskalandi sem fram á Laugardalsvellinum í dag. 1. september 2018 07:45
Stefnum á að klára þetta með sigri í dag Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, segir dagsskipunina að fara með sigur af hólmi og geirnegla sætið í lokakeppni HM. Freyr segir leikmenn sína hafa góða reynslu af stórum verkefnum og höndli þá pressu sem hvílir á liðinu. 1. september 2018 07:45
Höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar Sigur á Þýskalandi í dag kemur kvennalandsliðinu á HM. Í samtali við Fréttablaðið ræða Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir um leikinn, skrefin sem KSÍ hefur tekið í jafnréttisbaráttunni og hættuna á að missa tengslin við fótboltann þegar skórnir fara á hilluna. 1. september 2018 07:15