Skrikaði fótur og flaut langt niður með ánni Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2018 10:08 Frá vettvangi slyssins í Steinsholtsá í gær. Vísir Konan sem lést í slysinu í Steinsholtsá við Þórsmörk í gær flaut um 650 metra niður eftir ánni áður en björgunarmenn náðu henni á land. Tildrög slyssins eru enn óljós. Líðan eiginmanns konunnar, sem einnig lenti í slysinu, er góð eftir atvikum. Tekin verður skýrsla af honum síðar í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi eru hjónin bandarísk. Þau voru á ferð um svæðið þegar bíll sem þau óku stöðvaði í Steinsholtsá. Töluvert vatn var í ánni. Konan var flutt með þyrlu á Landspítalann og var úrskurðuð látin við komuna þangað.Skýrsla tekin af manninum síðar í dag Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að rannsókn slyssins miði ágætlega. Skýrslur hafa verið teknar af fólki sem var á svæðinu í gær og kom að slysinu. Sveinn segir líðan mannsins góða eftir atvikum en skýrsla verður tekin af honum síðar í dag. „Hann var kaldur og blautur en óslasaður. Sú heilsa er ágæt, en andleg heilsa væntanlega ekki,“ segir Sveinn. Sveinn segir tildrög slyssins ekki fullkomlega ljós. „Það sem við teljum líklegast er að bíllinn hafi stoppað úti í miðri á og þau reynt að komast í land. Hún missir væntanlega fótanna í ánni og dettur, það er líklegasta skýringin.“Slysið varð í Steinsholtsá á Þórsmerkurleið.Landakort ehfDánarorsök óljós Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi flaut konan um 650 metra niður eftir ánni áður en björgunarmenn náðu henni á land. Ekki er vitað um dánarorsök konunnar og segir Sveinn að einhverjir dagar séu í að nokkuð verði ljóst í þeim efnum. Hjónin eru bandarísk en ekki hafa fengist upplýsingar um aldur þeirra. Eins og áður sagði voru aðstæðar við ána erfiðar. Sveinn gat ekki sagt til um það hvort fólkið hefði þverað ána á ómerktum stað eða bannsvæði. Þá hafa fleiri bílar fests í ánni á þessum slóðum undanfarin misseri. „Jökulá er náttúrulega síbreytileg. Fyrir þá sem ekki þekkja til getur verið flókið að fara yfir hana, sérstaklega núna þegar mikið vatn er í ánni eftir miklar rigningar síðustu daga,“ segir Sveinn. Lögreglumál Tengdar fréttir Banaslys í Steinsholtsá Kona sem flutt var á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt slys í Steinsholtsá við Þórsmörk fyrr í dag er látin. 31. ágúst 2018 17:58 Alvarlegt slys þegar bíll fór í Steinsholtsá Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins. 31. ágúst 2018 16:30 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
Konan sem lést í slysinu í Steinsholtsá við Þórsmörk í gær flaut um 650 metra niður eftir ánni áður en björgunarmenn náðu henni á land. Tildrög slyssins eru enn óljós. Líðan eiginmanns konunnar, sem einnig lenti í slysinu, er góð eftir atvikum. Tekin verður skýrsla af honum síðar í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi eru hjónin bandarísk. Þau voru á ferð um svæðið þegar bíll sem þau óku stöðvaði í Steinsholtsá. Töluvert vatn var í ánni. Konan var flutt með þyrlu á Landspítalann og var úrskurðuð látin við komuna þangað.Skýrsla tekin af manninum síðar í dag Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að rannsókn slyssins miði ágætlega. Skýrslur hafa verið teknar af fólki sem var á svæðinu í gær og kom að slysinu. Sveinn segir líðan mannsins góða eftir atvikum en skýrsla verður tekin af honum síðar í dag. „Hann var kaldur og blautur en óslasaður. Sú heilsa er ágæt, en andleg heilsa væntanlega ekki,“ segir Sveinn. Sveinn segir tildrög slyssins ekki fullkomlega ljós. „Það sem við teljum líklegast er að bíllinn hafi stoppað úti í miðri á og þau reynt að komast í land. Hún missir væntanlega fótanna í ánni og dettur, það er líklegasta skýringin.“Slysið varð í Steinsholtsá á Þórsmerkurleið.Landakort ehfDánarorsök óljós Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi flaut konan um 650 metra niður eftir ánni áður en björgunarmenn náðu henni á land. Ekki er vitað um dánarorsök konunnar og segir Sveinn að einhverjir dagar séu í að nokkuð verði ljóst í þeim efnum. Hjónin eru bandarísk en ekki hafa fengist upplýsingar um aldur þeirra. Eins og áður sagði voru aðstæðar við ána erfiðar. Sveinn gat ekki sagt til um það hvort fólkið hefði þverað ána á ómerktum stað eða bannsvæði. Þá hafa fleiri bílar fests í ánni á þessum slóðum undanfarin misseri. „Jökulá er náttúrulega síbreytileg. Fyrir þá sem ekki þekkja til getur verið flókið að fara yfir hana, sérstaklega núna þegar mikið vatn er í ánni eftir miklar rigningar síðustu daga,“ segir Sveinn.
Lögreglumál Tengdar fréttir Banaslys í Steinsholtsá Kona sem flutt var á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt slys í Steinsholtsá við Þórsmörk fyrr í dag er látin. 31. ágúst 2018 17:58 Alvarlegt slys þegar bíll fór í Steinsholtsá Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins. 31. ágúst 2018 16:30 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
Banaslys í Steinsholtsá Kona sem flutt var á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt slys í Steinsholtsá við Þórsmörk fyrr í dag er látin. 31. ágúst 2018 17:58
Alvarlegt slys þegar bíll fór í Steinsholtsá Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins. 31. ágúst 2018 16:30