Fangelsisvist vegna svindls í keppnisflugi bréfdúfna Andri Eysteinsson skrifar 1. september 2018 21:25 Bréfdúfur ná miklum hraða og hafa mikið úthald. Svo eru þær líka mjög ratvísar. Vísir/EPA Kappflug bréfdúfna er aldagömul íþrótt sem ekki er fyrirferðamikil í miðlum í dag. Þó eru enn haldnar stórar keppnir um heim allan og þá sérstaklega í Kína. Kappflug fer þannig fram að keppnisdúfunum er ekið mörg hundruð kílómetra frá heimili sínu og er svo sleppt, fyrsta dúfan til að fljúga inn í búrið sitt vinnur. Keppnisdúfur ná miklum hraða og hafa mikið úthald, algengt er að dúfur fljúgi á yfir 100km/h klukkutímana í senn. Erfitt hefur því verið að svindla í keppnum sem þessum. Verðlaunafé upp á 17 milljónir króna. En með hjálp nýrra háhraðalesta í Kína tókst tveimur félögum að svindla í stærstu bréfdúfukeppninni í Shanghai árið 2017 þar sem verðlaunaféð er um 17 milljónir króna. New York Times greinir frá. Reglur í keppinni voru á þann veg að dúfurnar þurftu að hafa verið í búri í Shanghai þar til þær urðu eins árs gamlar. Eftir þann tíma var farið með dúfurnar til borgarinnar Shangqui, 650km í beinni loftlínu frá Shanghai. Þaðan er þeim sleppt og þar sem bréfdúfur eru ratvísar með eindæmum leita þær heim. Mennirnir tveir höfðu þó alið dúfur sínar upp í laumi bæði í Shanghai og í Shangqui, því vildu dúfurnar leita í heimili sitt í báðum borgum.Komst upp vegna of mikillar metbætingar. Dúfunum var sleppt og á meðan aðrar leituðu beinustu leið til Shanghai flugu dúfur mannanna í búr í Shangqui þar sem mennirnir biðu og fóru rakleitt í háhraðalestina. Lest sem þessi nær allt að 320 km/h og tekur ferðalagið milli borganna um þrjá og hálfan klukkutíma. Algengast er að fyrstu dúfur komi í mark um átta klukkustundum eftir að þeim er sleppt. Mennirnir virðast hafa sleppt dúfunum of snemma því um leið og keppni var lokið komu upp grunsemdir um að brögð væru í tafli, enda hefðu dúfurnar bætt keppnismetið töluvert. Mennirnir ákváðu að sækja ekki verðlaunaféð og losuðu sig við dúfurnar í von um að þeim yrði ekki refsað. Þeir voru þó handteknir og hafa nú verið dæmdir til þriggja ára fangelsisvistar. Hefðu þeir sótt verðlaunaféð hefði mátt búast við að þeir félagar hefðu fengið mun lengri fangelsisvist. Dýr Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Kappflug bréfdúfna er aldagömul íþrótt sem ekki er fyrirferðamikil í miðlum í dag. Þó eru enn haldnar stórar keppnir um heim allan og þá sérstaklega í Kína. Kappflug fer þannig fram að keppnisdúfunum er ekið mörg hundruð kílómetra frá heimili sínu og er svo sleppt, fyrsta dúfan til að fljúga inn í búrið sitt vinnur. Keppnisdúfur ná miklum hraða og hafa mikið úthald, algengt er að dúfur fljúgi á yfir 100km/h klukkutímana í senn. Erfitt hefur því verið að svindla í keppnum sem þessum. Verðlaunafé upp á 17 milljónir króna. En með hjálp nýrra háhraðalesta í Kína tókst tveimur félögum að svindla í stærstu bréfdúfukeppninni í Shanghai árið 2017 þar sem verðlaunaféð er um 17 milljónir króna. New York Times greinir frá. Reglur í keppinni voru á þann veg að dúfurnar þurftu að hafa verið í búri í Shanghai þar til þær urðu eins árs gamlar. Eftir þann tíma var farið með dúfurnar til borgarinnar Shangqui, 650km í beinni loftlínu frá Shanghai. Þaðan er þeim sleppt og þar sem bréfdúfur eru ratvísar með eindæmum leita þær heim. Mennirnir tveir höfðu þó alið dúfur sínar upp í laumi bæði í Shanghai og í Shangqui, því vildu dúfurnar leita í heimili sitt í báðum borgum.Komst upp vegna of mikillar metbætingar. Dúfunum var sleppt og á meðan aðrar leituðu beinustu leið til Shanghai flugu dúfur mannanna í búr í Shangqui þar sem mennirnir biðu og fóru rakleitt í háhraðalestina. Lest sem þessi nær allt að 320 km/h og tekur ferðalagið milli borganna um þrjá og hálfan klukkutíma. Algengast er að fyrstu dúfur komi í mark um átta klukkustundum eftir að þeim er sleppt. Mennirnir virðast hafa sleppt dúfunum of snemma því um leið og keppni var lokið komu upp grunsemdir um að brögð væru í tafli, enda hefðu dúfurnar bætt keppnismetið töluvert. Mennirnir ákváðu að sækja ekki verðlaunaféð og losuðu sig við dúfurnar í von um að þeim yrði ekki refsað. Þeir voru þó handteknir og hafa nú verið dæmdir til þriggja ára fangelsisvistar. Hefðu þeir sótt verðlaunaféð hefði mátt búast við að þeir félagar hefðu fengið mun lengri fangelsisvist.
Dýr Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira