Öryggi sjúkraflutningamanna ógnað þegar lögregla kemst ekki á staðinn sökum manneklu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. september 2018 18:30 Sjúkraflutningamenn á Vesturlandi telja öryggi sitt ekki tryggt í þeim tilfellum þegar lögregla kemst ekki á staðinn í útkall, þegar þeir eru uppteknir í öðru útkalli. Dæmi eru um að sjúkraflutningamenn séu beðnir um að taka niður upplýsingar og ljósmynda vettvang vegna manneklu hjá lögreglunni. Fréttastofan hefur greint ítarlega frá manneklunni í lögreglunni, en eins og fram kom í upphafi vikunnar sagði formaður Landssambands lögreglumanna ástandið síst betra á landsbyggðinni miðað við höfuðborgarsvæðið. Fréttastofan hefur upplýsingar um að í nýlegu alvarlegu líkamsárásarmáli hafi sjúkraflutningamenn þurft að fara einir inn á vettvang, án aðstoðar lögreglu, á meðan árásarmaðurinn var enn til staðar. Á meðan voru lögreglumenn uppteknir í öðru máli inni á sjúkrahúsinu á Akranesi, örskammt frá. Samkvæmt heimildum fréttastofu óskuðu sjúkraflutningamenn eftir skjótri aðstoð lögreglu þar sem vitað var að maður væri í lífshættu í íbúðinni. Sökum þess að lögreglumenn á Akranesi voru uppteknir var aðstoð send frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit embættis ríkislögreglustjóra.Í hádegisfréttum Bylgjunnar á fimmtudag sagði Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, að ekki væri hægt að senda lögregluþjóna í öll útköll og að mörg minniháttar mál séu leyst í gegnum síma. Yfirmaður sjúkraflutninga segir sjúkraflutningamenn ekki getað stólað á aðstoð frá lögreglu.Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands telur öryggi sjúkraflutningamanna ógnað þegar lögregla kemst ekki á staðinnVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Já, það kemur fyrir en á stærstu stöðunum eins og Akranesi og Borgarnesi þá er þetta nú í nokkuð góðu lagi en á fámennari stöðum eins og í Búðardal, sem að nær nú yfir mjög stórt svæði, alveg austur á Barðaströnd og suður í Borgarnes, þar kemur það iðulega fyrir í erfiðum málum að það kemur ekki lögregla og sjúkraflutningamenn þurfa að taka upplýsingar og jafnvel myndir fyrir lögreglu að beiðni lögreglu," segir Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Starfstöðvar sjúkraflutningamanna hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands eru átta. Lengst er fyrir lögreglu að koma til aðstoðar frá Blönduósi til Hvammstanga og Borgarnesi í Búðardal. Gísli segir öryggi sjúkraflutningamanna ekki alltaf tryggt í erfiðum málum sem þeir sinna. „Í árásarmálum og því um líkum erfiðum málum þá er það mjög erfitt að eiga ekki vona á lögreglu til þess að skakka leikinn áður en sjúkraflutningamenn þurfa að fara vinna vinnuna sína,” segir Gísli.Finnst ykkur öryggi ógnað með stöðunni eins og hún er?„Já, þar sem að menn vita að það er einhver klukkutími í að lögregla komi á staðinn," segir Gísli. Lögreglumál Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00 Leysa mál í gegnum síma vegna manneklu Mannekla hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi hefur óneitanlega bitnað á störfum embættisins, að sögn yfirlögregluþjóns. 30. ágúst 2018 12:30 Reiði meðal lögreglumanna Formaður Landssambands lögreglumanna segir dæmi um að hverfi í Reykjavík eða sveitarfélög á landinu séu eftirlitslaus komi upp tímafrek eða stærri útköll. 26. ágúst 2018 18:30 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Sjá meira
Sjúkraflutningamenn á Vesturlandi telja öryggi sitt ekki tryggt í þeim tilfellum þegar lögregla kemst ekki á staðinn í útkall, þegar þeir eru uppteknir í öðru útkalli. Dæmi eru um að sjúkraflutningamenn séu beðnir um að taka niður upplýsingar og ljósmynda vettvang vegna manneklu hjá lögreglunni. Fréttastofan hefur greint ítarlega frá manneklunni í lögreglunni, en eins og fram kom í upphafi vikunnar sagði formaður Landssambands lögreglumanna ástandið síst betra á landsbyggðinni miðað við höfuðborgarsvæðið. Fréttastofan hefur upplýsingar um að í nýlegu alvarlegu líkamsárásarmáli hafi sjúkraflutningamenn þurft að fara einir inn á vettvang, án aðstoðar lögreglu, á meðan árásarmaðurinn var enn til staðar. Á meðan voru lögreglumenn uppteknir í öðru máli inni á sjúkrahúsinu á Akranesi, örskammt frá. Samkvæmt heimildum fréttastofu óskuðu sjúkraflutningamenn eftir skjótri aðstoð lögreglu þar sem vitað var að maður væri í lífshættu í íbúðinni. Sökum þess að lögreglumenn á Akranesi voru uppteknir var aðstoð send frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit embættis ríkislögreglustjóra.Í hádegisfréttum Bylgjunnar á fimmtudag sagði Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, að ekki væri hægt að senda lögregluþjóna í öll útköll og að mörg minniháttar mál séu leyst í gegnum síma. Yfirmaður sjúkraflutninga segir sjúkraflutningamenn ekki getað stólað á aðstoð frá lögreglu.Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands telur öryggi sjúkraflutningamanna ógnað þegar lögregla kemst ekki á staðinnVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Já, það kemur fyrir en á stærstu stöðunum eins og Akranesi og Borgarnesi þá er þetta nú í nokkuð góðu lagi en á fámennari stöðum eins og í Búðardal, sem að nær nú yfir mjög stórt svæði, alveg austur á Barðaströnd og suður í Borgarnes, þar kemur það iðulega fyrir í erfiðum málum að það kemur ekki lögregla og sjúkraflutningamenn þurfa að taka upplýsingar og jafnvel myndir fyrir lögreglu að beiðni lögreglu," segir Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Starfstöðvar sjúkraflutningamanna hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands eru átta. Lengst er fyrir lögreglu að koma til aðstoðar frá Blönduósi til Hvammstanga og Borgarnesi í Búðardal. Gísli segir öryggi sjúkraflutningamanna ekki alltaf tryggt í erfiðum málum sem þeir sinna. „Í árásarmálum og því um líkum erfiðum málum þá er það mjög erfitt að eiga ekki vona á lögreglu til þess að skakka leikinn áður en sjúkraflutningamenn þurfa að fara vinna vinnuna sína,” segir Gísli.Finnst ykkur öryggi ógnað með stöðunni eins og hún er?„Já, þar sem að menn vita að það er einhver klukkutími í að lögregla komi á staðinn," segir Gísli.
Lögreglumál Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00 Leysa mál í gegnum síma vegna manneklu Mannekla hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi hefur óneitanlega bitnað á störfum embættisins, að sögn yfirlögregluþjóns. 30. ágúst 2018 12:30 Reiði meðal lögreglumanna Formaður Landssambands lögreglumanna segir dæmi um að hverfi í Reykjavík eða sveitarfélög á landinu séu eftirlitslaus komi upp tímafrek eða stærri útköll. 26. ágúst 2018 18:30 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Sjá meira
Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00
Leysa mál í gegnum síma vegna manneklu Mannekla hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi hefur óneitanlega bitnað á störfum embættisins, að sögn yfirlögregluþjóns. 30. ágúst 2018 12:30
Reiði meðal lögreglumanna Formaður Landssambands lögreglumanna segir dæmi um að hverfi í Reykjavík eða sveitarfélög á landinu séu eftirlitslaus komi upp tímafrek eða stærri útköll. 26. ágúst 2018 18:30
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent