Körfubolti

Körfuboltalandsliðið 20 stigum undir í hálfleik en vann samt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Craig stýrir íslensku skútunni.
Craig stýrir íslensku skútunni. vísir/ernir
Íslenska landsliðið í körfubolta vann tveggja stiga sigur, 71-69, á Noregi í vináttulandsleik en leikið var í Bergen í kvöld.

Liðin mætast aftur á morgun en í íslenska liðinu voru einungis þeir leikmenn sem spila með íslenskum liðum voru gjaldgengir í þennan landsliðsglugga.

Noregur var 45-25 yfir í hálfleik en íslensku strákarnir unnu seinni hálfleik 46-24 og þar með leikinn 71-69.

Ólafur Ólafsson skoraði 19 stig og var valinn maður leiksins. Haukur Óskarsson næststigahæstur í fyrsta landsleiknum sínum með 13 stig en hann skaut 14 sinnum á þeim 15 mínútum sem hann spilaði.

Fimm leikmenn voru að spila sinn fyrsta landsleik í þessum leik í Bergen.

Collin Pryor með 10 stig í fyrsta landsleiknum og Danero Thomas skoraði 8 stig. Mikill munur var þó á framlagi þeirra, Pryor var með +18 en -1 hjá Danero.

Alla tölfræðina úr leiknum má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×