Heilbrigðiseftirlitið mælir hávaða frá rútumiðstöð í Skógarhlíð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. september 2018 08:00 Búnaðurinn sem mæla á hávaða í Skógarhlíð. fréttablaðið/ernir „Staðsetningin er dálítið skrítin en ég vænti þess að þetta sé bara byrjunin,“ segir Stefán Pálsson, formaður Húsfélagsins í Eskihlíð 10 og 10a. Á fimmtudag í síðustu viku setti heilbrigðiseftirlitið upp hljóðmæli við göngustíg ofan við blokkina. Íbúar í Eskihlíðarblokkinni hafa í sumar mótmælt rekstri samgöngumiðstöðvar rútufyrirtækja handan við götuna í Skógarhlíð 10. Kvarta þeir sérstaklega undan hávaða á nóttu sem degi frá rútuumferðinni. Stefán segir íbúana hafa leitað til „allra og ömmu“ þeirra innan borgarkerfisins en lítið orðið ágengt. Málið hafi verið í vinnslu hjá heilbrigðiseftirlitinu. „Í nýlegri reglugerð er meðal annars gerð krafa um að samgöngumiðstöðvar trufli ekki næsta nágrenni – sem þetta gerir óneitanlega,“ segir Stefán. Nú er hljóðmælir kominn upp. „Til að mæla hljóðið þætti mér eðlilegra að mælt yrði í íbúðunum – sérstaklega þar sem eru svefnherbergi á efri hæðum sem vísa beint út að þessu,“ segir húsfélagsformaðurinn. Málinu sé alls ekki lokið. „Þrátt fyrir loforð í blábyrjun um að rútur yrðu ekki látnar lulla í lausagangi meira en þyrfti og að þetta yrði hannað þannig að lítið þyrfti að bakka með tilheyrandi bílhljóðum þá hefur slaknað á þessu öllu. Og hvernig verður þetta þá í vetur þegar kólnar í veðri? Það þarf enginn að segja mér annað en að rúturnar verði þá samfleytt í gangi.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Rútufélög í Skógarhlíð fá frest til að andmæla Heilbrigðiseftirlitið segir ekki starfsleyfi fyrir rútumiðstöð í Skógarhlíð og hefur bent viðkomandi á það. Skoðað er hvort framkvæmt hafi verið í óleyfi á bílaplaninu. Reksturinn verður ekki stöðvaður nema vegna „brýnna hagsmuna.“ 27. júní 2018 06:00 Á háa c-i yfir rútum í bakgarði Íbúar í Eskihlíð eru ósáttir við nýja rútumiðstöð í nágrenninu. Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af umferð. Ekki hafi verið svarað hvort leyfi þurfi. Framkvæmdastjóri Airport Direct telur svo ekki vera en er óviss. 12. júní 2018 07:00 Rútumiðstöð ekki í bága við skipulag Samgöngumiðstöð rútufyrirtækja við Skógarhlíð 10 stangast ekki á við skipulag. 21. júní 2018 06:00 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira
„Staðsetningin er dálítið skrítin en ég vænti þess að þetta sé bara byrjunin,“ segir Stefán Pálsson, formaður Húsfélagsins í Eskihlíð 10 og 10a. Á fimmtudag í síðustu viku setti heilbrigðiseftirlitið upp hljóðmæli við göngustíg ofan við blokkina. Íbúar í Eskihlíðarblokkinni hafa í sumar mótmælt rekstri samgöngumiðstöðvar rútufyrirtækja handan við götuna í Skógarhlíð 10. Kvarta þeir sérstaklega undan hávaða á nóttu sem degi frá rútuumferðinni. Stefán segir íbúana hafa leitað til „allra og ömmu“ þeirra innan borgarkerfisins en lítið orðið ágengt. Málið hafi verið í vinnslu hjá heilbrigðiseftirlitinu. „Í nýlegri reglugerð er meðal annars gerð krafa um að samgöngumiðstöðvar trufli ekki næsta nágrenni – sem þetta gerir óneitanlega,“ segir Stefán. Nú er hljóðmælir kominn upp. „Til að mæla hljóðið þætti mér eðlilegra að mælt yrði í íbúðunum – sérstaklega þar sem eru svefnherbergi á efri hæðum sem vísa beint út að þessu,“ segir húsfélagsformaðurinn. Málinu sé alls ekki lokið. „Þrátt fyrir loforð í blábyrjun um að rútur yrðu ekki látnar lulla í lausagangi meira en þyrfti og að þetta yrði hannað þannig að lítið þyrfti að bakka með tilheyrandi bílhljóðum þá hefur slaknað á þessu öllu. Og hvernig verður þetta þá í vetur þegar kólnar í veðri? Það þarf enginn að segja mér annað en að rúturnar verði þá samfleytt í gangi.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Rútufélög í Skógarhlíð fá frest til að andmæla Heilbrigðiseftirlitið segir ekki starfsleyfi fyrir rútumiðstöð í Skógarhlíð og hefur bent viðkomandi á það. Skoðað er hvort framkvæmt hafi verið í óleyfi á bílaplaninu. Reksturinn verður ekki stöðvaður nema vegna „brýnna hagsmuna.“ 27. júní 2018 06:00 Á háa c-i yfir rútum í bakgarði Íbúar í Eskihlíð eru ósáttir við nýja rútumiðstöð í nágrenninu. Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af umferð. Ekki hafi verið svarað hvort leyfi þurfi. Framkvæmdastjóri Airport Direct telur svo ekki vera en er óviss. 12. júní 2018 07:00 Rútumiðstöð ekki í bága við skipulag Samgöngumiðstöð rútufyrirtækja við Skógarhlíð 10 stangast ekki á við skipulag. 21. júní 2018 06:00 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira
Rútufélög í Skógarhlíð fá frest til að andmæla Heilbrigðiseftirlitið segir ekki starfsleyfi fyrir rútumiðstöð í Skógarhlíð og hefur bent viðkomandi á það. Skoðað er hvort framkvæmt hafi verið í óleyfi á bílaplaninu. Reksturinn verður ekki stöðvaður nema vegna „brýnna hagsmuna.“ 27. júní 2018 06:00
Á háa c-i yfir rútum í bakgarði Íbúar í Eskihlíð eru ósáttir við nýja rútumiðstöð í nágrenninu. Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af umferð. Ekki hafi verið svarað hvort leyfi þurfi. Framkvæmdastjóri Airport Direct telur svo ekki vera en er óviss. 12. júní 2018 07:00
Rútumiðstöð ekki í bága við skipulag Samgöngumiðstöð rútufyrirtækja við Skógarhlíð 10 stangast ekki á við skipulag. 21. júní 2018 06:00