Draga breytingar á Skype til baka eftir megna óánægju Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. september 2018 14:25 Hér ber að líta nýtt viðmót Skype. Skype Tæknirisinn Microsoft hefur tilkynnt að fjöldi breytinga sem gerðar voru á samskiptaforritinu Skype verði afturkallaðar. Skype fékk algjöra yfirhalningu í júní í fyrra og augljóst þótti að með breytingunum vildi Microsoft að forritið yrði meira í líkingu við Snapchat. Notendaviðmótinu var umturnað og eiginleikum forritsins fjölgað. Breytingarnar fóru öfugt ofan í notendur Skype sem kvörtuðu sáran yfir því að grunnnotkun forritsins, eins og símhringingar og skilaboðasendingar, varð flóknari en áður. „Það var óþarfi að breyta einhverju sem var ekki bilað,“ eins og haft er eftir einum pirruðum notanda á vef breska ríkisútvarpsins. Reiði notendanna varð meðal annars til þess að einkunn forritsins í smáforritsveitum á borð við App Store og Google Play lækkaði mikið - fór úr 4 stjörnum að meðaltali niður í tæplega 2. Microsoft hefur nú ákveðið að bregðast við gagnrýninni og að sögn Peter Skillman, yfirhönnuðar Skype, verður forritið einfaldað og margar „Snapchat-legar“ breytingar dregnar til baka. Áherslan verði framvegis á símhringingar og skilaboð, sem hafa frá upphafi verið aðalsmerki Skype. Forritið leit dagsins ljós árið 2003 en Microsoft festi kaup á því árið 2011. Það hefur átt í vök að verjast eftir að fleiri samskiptaforrit, á borð við Facebook Messenger og WhatsApp, fóru að bjóða upp á sambærilega þjónustu og Skype. Samskiptaforrit eru gjörn á að herma eftir eiginleikum hvers annars. Sem dæmi má nefna að Instragram, Messenger og Skype hafa öll tekið upp „stories“-eiginleika, sem Snapchat kynnti fyrst til sögunnar.Hér að neðan má sjá myndband sem BBC tók saman um óánægju Skype-notenda. Tækni Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Tæknirisinn Microsoft hefur tilkynnt að fjöldi breytinga sem gerðar voru á samskiptaforritinu Skype verði afturkallaðar. Skype fékk algjöra yfirhalningu í júní í fyrra og augljóst þótti að með breytingunum vildi Microsoft að forritið yrði meira í líkingu við Snapchat. Notendaviðmótinu var umturnað og eiginleikum forritsins fjölgað. Breytingarnar fóru öfugt ofan í notendur Skype sem kvörtuðu sáran yfir því að grunnnotkun forritsins, eins og símhringingar og skilaboðasendingar, varð flóknari en áður. „Það var óþarfi að breyta einhverju sem var ekki bilað,“ eins og haft er eftir einum pirruðum notanda á vef breska ríkisútvarpsins. Reiði notendanna varð meðal annars til þess að einkunn forritsins í smáforritsveitum á borð við App Store og Google Play lækkaði mikið - fór úr 4 stjörnum að meðaltali niður í tæplega 2. Microsoft hefur nú ákveðið að bregðast við gagnrýninni og að sögn Peter Skillman, yfirhönnuðar Skype, verður forritið einfaldað og margar „Snapchat-legar“ breytingar dregnar til baka. Áherslan verði framvegis á símhringingar og skilaboð, sem hafa frá upphafi verið aðalsmerki Skype. Forritið leit dagsins ljós árið 2003 en Microsoft festi kaup á því árið 2011. Það hefur átt í vök að verjast eftir að fleiri samskiptaforrit, á borð við Facebook Messenger og WhatsApp, fóru að bjóða upp á sambærilega þjónustu og Skype. Samskiptaforrit eru gjörn á að herma eftir eiginleikum hvers annars. Sem dæmi má nefna að Instragram, Messenger og Skype hafa öll tekið upp „stories“-eiginleika, sem Snapchat kynnti fyrst til sögunnar.Hér að neðan má sjá myndband sem BBC tók saman um óánægju Skype-notenda.
Tækni Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira