Sagður hafa misst stjórn á sér og hótað að eyða her Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2018 15:43 Vladimir Pútín, forseti Rússlands. Vísir/AP Vladimir Pútín, forseti Rússlands, missti stjórn á skapi sínu í Minsk árið 2015 þar sem hann var að ræða við Petro Poroshenko, forseta Úkraínu. Francois Hollande, fyrrverandi forseti Frakklands, segir Pútín hafa í raun viðurkennt aðild Rússlands að átökunum í austurhluta Úkraínu og hótað að eyða her Úkraínu. Þetta kemur fram í nýrr bók Hollande þar sem hann skrifar meðal annars um forsetatíð sína. „Poroshenko og Pútín hækkuðu róminn stöðugt. Rússneski forsetinn varð svo æstur að hann byrjaði að hóta því að eyða her Úkraínu. Þetta sýndi að rússneskir hermenn væru í austurhluta Úkraínu. Pútín áttaði sig fljótt og náði tökum á skapi sínu,“ segir í bókinni samkvæmt Business Insider.Rússar hafa ávalt þvertekið fyrir að rússneskir hermenn hafi tekið virkan þátt í átökunum í austurhluta Úkraínu, sem blossuðu upp í kjölfar þess að Rússar innlimuðu Krímskaga með hjálp óeinkennisklæddra hermanna, sem Pútín viðurkenndi seinna meir að hefðu verið rússneskir. Rússar hafa verið sakaðir um að styðja meðal annars við bakið á aðskilnaðarsinnum með peningum, vopnum, skriðdrekum og hermönnum. Ríkisstjórn Pútín hefur einungis viðurkennt að rússneskir hermenn hafi notað frítíma sína í að ganga tímabundið til liðs við aðskilnaðarinnanna. Hér má sjá þátt Vice þar sem blaðamenn eltu uppi rússneskan hermann sem birti sjálfu af sér í átökum í Úkraínu.Hollande skrifar að viðræðurnar í Minsk hafi verið undarlegar á köflum þar sem Pútín vildi ekki viðurkenna að tala fyrir hönd aðskilnaðarinnanna. Því hafi hann ávalt orðað mál sitt á þann hátt að hann væri að giska á hvað leiðtogar aðskilnaðarsinnanna vildu. Þá sagði Hollande að Pútín hefði reynt að koma í veg fyrir fyrir vopnahlé á milli fylkinganna um langt skeið. „Klukkan sjö að morgni eftir svefnlausa nótt,“ eins og Holland segir það, komust Pútín og Poroshenko að samkomulagi um vopnahlé. „Allt í einu sagði Pútín að hann þyrfti að ráðfæra sig við leiðtoga aðskilnaðarsinnanna. Þeir væru einnig í Minsk. Hvar nákvæmlega? Á einhverju hóteli eða á næstu skrifstofu? Við sáum þá allavega aldrei,“ skrifar Hollande. Holland Hvíta-Rússland Úkraína Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, missti stjórn á skapi sínu í Minsk árið 2015 þar sem hann var að ræða við Petro Poroshenko, forseta Úkraínu. Francois Hollande, fyrrverandi forseti Frakklands, segir Pútín hafa í raun viðurkennt aðild Rússlands að átökunum í austurhluta Úkraínu og hótað að eyða her Úkraínu. Þetta kemur fram í nýrr bók Hollande þar sem hann skrifar meðal annars um forsetatíð sína. „Poroshenko og Pútín hækkuðu róminn stöðugt. Rússneski forsetinn varð svo æstur að hann byrjaði að hóta því að eyða her Úkraínu. Þetta sýndi að rússneskir hermenn væru í austurhluta Úkraínu. Pútín áttaði sig fljótt og náði tökum á skapi sínu,“ segir í bókinni samkvæmt Business Insider.Rússar hafa ávalt þvertekið fyrir að rússneskir hermenn hafi tekið virkan þátt í átökunum í austurhluta Úkraínu, sem blossuðu upp í kjölfar þess að Rússar innlimuðu Krímskaga með hjálp óeinkennisklæddra hermanna, sem Pútín viðurkenndi seinna meir að hefðu verið rússneskir. Rússar hafa verið sakaðir um að styðja meðal annars við bakið á aðskilnaðarsinnum með peningum, vopnum, skriðdrekum og hermönnum. Ríkisstjórn Pútín hefur einungis viðurkennt að rússneskir hermenn hafi notað frítíma sína í að ganga tímabundið til liðs við aðskilnaðarinnanna. Hér má sjá þátt Vice þar sem blaðamenn eltu uppi rússneskan hermann sem birti sjálfu af sér í átökum í Úkraínu.Hollande skrifar að viðræðurnar í Minsk hafi verið undarlegar á köflum þar sem Pútín vildi ekki viðurkenna að tala fyrir hönd aðskilnaðarinnanna. Því hafi hann ávalt orðað mál sitt á þann hátt að hann væri að giska á hvað leiðtogar aðskilnaðarsinnanna vildu. Þá sagði Hollande að Pútín hefði reynt að koma í veg fyrir fyrir vopnahlé á milli fylkinganna um langt skeið. „Klukkan sjö að morgni eftir svefnlausa nótt,“ eins og Holland segir það, komust Pútín og Poroshenko að samkomulagi um vopnahlé. „Allt í einu sagði Pútín að hann þyrfti að ráðfæra sig við leiðtoga aðskilnaðarsinnanna. Þeir væru einnig í Minsk. Hvar nákvæmlega? Á einhverju hóteli eða á næstu skrifstofu? Við sáum þá allavega aldrei,“ skrifar Hollande.
Holland Hvíta-Rússland Úkraína Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira