Verkalýðsleiðtogar furða sig á vænum hagnaði Samherja Jakob Bjarnar skrifar 3. september 2018 16:03 Sólveig Anna hjá Eflingu rak upp stór augu í dag þegar fréttist af 77 milljarða hagnaði Samherjasamstæðunnar, þá í ljósi orða ráðamanna um takmarkað svigrúm. „Samherji skilaði góðri afkomu á síðasta ári eins og undanfarin ár. Svo góð niðurstaða er ekki sjálfgefin við núverandi aðstæður heldur afrakstur mikillar samvinnu starfsmanna Samherja sem og samstarfsaðila víðsvegar um heiminn. Við gleðjumst að sjálfsögðu yfir því,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja þegar ársuppgjör fyrir árið 2017 var kynnt að loknum aðalfundi.Svo segir í fréttatilkynningu sem Samherji hf birti á vefsíðu sinni í dag. Samanlagðar tekjur dóttur- og samstarfsfélaga í fimmtán löndum innan samstæðu Samherja, námu um 77 milljörðum króna. Þar er jafnframt greint frá því að eigendur Samherja ætli að greiða sér 1220 milljóna arð vegna rekstrarársins 2017. Hagnaðurinn nam 14,4 milljörðum í fyrra og rennur 8,5 prósent hans til hluthafa. Verkalýðsleiðtogar hafa lýst yfir furðu vegna þessa og velta fyrir sér því hvernig þetta megi vera á sama tíma og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir lítið sem ekkert svigrúm til launahækkana á vinnumarkaði. Meðal þeirra er Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.What? Aftur búið að finna svigrúm? Hvað er í gangi eiginlega? segir Sólveig Anna á Facebooksíðu sinni: „Mér finnst margt farið að benda til þess að best sé kannski að fara í svigrúmsmálum að ráðleggingum félaga Jesú sem sagði eins og frægt er orðið: Leitið og þér munuð finna. (Amen).“ Ljóst er að þessar fregnir, af glimrandi gengi Samherja, munu ekki verða til að sljákki í kröfugerð vegna lausra samninga á vinnumarkaði. Það stefnir í harðan vetur á þeim vettvangi en bæði Sólveig Anna hjá Eflingu, Ragnar Þór Ingólfsson hjá VR og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafa öll boðað að verkalýðsfélögin muni í engu slá af kröfum sínum. Og vísa þá til mikilla launahækkana meðal þeirra sem hæst hafa launin og ekki síst ákvörðunar kjararáðs um verulega afturvirka hækkun til þingheims og æðstu ráðamanna hins opinbera. Hörð kjarabarátta ljósmæðra gefur tóninn. Kjaramál Viðskipti Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
„Samherji skilaði góðri afkomu á síðasta ári eins og undanfarin ár. Svo góð niðurstaða er ekki sjálfgefin við núverandi aðstæður heldur afrakstur mikillar samvinnu starfsmanna Samherja sem og samstarfsaðila víðsvegar um heiminn. Við gleðjumst að sjálfsögðu yfir því,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja þegar ársuppgjör fyrir árið 2017 var kynnt að loknum aðalfundi.Svo segir í fréttatilkynningu sem Samherji hf birti á vefsíðu sinni í dag. Samanlagðar tekjur dóttur- og samstarfsfélaga í fimmtán löndum innan samstæðu Samherja, námu um 77 milljörðum króna. Þar er jafnframt greint frá því að eigendur Samherja ætli að greiða sér 1220 milljóna arð vegna rekstrarársins 2017. Hagnaðurinn nam 14,4 milljörðum í fyrra og rennur 8,5 prósent hans til hluthafa. Verkalýðsleiðtogar hafa lýst yfir furðu vegna þessa og velta fyrir sér því hvernig þetta megi vera á sama tíma og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir lítið sem ekkert svigrúm til launahækkana á vinnumarkaði. Meðal þeirra er Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.What? Aftur búið að finna svigrúm? Hvað er í gangi eiginlega? segir Sólveig Anna á Facebooksíðu sinni: „Mér finnst margt farið að benda til þess að best sé kannski að fara í svigrúmsmálum að ráðleggingum félaga Jesú sem sagði eins og frægt er orðið: Leitið og þér munuð finna. (Amen).“ Ljóst er að þessar fregnir, af glimrandi gengi Samherja, munu ekki verða til að sljákki í kröfugerð vegna lausra samninga á vinnumarkaði. Það stefnir í harðan vetur á þeim vettvangi en bæði Sólveig Anna hjá Eflingu, Ragnar Þór Ingólfsson hjá VR og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafa öll boðað að verkalýðsfélögin muni í engu slá af kröfum sínum. Og vísa þá til mikilla launahækkana meðal þeirra sem hæst hafa launin og ekki síst ákvörðunar kjararáðs um verulega afturvirka hækkun til þingheims og æðstu ráðamanna hins opinbera. Hörð kjarabarátta ljósmæðra gefur tóninn.
Kjaramál Viðskipti Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira