Kolbeinn: Búinn að vera heill í nánast átta mánuði Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. september 2018 19:45 Kolbeinn á æfingunni í dag S2 Sport Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur í landsliðshóp Íslands í fótbolta, rúmum tveimur árum frá hans síðasta landsleik. Íslenska landsliðið kom saman í dag og hóf æfingar í Schruns í Austurríki fyrir leikinn gegn Sviss í Þjóðadeildinni á laugardag. Guðmundur Benediktsson er mættur til Austurríkis og spjallaði við Kolbein. Stærsta spurningin sem brennur á vörum allra, hvernig er heilsan? „Heilsan er mjög góð. Búinn að vera heill núna nánast í átta mánuði fyrir utan í mars og apríl, þannig að þetta er búið að líta vel út og gömlu meiðslin ekki búin að trufla mig,“ sagði Kolbeinn. Kolbeinn Sigþórsson í leik með NantesVísir/GettyKolbeinn meiddist illa fljótlega eftir að þáttöku Íslands á EM í Frakklandi lauk. Þessi tvö ár hafa ekki verið góð fyrir Kolbein. Hann er á mála hjá franska liðinu Nantes en fær ekkert að spila fyrir liðið og var á sölulista í sumar. „Þegar ég kom aftur til baka í sumar þá tilkynntu þeir mér það að ég mætti fara, finna mér nýtt lið. Staðan hefur verið þannig síðustu tvo mánuði að ég hef verið að leita mér að liði.“ „En ég er ekki búinn að spila í að verða tvö ár svo það er erfitt að finna lið sem vill gambla á mig.“ Félagsskiptaglugginn í Evrópu lokaði um helgina. Leikmenn sem eru samningslausir geta áfram farið á ný mið á frjálsri sölu. Kolbeinn er hins vegar enn samningsbundinn Nantes, það eru tvö ár eftir af þeim samningi. „Staðan er þannig að ég get ekki farið núna, ekki nema í þær deildir sem eru opnar. Annars þarf ég að bíða fram í janúar.“ Eins og er gerir Kolbeinn ráð fyrir því að fá aftur að æfa með aðalliðinu og það eru engar viðræður við önnur lið í gangi á þessari stundu. Hann fékk að spila hálftíma í undirbúningsleik með Nantes í sumar en var síðan tilkynnt að hann mætti fara annað eða í varaliðið.Kolbeinn Sigþórsson spilaði síðast landsleik á EM í Frakklandi 2016vísir/gettyÞað eru tímamót hjá landsliðinu öllu, ekki bara Kolbeini að vera kominn þangað aftur. Nýr þjálfari og ný keppni fram undan. Hvernig lýst honum á? „Bara frábærlega. Það sem ég hef heyrt hvað Freyr og Erik eru að gera er bara mjög jákvætt.“ „Þeir vilja ekki breyta miklu og halda í það góða sem er búið að gera á síðustu árum. Það er mikilvægt að halda strúktúrnum.“ „Hann vill örugglega sjá hvernig liðið er og þekkja menn áður en hann fer að breyta með sínum aðferðum.“ Þegar landsliðshópurinn var tilkynntur sagði Erik Hamren að Kolbeinn væri ekki tilbúinn að byrja en hann sæi tækifærin í að nota Kolbein á síðustu mínútum leikjanna. Er hann tilbúinn í það? „Já, ég tel mig vera það. Ég tilkynnti honum það að ég væri ekki í leikformi og ekki búinn að spila, eins og hann vissi. Hann spurði mig hvort ég gæti spilað 15-20 mínútur og gæti notað reynslu mína í það. Ég tel mig vera það, þó ég sé kannski ekki í leikformi,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson Leikur Sviss og Íslands fer fram á laugardaginn, 8. september, og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur í landsliðshóp Íslands í fótbolta, rúmum tveimur árum frá hans síðasta landsleik. Íslenska landsliðið kom saman í dag og hóf æfingar í Schruns í Austurríki fyrir leikinn gegn Sviss í Þjóðadeildinni á laugardag. Guðmundur Benediktsson er mættur til Austurríkis og spjallaði við Kolbein. Stærsta spurningin sem brennur á vörum allra, hvernig er heilsan? „Heilsan er mjög góð. Búinn að vera heill núna nánast í átta mánuði fyrir utan í mars og apríl, þannig að þetta er búið að líta vel út og gömlu meiðslin ekki búin að trufla mig,“ sagði Kolbeinn. Kolbeinn Sigþórsson í leik með NantesVísir/GettyKolbeinn meiddist illa fljótlega eftir að þáttöku Íslands á EM í Frakklandi lauk. Þessi tvö ár hafa ekki verið góð fyrir Kolbein. Hann er á mála hjá franska liðinu Nantes en fær ekkert að spila fyrir liðið og var á sölulista í sumar. „Þegar ég kom aftur til baka í sumar þá tilkynntu þeir mér það að ég mætti fara, finna mér nýtt lið. Staðan hefur verið þannig síðustu tvo mánuði að ég hef verið að leita mér að liði.“ „En ég er ekki búinn að spila í að verða tvö ár svo það er erfitt að finna lið sem vill gambla á mig.“ Félagsskiptaglugginn í Evrópu lokaði um helgina. Leikmenn sem eru samningslausir geta áfram farið á ný mið á frjálsri sölu. Kolbeinn er hins vegar enn samningsbundinn Nantes, það eru tvö ár eftir af þeim samningi. „Staðan er þannig að ég get ekki farið núna, ekki nema í þær deildir sem eru opnar. Annars þarf ég að bíða fram í janúar.“ Eins og er gerir Kolbeinn ráð fyrir því að fá aftur að æfa með aðalliðinu og það eru engar viðræður við önnur lið í gangi á þessari stundu. Hann fékk að spila hálftíma í undirbúningsleik með Nantes í sumar en var síðan tilkynnt að hann mætti fara annað eða í varaliðið.Kolbeinn Sigþórsson spilaði síðast landsleik á EM í Frakklandi 2016vísir/gettyÞað eru tímamót hjá landsliðinu öllu, ekki bara Kolbeini að vera kominn þangað aftur. Nýr þjálfari og ný keppni fram undan. Hvernig lýst honum á? „Bara frábærlega. Það sem ég hef heyrt hvað Freyr og Erik eru að gera er bara mjög jákvætt.“ „Þeir vilja ekki breyta miklu og halda í það góða sem er búið að gera á síðustu árum. Það er mikilvægt að halda strúktúrnum.“ „Hann vill örugglega sjá hvernig liðið er og þekkja menn áður en hann fer að breyta með sínum aðferðum.“ Þegar landsliðshópurinn var tilkynntur sagði Erik Hamren að Kolbeinn væri ekki tilbúinn að byrja en hann sæi tækifærin í að nota Kolbein á síðustu mínútum leikjanna. Er hann tilbúinn í það? „Já, ég tel mig vera það. Ég tilkynnti honum það að ég væri ekki í leikformi og ekki búinn að spila, eins og hann vissi. Hann spurði mig hvort ég gæti spilað 15-20 mínútur og gæti notað reynslu mína í það. Ég tel mig vera það, þó ég sé kannski ekki í leikformi,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson Leikur Sviss og Íslands fer fram á laugardaginn, 8. september, og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Sjá meira