Kolbeinn: Búinn að vera heill í nánast átta mánuði Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. september 2018 19:45 Kolbeinn á æfingunni í dag S2 Sport Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur í landsliðshóp Íslands í fótbolta, rúmum tveimur árum frá hans síðasta landsleik. Íslenska landsliðið kom saman í dag og hóf æfingar í Schruns í Austurríki fyrir leikinn gegn Sviss í Þjóðadeildinni á laugardag. Guðmundur Benediktsson er mættur til Austurríkis og spjallaði við Kolbein. Stærsta spurningin sem brennur á vörum allra, hvernig er heilsan? „Heilsan er mjög góð. Búinn að vera heill núna nánast í átta mánuði fyrir utan í mars og apríl, þannig að þetta er búið að líta vel út og gömlu meiðslin ekki búin að trufla mig,“ sagði Kolbeinn. Kolbeinn Sigþórsson í leik með NantesVísir/GettyKolbeinn meiddist illa fljótlega eftir að þáttöku Íslands á EM í Frakklandi lauk. Þessi tvö ár hafa ekki verið góð fyrir Kolbein. Hann er á mála hjá franska liðinu Nantes en fær ekkert að spila fyrir liðið og var á sölulista í sumar. „Þegar ég kom aftur til baka í sumar þá tilkynntu þeir mér það að ég mætti fara, finna mér nýtt lið. Staðan hefur verið þannig síðustu tvo mánuði að ég hef verið að leita mér að liði.“ „En ég er ekki búinn að spila í að verða tvö ár svo það er erfitt að finna lið sem vill gambla á mig.“ Félagsskiptaglugginn í Evrópu lokaði um helgina. Leikmenn sem eru samningslausir geta áfram farið á ný mið á frjálsri sölu. Kolbeinn er hins vegar enn samningsbundinn Nantes, það eru tvö ár eftir af þeim samningi. „Staðan er þannig að ég get ekki farið núna, ekki nema í þær deildir sem eru opnar. Annars þarf ég að bíða fram í janúar.“ Eins og er gerir Kolbeinn ráð fyrir því að fá aftur að æfa með aðalliðinu og það eru engar viðræður við önnur lið í gangi á þessari stundu. Hann fékk að spila hálftíma í undirbúningsleik með Nantes í sumar en var síðan tilkynnt að hann mætti fara annað eða í varaliðið.Kolbeinn Sigþórsson spilaði síðast landsleik á EM í Frakklandi 2016vísir/gettyÞað eru tímamót hjá landsliðinu öllu, ekki bara Kolbeini að vera kominn þangað aftur. Nýr þjálfari og ný keppni fram undan. Hvernig lýst honum á? „Bara frábærlega. Það sem ég hef heyrt hvað Freyr og Erik eru að gera er bara mjög jákvætt.“ „Þeir vilja ekki breyta miklu og halda í það góða sem er búið að gera á síðustu árum. Það er mikilvægt að halda strúktúrnum.“ „Hann vill örugglega sjá hvernig liðið er og þekkja menn áður en hann fer að breyta með sínum aðferðum.“ Þegar landsliðshópurinn var tilkynntur sagði Erik Hamren að Kolbeinn væri ekki tilbúinn að byrja en hann sæi tækifærin í að nota Kolbein á síðustu mínútum leikjanna. Er hann tilbúinn í það? „Já, ég tel mig vera það. Ég tilkynnti honum það að ég væri ekki í leikformi og ekki búinn að spila, eins og hann vissi. Hann spurði mig hvort ég gæti spilað 15-20 mínútur og gæti notað reynslu mína í það. Ég tel mig vera það, þó ég sé kannski ekki í leikformi,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson Leikur Sviss og Íslands fer fram á laugardaginn, 8. september, og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þjóðadeild UEFA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur í landsliðshóp Íslands í fótbolta, rúmum tveimur árum frá hans síðasta landsleik. Íslenska landsliðið kom saman í dag og hóf æfingar í Schruns í Austurríki fyrir leikinn gegn Sviss í Þjóðadeildinni á laugardag. Guðmundur Benediktsson er mættur til Austurríkis og spjallaði við Kolbein. Stærsta spurningin sem brennur á vörum allra, hvernig er heilsan? „Heilsan er mjög góð. Búinn að vera heill núna nánast í átta mánuði fyrir utan í mars og apríl, þannig að þetta er búið að líta vel út og gömlu meiðslin ekki búin að trufla mig,“ sagði Kolbeinn. Kolbeinn Sigþórsson í leik með NantesVísir/GettyKolbeinn meiddist illa fljótlega eftir að þáttöku Íslands á EM í Frakklandi lauk. Þessi tvö ár hafa ekki verið góð fyrir Kolbein. Hann er á mála hjá franska liðinu Nantes en fær ekkert að spila fyrir liðið og var á sölulista í sumar. „Þegar ég kom aftur til baka í sumar þá tilkynntu þeir mér það að ég mætti fara, finna mér nýtt lið. Staðan hefur verið þannig síðustu tvo mánuði að ég hef verið að leita mér að liði.“ „En ég er ekki búinn að spila í að verða tvö ár svo það er erfitt að finna lið sem vill gambla á mig.“ Félagsskiptaglugginn í Evrópu lokaði um helgina. Leikmenn sem eru samningslausir geta áfram farið á ný mið á frjálsri sölu. Kolbeinn er hins vegar enn samningsbundinn Nantes, það eru tvö ár eftir af þeim samningi. „Staðan er þannig að ég get ekki farið núna, ekki nema í þær deildir sem eru opnar. Annars þarf ég að bíða fram í janúar.“ Eins og er gerir Kolbeinn ráð fyrir því að fá aftur að æfa með aðalliðinu og það eru engar viðræður við önnur lið í gangi á þessari stundu. Hann fékk að spila hálftíma í undirbúningsleik með Nantes í sumar en var síðan tilkynnt að hann mætti fara annað eða í varaliðið.Kolbeinn Sigþórsson spilaði síðast landsleik á EM í Frakklandi 2016vísir/gettyÞað eru tímamót hjá landsliðinu öllu, ekki bara Kolbeini að vera kominn þangað aftur. Nýr þjálfari og ný keppni fram undan. Hvernig lýst honum á? „Bara frábærlega. Það sem ég hef heyrt hvað Freyr og Erik eru að gera er bara mjög jákvætt.“ „Þeir vilja ekki breyta miklu og halda í það góða sem er búið að gera á síðustu árum. Það er mikilvægt að halda strúktúrnum.“ „Hann vill örugglega sjá hvernig liðið er og þekkja menn áður en hann fer að breyta með sínum aðferðum.“ Þegar landsliðshópurinn var tilkynntur sagði Erik Hamren að Kolbeinn væri ekki tilbúinn að byrja en hann sæi tækifærin í að nota Kolbein á síðustu mínútum leikjanna. Er hann tilbúinn í það? „Já, ég tel mig vera það. Ég tilkynnti honum það að ég væri ekki í leikformi og ekki búinn að spila, eins og hann vissi. Hann spurði mig hvort ég gæti spilað 15-20 mínútur og gæti notað reynslu mína í það. Ég tel mig vera það, þó ég sé kannski ekki í leikformi,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson Leikur Sviss og Íslands fer fram á laugardaginn, 8. september, og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Sjá meira