Körfubolti

Þessir stóðu sig best í Noregsleikjunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emil Barja spilaði vel í sínum fyrstu landsleikjum og var með 8,5 stig, 7,5 fráköst og 6,5 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Emil Barja spilaði vel í sínum fyrstu landsleikjum og var með 8,5 stig, 7,5 fráköst og 6,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Mynd/KKÍ
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann báða vináttulandsleiki sína við Noregi sem fóru fram í Bergen í tilefni af fimmtíu ára afmæli norska körfuboltasambandsins.

Íslenska liðið bjargaði sér í seinni hálfleik í fyrri leiknum sem vannst með tveimur stigum og burstaði síðan norska landsliðið í þeim síðari.

Collin Pryor, Emil Barja og Ólafur Ólafsson voru með langhæsta framlagið í þessum tveimur sigurleikjum af leikmönnum íslenska landsliðsins.

Collin Pryor var með hæsta framlagið (33) en var einnig sá sem tók flest fráköst (17) og skoraði næstflest stig (20).

Ólafur Ólafsson skoraði flest stig (33) en hann hitti meðal annars úr 8 af 16 þriggja stiga skotum sínum í leikjunum tveimur.

Emil Barja var með næsthæsta framlagið ásamt Ólafi (30) en hann var líka með langflestar stoðsendingar (13) og næstflest fráköst (15). Emil spilaði líka mest allra.

Hér má sjá tölfræði íslensku leikmannana í leikjunum tveimur en tölfræðin var tekin saman af norska körfuboltasambandinu.

Hæsta framlag hjá Íslandi í leikjunum við Noreg:

Collin Pryor    33

Emil Barja    30

Ólafur Ólafsson    30

Kristinn Pálsson    17

Kristján Leifur Sverrisson    12

Gunnar Ólafsson    12

Ragnar Nathanaelsson    12

Danero Thomas    4

Tómas Hilmarsson    3

Haukur Óskarsson    3

Hjálmar Stefánsson    2

Pétur Rúnar Birgisson    1

Flest stig hjá Íslandi í leikjunum við Noreg:

Ólafur Ólafsson    33

Collin Pryor    20

Gunnar Ólafsson    17

Kristinn Pálsson    17

Emil Barja    17

Haukur Óskarsson    15

Ragnar Nathanaelsson    14

Kristján Leifur Sverrisson    11

Danero Thomas    10

Tómas Hilmarsson    6

Pétur Rúnar Birgisson    0

Hjálmar Stefánsson    0

Besta skotnýting hjá Íslandi í leikjunum við Noreg:

Kristján Leifur Sverrisson    83,3 prósent (5 af 6)

Collin Pryor            69,2 prósent (9 af 13)

Gunnar Ólafsson            58,3 prósent (7 af 12)

Ragnar Nathanaelsson        54,5 prósent (6 af 11)

Ólafur Ólafsson            50,0 prósent (11 af 22)

Emil Barja            46,2 prósent (6 af 13)

Tómas Hilmarsson        40,0 prósent (2 af 5)

Kristinn Pálsson        36,8 prósent (7 af 19)

Haukur Óskarsson        28,6 prósent (6 af 21)

Danero Thomas            20,0 prósent (3 af 15)

- Pétur Rúnar Birgisson og Hjálmar Stefánsson tóku báðir 2 skot og klikkuðu á þeim báðum.

Flest fráköst hjá Íslandi í leikjunum við Noreg:

Collin Pryor    17

Emil Barja    15

Ragnar Nathanaelsson    7

Kristján Leifur Sverrisson    6

Danero Thomas    6

Kristinn Pálsson    6

Ólafur Ólafsson    6

Gunnar Ólafsson    5

Tómas Hilmarsson    2

Hjálmar Stefánsson    1

Haukur Óskarsson    1

Flestar stoðsendingar hjá Íslandi í leikjunum við Noreg:

Emil Barja    13

Kristinn Pálsson    7

Hjálmar Stefánsson    5

Gunnar Ólafsson    3

Pétur Rúnar Birgisson    2

Danero Thomas    2

Ólafur Ólafsson    2

Haukur Óskarsson    2

Kristján Leifur Sverrisson    1

Ragnar Nathanaelsson    1

Flestar mínútur hjá Íslandi í leikjunum við Noreg:

Emil Barja    59

Kristinn Pálsson    48

Gunnar Ólafsson    47

Ólafur Ólafsson    46

Collin Pryor    43

Danero Thomas    37

Haukur Óskarsson    32

Kristján Leifur Sverrisson    26

Ragnar Nathanaelsson    24

Tómas Hilmarsson    20

Hjálmar Stefánsson    14

Pétur Rúnar Birgisson    4




Fleiri fréttir

Sjá meira


×