Laugavegur og Bankastræti göngugötur allt árið um kring Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. september 2018 17:33 Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir eru sammála um að breytingin sé til góðs. Mynd: Reykjavíkurborg Borgarstjórn samþykkti í dag að fela umhverfis-og skipulagssviði að gera tillögu að útfærslu Laugavegs og Bankastrætis sem göngugötur allt árið um kring. Einnig kemur til greina að gera götur í Kvosinni að göngusvæði. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir þetta vera ánægjuleg tímamót þegar hann tilkynnti um ákvörðunina á Facebook síðu sinni. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram breytingartillögu um að það yrði haft samráð við hagsmunaaðila. Það var á þeim grunni sem tillagan var samþykkt af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Umhverfis- og skipulagssviði verður auk þess falið að endurhanna umrædd göngusvæði með tilliti til öryggis og vellíðunar gangandi vegfarenda. Auk þess verður sviðinu falið að útfæra skilvirka og örugga vörulosun á göngugötum í samráði við verkefnastjórn miðborgar og hagsmunaaðila. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fagnar þessu og skrifar á Twitter síðu sinni að breytingin sé „súper spennandi.“Borgarstjórn samþykkti rétt í þessu með 21 atkvæði af 23 að fela umhverfis- og skipulagssviði útfærslu Laugavegs og Bankastrætis, og mögulegra gatna í Kvosinni, sem göngugatna allt árið. Tillögurnar verða svo til afgreiðslu hjá skipulagsráði. Súper spennandi — Hildur Björnsdóttir (@hildurbjoss) September 4, 2018 Gísli Marteinn Baldursson fagnar nýjustu tíðindum úr borgarstjórn.vísir/vilhelmEinn af þeim sem fagnar breytingunni sem gerð er í þágu gangandi og hjólandi vegfarenda er Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi.Í stöðuuppfærslu á Facebook greinir Gísli frá því að þennan slag hafi hann tekið árlega þegar hann borgarfulltrúi en án árangurs. Hann segir að það hafi verið veruleg andstaða við göngugötur innan Sjálfstæðisflokksins á þessum tíma. Hann segir einnig að tilteknir kaupmenn á Laugaveginum hafi beint reiði sinni, vegna umræðunnar, á mjög persónulegan hátt gegn þeim sem stóðu í baráttunni. Hann segir að breytingin sé mjög í anda nútímans. „Það er í anda þeirrar þróunar að borgin gefi gangandi og hjólandi aukið rými, dragi úr mengun og skapi falleg og örygg almenningsrými. Miðborg Reykjavíkur er miðborg okkar allra og við þetta verður hún skemmtilegri og betri fyrir okkur öll,“ segir Gísli Marteinn. Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Samgöngur Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Í hart eftir að leigjandi málaði veggina dökkgráa í stað málarahvítra Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti í dag að fela umhverfis-og skipulagssviði að gera tillögu að útfærslu Laugavegs og Bankastrætis sem göngugötur allt árið um kring. Einnig kemur til greina að gera götur í Kvosinni að göngusvæði. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir þetta vera ánægjuleg tímamót þegar hann tilkynnti um ákvörðunina á Facebook síðu sinni. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram breytingartillögu um að það yrði haft samráð við hagsmunaaðila. Það var á þeim grunni sem tillagan var samþykkt af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Umhverfis- og skipulagssviði verður auk þess falið að endurhanna umrædd göngusvæði með tilliti til öryggis og vellíðunar gangandi vegfarenda. Auk þess verður sviðinu falið að útfæra skilvirka og örugga vörulosun á göngugötum í samráði við verkefnastjórn miðborgar og hagsmunaaðila. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fagnar þessu og skrifar á Twitter síðu sinni að breytingin sé „súper spennandi.“Borgarstjórn samþykkti rétt í þessu með 21 atkvæði af 23 að fela umhverfis- og skipulagssviði útfærslu Laugavegs og Bankastrætis, og mögulegra gatna í Kvosinni, sem göngugatna allt árið. Tillögurnar verða svo til afgreiðslu hjá skipulagsráði. Súper spennandi — Hildur Björnsdóttir (@hildurbjoss) September 4, 2018 Gísli Marteinn Baldursson fagnar nýjustu tíðindum úr borgarstjórn.vísir/vilhelmEinn af þeim sem fagnar breytingunni sem gerð er í þágu gangandi og hjólandi vegfarenda er Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi.Í stöðuuppfærslu á Facebook greinir Gísli frá því að þennan slag hafi hann tekið árlega þegar hann borgarfulltrúi en án árangurs. Hann segir að það hafi verið veruleg andstaða við göngugötur innan Sjálfstæðisflokksins á þessum tíma. Hann segir einnig að tilteknir kaupmenn á Laugaveginum hafi beint reiði sinni, vegna umræðunnar, á mjög persónulegan hátt gegn þeim sem stóðu í baráttunni. Hann segir að breytingin sé mjög í anda nútímans. „Það er í anda þeirrar þróunar að borgin gefi gangandi og hjólandi aukið rými, dragi úr mengun og skapi falleg og örygg almenningsrými. Miðborg Reykjavíkur er miðborg okkar allra og við þetta verður hún skemmtilegri og betri fyrir okkur öll,“ segir Gísli Marteinn.
Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Samgöngur Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Í hart eftir að leigjandi málaði veggina dökkgráa í stað málarahvítra Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Sjá meira