Bólusetningartillagan felld í borgarstjórn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. september 2018 08:18 Hildur Björnsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún sést hér með kollegum sínum, Mörtu Guðjónsdóttur og Eyþóri Arnalds. fréttablaðið/sigtryggur ari Tillaga Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að gera bólusetningar að skilyrði við innritun barna á leikskólum Reykjavíkur var felld á fundi borgarstjórnar í gær. Greiddu þrettán borgarfulltrúar atkvæði gegn tillögunni og tíu greiddu atkvæði með. Þrjár bókanir voru boðaðar við tillöguna. Í tillögunni, sem sjá má í heild sinni hér, er meðal annars vísað í það að sóttvarnalæknir telji þátttöku í almennum bólusetningum hér á landi ekki fullnægjandi. Þá er jafnframt vísað í það hversu mjög mislingatilfellum hefur fjölgað í Evrópu á síðastliðnum tveimur árum. Eftir að Hildur hafði flutt tillöguna í borgarstjórn tók Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, til máls. Hann þakkaði fyrir tillöguna en kvaðst ekki fyllilega sammála henni þó að hann væri einarður talsmaður bólusetninga og deildi áhyggjum af því að hlutfall bólusettra væri ekki nógu hátt, sérstaklega þegar litið væri til mislinga. Þá fagnaði hann umræðunni um og sagði hana mikilvæga til að vekja foreldra til umhugsunar um hvort þeir hafi gleymt skoðunum á börnunum sínum.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Fréttablaðið/Anton BrinkVæri verið að tala um rétt barna til menntunar Dagur rifjaði síðan upp það þegar sambærileg tillaga var borin upp í borgarstjórn fyrir nokkrum árum en í henni var lagt til að farið yrði í samtal við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni, um málið. „Ég treysti Þórólfi Guðnasyni mjög vel til að hafa yfirlit yfir þetta og meta þetta. Það sem mér finnst vera kjarni málsins hjá honum er að honum finnst meðalhófs ekki gætt á meðan í raun heilbrigðiskerfið og heilsugæslan eru ekki búin að klára sína vinnu og gera það eins vel og það getur,“ sagði Dagur, en í umræðunni nú hefur sóttvarnalæknir einnig sagt að honum þyki ekki tímabært að grípa til slíkra aðgerða eins og að skylda foreldra til að láta bólusetja börnin sín. Borgarstjóri sagði síðan að verið væri að tala um rétt barna til menntunar. „Það sem við erum að tala um varðandi leikskóla ætti hugsanlega líka við um grunnskóla. Við getum ekki vegið það léttvægt að mínu mati að setja einhverjar þær reglur ef aðrar mýkri leiðir eru í boði sem svipta börn, vegna afstöðu foreldra eða einhvers annars trassaskapar, því að vera inni á leikskóla.“ Þá sagði Dagur að honum þætti hættan á mislingafaraldri fullkomlega löglegt sjónarmið í því að velta fyrir sér einhvers konar skyldu til bólusetninga eða annarra aðgera. „En við verðum að meta á hverjum tíma hvort það séu það slíkir almannahagsmunir undir að það réttlæti svona róttæka aðgerð eins og að vísa einhverjum frá leikskóla.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00 Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Með og á móti: Eiga bólusetningar að vera skilyrði fyrir inntöku barna á leikskóla? Borgarfulltrúarnir Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, og Hildur Björnsdóttir, Sjálfstæðisflokki, rökræða um bólusetningar sem skilyrði fyrir inntöku barna í leikskóla borgarinnar. 1. september 2018 09:00 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Tillaga Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að gera bólusetningar að skilyrði við innritun barna á leikskólum Reykjavíkur var felld á fundi borgarstjórnar í gær. Greiddu þrettán borgarfulltrúar atkvæði gegn tillögunni og tíu greiddu atkvæði með. Þrjár bókanir voru boðaðar við tillöguna. Í tillögunni, sem sjá má í heild sinni hér, er meðal annars vísað í það að sóttvarnalæknir telji þátttöku í almennum bólusetningum hér á landi ekki fullnægjandi. Þá er jafnframt vísað í það hversu mjög mislingatilfellum hefur fjölgað í Evrópu á síðastliðnum tveimur árum. Eftir að Hildur hafði flutt tillöguna í borgarstjórn tók Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, til máls. Hann þakkaði fyrir tillöguna en kvaðst ekki fyllilega sammála henni þó að hann væri einarður talsmaður bólusetninga og deildi áhyggjum af því að hlutfall bólusettra væri ekki nógu hátt, sérstaklega þegar litið væri til mislinga. Þá fagnaði hann umræðunni um og sagði hana mikilvæga til að vekja foreldra til umhugsunar um hvort þeir hafi gleymt skoðunum á börnunum sínum.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Fréttablaðið/Anton BrinkVæri verið að tala um rétt barna til menntunar Dagur rifjaði síðan upp það þegar sambærileg tillaga var borin upp í borgarstjórn fyrir nokkrum árum en í henni var lagt til að farið yrði í samtal við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni, um málið. „Ég treysti Þórólfi Guðnasyni mjög vel til að hafa yfirlit yfir þetta og meta þetta. Það sem mér finnst vera kjarni málsins hjá honum er að honum finnst meðalhófs ekki gætt á meðan í raun heilbrigðiskerfið og heilsugæslan eru ekki búin að klára sína vinnu og gera það eins vel og það getur,“ sagði Dagur, en í umræðunni nú hefur sóttvarnalæknir einnig sagt að honum þyki ekki tímabært að grípa til slíkra aðgerða eins og að skylda foreldra til að láta bólusetja börnin sín. Borgarstjóri sagði síðan að verið væri að tala um rétt barna til menntunar. „Það sem við erum að tala um varðandi leikskóla ætti hugsanlega líka við um grunnskóla. Við getum ekki vegið það léttvægt að mínu mati að setja einhverjar þær reglur ef aðrar mýkri leiðir eru í boði sem svipta börn, vegna afstöðu foreldra eða einhvers annars trassaskapar, því að vera inni á leikskóla.“ Þá sagði Dagur að honum þætti hættan á mislingafaraldri fullkomlega löglegt sjónarmið í því að velta fyrir sér einhvers konar skyldu til bólusetninga eða annarra aðgera. „En við verðum að meta á hverjum tíma hvort það séu það slíkir almannahagsmunir undir að það réttlæti svona róttæka aðgerð eins og að vísa einhverjum frá leikskóla.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00 Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Með og á móti: Eiga bólusetningar að vera skilyrði fyrir inntöku barna á leikskóla? Borgarfulltrúarnir Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, og Hildur Björnsdóttir, Sjálfstæðisflokki, rökræða um bólusetningar sem skilyrði fyrir inntöku barna í leikskóla borgarinnar. 1. september 2018 09:00 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00
Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20
Með og á móti: Eiga bólusetningar að vera skilyrði fyrir inntöku barna á leikskóla? Borgarfulltrúarnir Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, og Hildur Björnsdóttir, Sjálfstæðisflokki, rökræða um bólusetningar sem skilyrði fyrir inntöku barna í leikskóla borgarinnar. 1. september 2018 09:00