Viðskipti innlent

Fjórðungi minni hagnaður hjá Keahótelum

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
EBITA-hagnaður félagsins dróst jafnframt saman, eða um 32 prósent. Hann nam 587 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 868 milljónir árið 2016.
EBITA-hagnaður félagsins dróst jafnframt saman, eða um 32 prósent. Hann nam 587 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 868 milljónir árið 2016. Fréttablaðið/Ernir
Hagnaður Keahótela á árinu 2017 nam 539 milljónum króna og dróst saman um tæpan fjórðung á milli ára. EBITA-hagnaður félagsins dróst jafnframt saman, eða um 32 prósent. Hann nam 587 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 868 milljónir árið 2016.

Rekstrartekjur námu 3.090 milljónum króna og drógust saman um 1,4 prósent á milli ára samhliða 6,7 prósenta aukningu annars rekstrarkostnaðar og 9,5 prósenta aukningu launakostnaðar.

Keahótel rekur hótelin Apótek, Borg, Exeter, Skugga og Storm í Reykjavík, hótelið Gíg að Mývatni og hótelin Norðurland og Kea á Akureyri. Fyrir rúmu ári var Keahótel keypt af félaginu K Acquisiti­ons en að baki því standa JL Properties, með 25 prósenta hlut, Pt Capital Advisors með 50 prósenta hlut og Trölla­hvönn með 25 prósenta hlut.

Eignir félagsins nema 971 milljón króna, bókfært eigið fé í árslok var 548 milljónir og eiginfjárhlutfall félagsins var 56,4 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×