Sölumaður, námsmaður, futsal markvörður og internet stjarna í liði Dana í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2018 10:00 Byrjunarlið danska landsliðsins í gær. Vísir/EPA Dönsku landsliðsmennirnir í vináttulandsleiknum á móti Slóvakíu í gærkvöldi hafa örugglega aldrei látið sig einu sinni dreyma um að fá að spila með danska landsliðinu á þessum tímapunkti í sínu lífi. Allt getur hins vegar gerst í fótboltanum. Tækifæri þeirra bauðst óvænt í vikunni og þeir gætu jafnvel spilað annan leik á móti Wales í Þjóðadeildinni um helgina. Landsliðsmenn Dana eru nefnilega í verkfalli vegna deilna sína við danska knattspyrnusambandið um ímyndarétt og danska sambandið gat ekki fengið leikmenn, úr tveimur efstu deildunum eða leikmenn sem spila erlendis, til að spila þennan leik. Í staðinn var kallað í leikmenn úr neðstu deildunum og þá fengu nokkrir Futsal leikmenn líka landsleik í Slóvakíu í gær. Slóvakí burstaði þó ekki leikinn heldur vann „bara“ 3-0.A salesman, a student and an internet star... Denmark's scratch XI certainly didn't disgrace themselves against Slovakia. More: https://t.co/0ks2pEslf0pic.twitter.com/TMtiHFOqw7 — BBC Sport (@BBCSport) September 6, 2018Það er samt athyglisvert að skoða aðeins betur hvaða leikmenn þetta voru og BBC hefur einmitt gert það. Þeir nefna til sérstaklega fjóra leikmenn úr danska liðinu í gær. Christian Offenberg var fremsti maður hjá Dönum í gær en hann er sölumaður í hlutastarfi sem spilar með C-deildarliði Avarta í Danmörku. Hægri bakvörðurinn Simon Vollesen spilar í E-deildinni í Danmörku og er námsmaður. Það er magnað að leikmaður úr fimmtu deild fá A-landsleik en það gerðist í gær. Miðjumaðurinn Rasmus Johansson er aftur á móti internet stjarna en hann er þekktur fyrir sýna allskonar tilþrif með boltann og er með þúsundir fylgjenda á bæði Instagram og YouTube. Í markinu stóð Futsal markvörðurinn Christoffer Haagh sem hafði nóg að gera en varði sjö af tíu skotum sem á hann komu. Danska liðið náði aðeins einu skoti á markið í leiknum og var bara með boltann í 27 prósent af leiktímanum. Adam Nemec og Albert Rusnak komu Slóvakíu í 2-0 í leiknum en þriðja markið var sjálfsmark hjá futsal leikmanninum Adam Fogt sem hafði komið inná sem varmaður. Leikurinn á móti Wales í Þjóðadeildini er í Arósum á sunnudaginn. Þar fá þessi ólíklegu landsliðsmenn mögulega það verkefni að reyna að stoppa Gareth Bale og Aaron Ramsey. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjá meira
Dönsku landsliðsmennirnir í vináttulandsleiknum á móti Slóvakíu í gærkvöldi hafa örugglega aldrei látið sig einu sinni dreyma um að fá að spila með danska landsliðinu á þessum tímapunkti í sínu lífi. Allt getur hins vegar gerst í fótboltanum. Tækifæri þeirra bauðst óvænt í vikunni og þeir gætu jafnvel spilað annan leik á móti Wales í Þjóðadeildinni um helgina. Landsliðsmenn Dana eru nefnilega í verkfalli vegna deilna sína við danska knattspyrnusambandið um ímyndarétt og danska sambandið gat ekki fengið leikmenn, úr tveimur efstu deildunum eða leikmenn sem spila erlendis, til að spila þennan leik. Í staðinn var kallað í leikmenn úr neðstu deildunum og þá fengu nokkrir Futsal leikmenn líka landsleik í Slóvakíu í gær. Slóvakí burstaði þó ekki leikinn heldur vann „bara“ 3-0.A salesman, a student and an internet star... Denmark's scratch XI certainly didn't disgrace themselves against Slovakia. More: https://t.co/0ks2pEslf0pic.twitter.com/TMtiHFOqw7 — BBC Sport (@BBCSport) September 6, 2018Það er samt athyglisvert að skoða aðeins betur hvaða leikmenn þetta voru og BBC hefur einmitt gert það. Þeir nefna til sérstaklega fjóra leikmenn úr danska liðinu í gær. Christian Offenberg var fremsti maður hjá Dönum í gær en hann er sölumaður í hlutastarfi sem spilar með C-deildarliði Avarta í Danmörku. Hægri bakvörðurinn Simon Vollesen spilar í E-deildinni í Danmörku og er námsmaður. Það er magnað að leikmaður úr fimmtu deild fá A-landsleik en það gerðist í gær. Miðjumaðurinn Rasmus Johansson er aftur á móti internet stjarna en hann er þekktur fyrir sýna allskonar tilþrif með boltann og er með þúsundir fylgjenda á bæði Instagram og YouTube. Í markinu stóð Futsal markvörðurinn Christoffer Haagh sem hafði nóg að gera en varði sjö af tíu skotum sem á hann komu. Danska liðið náði aðeins einu skoti á markið í leiknum og var bara með boltann í 27 prósent af leiktímanum. Adam Nemec og Albert Rusnak komu Slóvakíu í 2-0 í leiknum en þriðja markið var sjálfsmark hjá futsal leikmanninum Adam Fogt sem hafði komið inná sem varmaður. Leikurinn á móti Wales í Þjóðadeildini er í Arósum á sunnudaginn. Þar fá þessi ólíklegu landsliðsmenn mögulega það verkefni að reyna að stoppa Gareth Bale og Aaron Ramsey.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjá meira