Burberry hættir að brenna óseld föt Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. september 2018 10:22 Burberry-föt fara ekki framhjá neinum, vísir/getty Breski tískuvöruframleiðandinn Burberry mun hætta að brenna óseldar flíkur sínar. Frá þessu greinir Burberry í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi út í dag en þar kemur fram að ákvörðunin hafi þegar tekið gildi. Þar að auki muni fyrirtækið hætta að nota dýraafurðir í vörur sínar og mun á næstu misserum reyna að fækka loðfeldum Burberry, sem nú þegar eru komnir í notkun. Hvernig fyrirtækið hyggst gera það fylgir þó ekki sögunni. Fram til þessa hefur Burberry notað kanínu-, refa, minka- og þvottabjarnafeld í margar vörur fyrirtækisins. Feldurinn verður framvegis bannaður hjá Burberry, sem og angóraull. Ætla má að ákvörðun fyrirtækisins sé svar við gagnrýni sem Burberry sætti eftir útgáfu síðasta uppgjörs fyrirtækisins. Í uppgjörinu kom fram að Burberry hafi árið 2017 fargað óseldum fötum, fylgihlutum og ilmvötnum sem metin voru á 28,6 milljónir punda, rúma 4 milljarða króna. Burberry sagði að árið í fyrra hafi verið frávik, fyrirtækið hafi þurft að farga óvenjulega miklu ilmvatni árið 2017 eftir að hafa undirritað nýjan samning við bandaríska ilmvatnsframleiðandann Cody. Fyrirtækið fargi þar að auki óseldum fötum til að koma í veg fyrir að þau séu seld aftur á svörtum markaði - sem gæti hafi í för með sér álitshnekki fyrir Burberry að mati fyrirtæksins. Umhverfisverndarsamtökum þóttu þessar skýringar þó duga skammt og kölluðu eftir því að Burberry léti af iðju sinni. Nú hefur þeim orðið kápan úr því klæðinu og fagnar talsmaður náttúruverndarsamtakanna Greenpeace ákvörðun Burberry í samtali við breska ríkisútvarpið. Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Sjá meira
Breski tískuvöruframleiðandinn Burberry mun hætta að brenna óseldar flíkur sínar. Frá þessu greinir Burberry í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi út í dag en þar kemur fram að ákvörðunin hafi þegar tekið gildi. Þar að auki muni fyrirtækið hætta að nota dýraafurðir í vörur sínar og mun á næstu misserum reyna að fækka loðfeldum Burberry, sem nú þegar eru komnir í notkun. Hvernig fyrirtækið hyggst gera það fylgir þó ekki sögunni. Fram til þessa hefur Burberry notað kanínu-, refa, minka- og þvottabjarnafeld í margar vörur fyrirtækisins. Feldurinn verður framvegis bannaður hjá Burberry, sem og angóraull. Ætla má að ákvörðun fyrirtækisins sé svar við gagnrýni sem Burberry sætti eftir útgáfu síðasta uppgjörs fyrirtækisins. Í uppgjörinu kom fram að Burberry hafi árið 2017 fargað óseldum fötum, fylgihlutum og ilmvötnum sem metin voru á 28,6 milljónir punda, rúma 4 milljarða króna. Burberry sagði að árið í fyrra hafi verið frávik, fyrirtækið hafi þurft að farga óvenjulega miklu ilmvatni árið 2017 eftir að hafa undirritað nýjan samning við bandaríska ilmvatnsframleiðandann Cody. Fyrirtækið fargi þar að auki óseldum fötum til að koma í veg fyrir að þau séu seld aftur á svörtum markaði - sem gæti hafi í för með sér álitshnekki fyrir Burberry að mati fyrirtæksins. Umhverfisverndarsamtökum þóttu þessar skýringar þó duga skammt og kölluðu eftir því að Burberry léti af iðju sinni. Nú hefur þeim orðið kápan úr því klæðinu og fagnar talsmaður náttúruverndarsamtakanna Greenpeace ákvörðun Burberry í samtali við breska ríkisútvarpið.
Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Sjá meira