Alonso ánægður með Indycar-tilraunaaksturinn Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2018 19:34 Alonso virtist glaður í bragði í Honda-bíl Andretti-liðsins í gær. McLaren/Twitter Spænski ökuþórinn Fernando Alonso lýsti ánægju sinni eftir að hann prófaði Indycar-bíl í Alabama í Bandaríkjunum í gær. Flest virðist nú benda til þess að tvöfaldi Formúlu 1-heimsmeistarinn aki vestanhafs í Indycar-mótaröðinni á næsta tímabili. Alonso ók Honda-bíl á vegum Andretti Autosport-liðsins á Barber-brautinni í Alabama í gær. Engir áhorfendur eða fjölmiðlar fengu að vera á staðnum, að sögn Autosport. Eftir á sagðist Alonso sérstaklega ánægður með að hafa fengið tækifæri til að prófa bílinn við allar aðstæður en brautin var blaut framan af degi. Lengi hafi staðið til að hann prófaði Indycar-bíl en tækifærið hafi ekki gefist fyrr en í gær. „Þetta var góður dagur, skemmtilegur dagur. Ég elska að prófa nýja bíla og að prófa Indycar á [hefðbundinni braut] er nokkuð einstakt,“ sagði Spánverjinn sem hafði fram að gærdeginum aðeins ekið Indycar-bíl á risasporöskjubrautinni í Indianapolis, þá einnig með Andretti-liðinu.Fernando puts the @FollowAndretti #29 through its paces at Barber Motorsports Park today... his first road course outing in an IndyCar. pic.twitter.com/cWMjjfXzwc— McLaren (@McLarenF1) September 5, 2018 Þrátt fyrir háværa orðróma hafa hvorki Alonso né McLaren-liðið staðfest þátttöku sína í Indycar-mótaröðinni á næsta ári. Tilraunaaksturinn í gær telja margir öruggt merki um að Alonso ætli sér að keppa vestanhafs á næsta tímabili til þess að freista þess að vinna Indy 500-kappaksturinn sögufræga. Þannig myndi Alonso ná hinni svonefndu þreföldu kórónu akstursíþrótta: sigri í Mónakó, Les Mans og í Indy 500. Hann tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að hætta í Formúlu 1 eftir þetta tímabil. Ökumenn frá Evrópu hafa stundum hikað við að keppa í Bandaríkjunum vegna sporöskubrautanna (e. Oval) sem keppt er á hluta tímabilsins í Indycar. Alonso stóð sig hins vegar vel þegar hann keppti í Indy 500 í fyrra. Hann var á meðal efstu manna áður en Honda-vélin í bíl hans gaf sig undir lok keppninnar. „Ég held að ég elski tilfinninguna í bílnum á hefðbundinni braut en ég elska hvernig maður keppir á sporöskjunum, hvernig maður tímasetur kjölsogið, umferðina og allur frammúraksturinn sem ég held að sé svolítið auðveldari á sporöskjunum þannig að ég elskaði hasarinn á brautinni í Indy 500,“ sagði Alonso.Hér fyrir neðan má sjá myndband og viðtal við Alonso sem Indycar birti eftir tilraunaaksturinn í gær. Tengdar fréttir Alonso hættir í Formúlu 1 Tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur gefið það út að hann muni hætta þátttöku í Formúlu 1 að keppnistímabilinu loknu. 14. ágúst 2018 15:45 Mikil spenna Indycar-aðdáenda fyrir tilkynningu Alonso Fernando Alonso ætlar að senda frá sér tilkynningu í dag. Margir spyrja sig hvort að hann ætli að söðla um og halda til Bandaríkjanna. 14. ágúst 2018 09:20 Alonso prófar Indycar í næstu viku Yfirmaður McLaren hefur staðfest að Spánverjinn prófi núverandi útgáfu Indycar-bílsins í Alabama í næstu viku. 31. ágúst 2018 13:30 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Spænski ökuþórinn Fernando Alonso lýsti ánægju sinni eftir að hann prófaði Indycar-bíl í Alabama í Bandaríkjunum í gær. Flest virðist nú benda til þess að tvöfaldi Formúlu 1-heimsmeistarinn aki vestanhafs í Indycar-mótaröðinni á næsta tímabili. Alonso ók Honda-bíl á vegum Andretti Autosport-liðsins á Barber-brautinni í Alabama í gær. Engir áhorfendur eða fjölmiðlar fengu að vera á staðnum, að sögn Autosport. Eftir á sagðist Alonso sérstaklega ánægður með að hafa fengið tækifæri til að prófa bílinn við allar aðstæður en brautin var blaut framan af degi. Lengi hafi staðið til að hann prófaði Indycar-bíl en tækifærið hafi ekki gefist fyrr en í gær. „Þetta var góður dagur, skemmtilegur dagur. Ég elska að prófa nýja bíla og að prófa Indycar á [hefðbundinni braut] er nokkuð einstakt,“ sagði Spánverjinn sem hafði fram að gærdeginum aðeins ekið Indycar-bíl á risasporöskjubrautinni í Indianapolis, þá einnig með Andretti-liðinu.Fernando puts the @FollowAndretti #29 through its paces at Barber Motorsports Park today... his first road course outing in an IndyCar. pic.twitter.com/cWMjjfXzwc— McLaren (@McLarenF1) September 5, 2018 Þrátt fyrir háværa orðróma hafa hvorki Alonso né McLaren-liðið staðfest þátttöku sína í Indycar-mótaröðinni á næsta ári. Tilraunaaksturinn í gær telja margir öruggt merki um að Alonso ætli sér að keppa vestanhafs á næsta tímabili til þess að freista þess að vinna Indy 500-kappaksturinn sögufræga. Þannig myndi Alonso ná hinni svonefndu þreföldu kórónu akstursíþrótta: sigri í Mónakó, Les Mans og í Indy 500. Hann tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að hætta í Formúlu 1 eftir þetta tímabil. Ökumenn frá Evrópu hafa stundum hikað við að keppa í Bandaríkjunum vegna sporöskubrautanna (e. Oval) sem keppt er á hluta tímabilsins í Indycar. Alonso stóð sig hins vegar vel þegar hann keppti í Indy 500 í fyrra. Hann var á meðal efstu manna áður en Honda-vélin í bíl hans gaf sig undir lok keppninnar. „Ég held að ég elski tilfinninguna í bílnum á hefðbundinni braut en ég elska hvernig maður keppir á sporöskjunum, hvernig maður tímasetur kjölsogið, umferðina og allur frammúraksturinn sem ég held að sé svolítið auðveldari á sporöskjunum þannig að ég elskaði hasarinn á brautinni í Indy 500,“ sagði Alonso.Hér fyrir neðan má sjá myndband og viðtal við Alonso sem Indycar birti eftir tilraunaaksturinn í gær.
Tengdar fréttir Alonso hættir í Formúlu 1 Tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur gefið það út að hann muni hætta þátttöku í Formúlu 1 að keppnistímabilinu loknu. 14. ágúst 2018 15:45 Mikil spenna Indycar-aðdáenda fyrir tilkynningu Alonso Fernando Alonso ætlar að senda frá sér tilkynningu í dag. Margir spyrja sig hvort að hann ætli að söðla um og halda til Bandaríkjanna. 14. ágúst 2018 09:20 Alonso prófar Indycar í næstu viku Yfirmaður McLaren hefur staðfest að Spánverjinn prófi núverandi útgáfu Indycar-bílsins í Alabama í næstu viku. 31. ágúst 2018 13:30 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Alonso hættir í Formúlu 1 Tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur gefið það út að hann muni hætta þátttöku í Formúlu 1 að keppnistímabilinu loknu. 14. ágúst 2018 15:45
Mikil spenna Indycar-aðdáenda fyrir tilkynningu Alonso Fernando Alonso ætlar að senda frá sér tilkynningu í dag. Margir spyrja sig hvort að hann ætli að söðla um og halda til Bandaríkjanna. 14. ágúst 2018 09:20
Alonso prófar Indycar í næstu viku Yfirmaður McLaren hefur staðfest að Spánverjinn prófi núverandi útgáfu Indycar-bílsins í Alabama í næstu viku. 31. ágúst 2018 13:30