Kári Árna: Var eiginlega hættur en erfitt að segja nei Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. september 2018 20:30 Eftir HM í Rússlandi var talið að Kári Árnason væri hættur með íslenska landsliðinu. Hann gaf það reyndar aldrei út sjálfur og er mættur í íslenska landsliðshópinn sem æfir í Austurríki þessa dagana. „Ég var nú eiginlega hættur, en þegar ég var beðinn um að halda áfram þá var svolítið erfitt að segja nei þó hlutverkið væri kannski aðeins annað,“ sagði Kári í viðtali við Guðmund Benediktsson á æfingu landsliðsins í Austurríki. „Ég vil sjá íslenska landsliðið vinna leiki og ef þeir telja að það sé líklegra með mig í hópnum þá er ég til.“ Það er kominn nýr maður í brúnna hjá landsliðinu og ný keppni fram undan. Hvernig lýst Kára á verkefnið sem er fram undan? „Mér líst bara vel á þetta. Þetta eru í raun tveir sénsar á að komast á EM. Við erum vanir því að það sé allt undir í hverjum einasta leik, en ef að þetta klúðrast þá erum við með riðlakeppnina til þess að bjarga því.“Kári Árnason stendur vaktina í vörn Íslands.Vísir/Getty„En þetta er mjög skemmtilegt verkefni og góður séns á að komast á EM í gegnum þetta. Þetta eru náttúrulega fáránlega sterk lið sem við erum að mæta og rétt að minna þjóðina á það að sína þessu kannski smá þolinmæði.“ „Það er nýr þjálfari og ýmislegt að breytast. Ég er kannski að taka skref til hliðar og það eru yngri menn að koma inn. Að hafa þolinmæði fyrir því að þeir nái að stimpla sig inn í liðið.“ „Vonandi kemur árangurinn strax en það getur tekið smá tíma.“ Kári var búinn að semja við uppeldisfélag sitt Víking og ætlaði að koma heim og spila í Pepsi deild karla eftir HM í Rússlandi. Hann fékk hins vegar tilboð frá tyrknesku liði sem hann tók og spilar nú í B-deildinni þar í landi. „Þetta var svona síðasti sénsinn, aðeins að kreista aðeins meira út úr þessum ferli. Þetta er það skemmtilegt að það er erfitt að hætta í þessu,“ sagði Kári Árnason. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Eftir HM í Rússlandi var talið að Kári Árnason væri hættur með íslenska landsliðinu. Hann gaf það reyndar aldrei út sjálfur og er mættur í íslenska landsliðshópinn sem æfir í Austurríki þessa dagana. „Ég var nú eiginlega hættur, en þegar ég var beðinn um að halda áfram þá var svolítið erfitt að segja nei þó hlutverkið væri kannski aðeins annað,“ sagði Kári í viðtali við Guðmund Benediktsson á æfingu landsliðsins í Austurríki. „Ég vil sjá íslenska landsliðið vinna leiki og ef þeir telja að það sé líklegra með mig í hópnum þá er ég til.“ Það er kominn nýr maður í brúnna hjá landsliðinu og ný keppni fram undan. Hvernig lýst Kára á verkefnið sem er fram undan? „Mér líst bara vel á þetta. Þetta eru í raun tveir sénsar á að komast á EM. Við erum vanir því að það sé allt undir í hverjum einasta leik, en ef að þetta klúðrast þá erum við með riðlakeppnina til þess að bjarga því.“Kári Árnason stendur vaktina í vörn Íslands.Vísir/Getty„En þetta er mjög skemmtilegt verkefni og góður séns á að komast á EM í gegnum þetta. Þetta eru náttúrulega fáránlega sterk lið sem við erum að mæta og rétt að minna þjóðina á það að sína þessu kannski smá þolinmæði.“ „Það er nýr þjálfari og ýmislegt að breytast. Ég er kannski að taka skref til hliðar og það eru yngri menn að koma inn. Að hafa þolinmæði fyrir því að þeir nái að stimpla sig inn í liðið.“ „Vonandi kemur árangurinn strax en það getur tekið smá tíma.“ Kári var búinn að semja við uppeldisfélag sitt Víking og ætlaði að koma heim og spila í Pepsi deild karla eftir HM í Rússlandi. Hann fékk hins vegar tilboð frá tyrknesku liði sem hann tók og spilar nú í B-deildinni þar í landi. „Þetta var svona síðasti sénsinn, aðeins að kreista aðeins meira út úr þessum ferli. Þetta er það skemmtilegt að það er erfitt að hætta í þessu,“ sagði Kári Árnason.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira