Tólf draga sig úr kokkalandsliðinu Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2018 22:37 Kokkalandsliðið kynnir íslenska matargerð víða um heim. Mynd/kokkalandsliðið Tólf kokkar hafa ákveðið að draga sig úr kokkalandsliðinu vegna ákvörðunar Klúbbs matreiðslumeistara að gera styrktarsamning við fiskeldisfélagið Arnarlax. Frá þessu greina umræddir kokkar á Facebook síðum sínum. Segjast þeir sem kokkalandsliðsmenn og kokkalandslið mótmæla ákvörðun stjórnar kokkalandliðsins að gera samning við „fyrirtæki sem framleiði lax í opnu sjókvíaeldi“. Slíkir framleiðsluhættir séu ógn við villta lax- og silungastofna og hafi margvísleg neikvæð umhverfisáhrif á lífríki Íslands. „Ég nota eingöngu afurðir sem framleiddar eru á sjálfbæran hátt og í sátt við náttúruna og get ekki tekið þátt í því að kynna, fyrir hönd Íslands, vörur sem framleiddar eru með þessum hætti. Ég hef því ákveðið að draga mig út úr kokkalandsliðinu að svo stöddu.“ Undir þessa yfirlýsingu rita eftirfarandi: Garðar Kári Garðarsson Kokkalandsliðsmaður 2011-2018 Ylfa Helgadóttir Kokkalandsliðsmaður 2013-2018 Snædis Xyza Mae Jónsdóttir Kokkalandsliðsmaður 2017-2018 Kara Guðmundsdóttir Kokkalandsliðsmaður 2017-2018 Snorri Victor Gylfason Kokkalandsliðsmaður 2017-2018 Fanney Dóra Sigurjónsdóttir Kokkalandsliðsmaður 2017-2018 Ari Þór Gunnarsson Kokkalandsliðsmaður 2014 - 2018 Georg Arnar Halldorson Kokkalandsliðsmaður 2015-2018 Viktor Örn Andrésson Kokkalandsliðsmaður 2010 -2018 Sigurjón Bragi Geirsson Kokkalandsliðsmaður 2017-2018 Jóhannes Steinn Jóhannesson Kokkalandsliðsmaður 2008-2018 Þorsteinn Geir Kristinsson Kokkalandsliðsmaður 2017-2018“ Fyrr í kvöld greindi meistarakokkurinn Sturla Birgisson frá því að hann hefði sagt sig úr Klúbbi matreiðslumeistara vegna umrædds samnings. Lýsti hann samningnum sem verstu uppákomuna í sögu klubbsins. Haldið var hóf í tilefni samstarfs Arnarlax og Kokkalandsliðsins í Hörpu í gær. Að neðan má sjá myndir frá hófinu. Fiskeldi Kokkalandsliðið Tengdar fréttir „Eldið upp á land, þá verður þetta allt í lagi“ Leigutaki í Vatnsdalsá segir að ekki leiki vafi á því að lax sem veiddist í ánni á föstudag sé eldisfiskur. Talið er að stangveiðimenn hafi veitt fjóra eldislaxa það sem af er ári. 2. september 2018 22:00 Hörkupartý í Hörpunni Klúbbur matreiðslumeistara og Arnarlax hafa undirritað samstarfssamning á Kolabrautinni í Hörpu við hátíðlega athöfn í gær. 6. september 2018 17:00 Hættir í klúbbi matreiðslumeistara vegna samnings við Arnarlax Kokkurinn Sturla Birgisson segist hafa verið sá sem dró eldislaxinn að landi í Vatnsdalsá á dögunum. 6. september 2018 18:07 Laxinn sem veiddist í Vatnsdalsá var eldislax Laxinum var komið fyrir í höndum starfsmanna stofnunarinnar á mánudag og var sýni úr honum arfgerðagreint á rannsóknastofu Matís. 5. september 2018 19:22 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira
Tólf kokkar hafa ákveðið að draga sig úr kokkalandsliðinu vegna ákvörðunar Klúbbs matreiðslumeistara að gera styrktarsamning við fiskeldisfélagið Arnarlax. Frá þessu greina umræddir kokkar á Facebook síðum sínum. Segjast þeir sem kokkalandsliðsmenn og kokkalandslið mótmæla ákvörðun stjórnar kokkalandliðsins að gera samning við „fyrirtæki sem framleiði lax í opnu sjókvíaeldi“. Slíkir framleiðsluhættir séu ógn við villta lax- og silungastofna og hafi margvísleg neikvæð umhverfisáhrif á lífríki Íslands. „Ég nota eingöngu afurðir sem framleiddar eru á sjálfbæran hátt og í sátt við náttúruna og get ekki tekið þátt í því að kynna, fyrir hönd Íslands, vörur sem framleiddar eru með þessum hætti. Ég hef því ákveðið að draga mig út úr kokkalandsliðinu að svo stöddu.“ Undir þessa yfirlýsingu rita eftirfarandi: Garðar Kári Garðarsson Kokkalandsliðsmaður 2011-2018 Ylfa Helgadóttir Kokkalandsliðsmaður 2013-2018 Snædis Xyza Mae Jónsdóttir Kokkalandsliðsmaður 2017-2018 Kara Guðmundsdóttir Kokkalandsliðsmaður 2017-2018 Snorri Victor Gylfason Kokkalandsliðsmaður 2017-2018 Fanney Dóra Sigurjónsdóttir Kokkalandsliðsmaður 2017-2018 Ari Þór Gunnarsson Kokkalandsliðsmaður 2014 - 2018 Georg Arnar Halldorson Kokkalandsliðsmaður 2015-2018 Viktor Örn Andrésson Kokkalandsliðsmaður 2010 -2018 Sigurjón Bragi Geirsson Kokkalandsliðsmaður 2017-2018 Jóhannes Steinn Jóhannesson Kokkalandsliðsmaður 2008-2018 Þorsteinn Geir Kristinsson Kokkalandsliðsmaður 2017-2018“ Fyrr í kvöld greindi meistarakokkurinn Sturla Birgisson frá því að hann hefði sagt sig úr Klúbbi matreiðslumeistara vegna umrædds samnings. Lýsti hann samningnum sem verstu uppákomuna í sögu klubbsins. Haldið var hóf í tilefni samstarfs Arnarlax og Kokkalandsliðsins í Hörpu í gær. Að neðan má sjá myndir frá hófinu.
Fiskeldi Kokkalandsliðið Tengdar fréttir „Eldið upp á land, þá verður þetta allt í lagi“ Leigutaki í Vatnsdalsá segir að ekki leiki vafi á því að lax sem veiddist í ánni á föstudag sé eldisfiskur. Talið er að stangveiðimenn hafi veitt fjóra eldislaxa það sem af er ári. 2. september 2018 22:00 Hörkupartý í Hörpunni Klúbbur matreiðslumeistara og Arnarlax hafa undirritað samstarfssamning á Kolabrautinni í Hörpu við hátíðlega athöfn í gær. 6. september 2018 17:00 Hættir í klúbbi matreiðslumeistara vegna samnings við Arnarlax Kokkurinn Sturla Birgisson segist hafa verið sá sem dró eldislaxinn að landi í Vatnsdalsá á dögunum. 6. september 2018 18:07 Laxinn sem veiddist í Vatnsdalsá var eldislax Laxinum var komið fyrir í höndum starfsmanna stofnunarinnar á mánudag og var sýni úr honum arfgerðagreint á rannsóknastofu Matís. 5. september 2018 19:22 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira
„Eldið upp á land, þá verður þetta allt í lagi“ Leigutaki í Vatnsdalsá segir að ekki leiki vafi á því að lax sem veiddist í ánni á föstudag sé eldisfiskur. Talið er að stangveiðimenn hafi veitt fjóra eldislaxa það sem af er ári. 2. september 2018 22:00
Hörkupartý í Hörpunni Klúbbur matreiðslumeistara og Arnarlax hafa undirritað samstarfssamning á Kolabrautinni í Hörpu við hátíðlega athöfn í gær. 6. september 2018 17:00
Hættir í klúbbi matreiðslumeistara vegna samnings við Arnarlax Kokkurinn Sturla Birgisson segist hafa verið sá sem dró eldislaxinn að landi í Vatnsdalsá á dögunum. 6. september 2018 18:07
Laxinn sem veiddist í Vatnsdalsá var eldislax Laxinum var komið fyrir í höndum starfsmanna stofnunarinnar á mánudag og var sýni úr honum arfgerðagreint á rannsóknastofu Matís. 5. september 2018 19:22