Kominn til meðvitundar eftir stunguárás á framboðsfundi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. september 2018 06:15 Bolsonaro á framboðsfundinum í gær. vísir/epa Jair Bolsonaro, frambjóðandi öfgahægrimanna í brasilísku forsetakosningum sem fram fara eftir mánuð, var stunginn á framboðsfundi sem hann kom fram á í ríkinu Minas Gerais í gær. Hann slasaðist alvarlega en er nú kominn til meðvitundar eftir stóra aðgerð sem hann undirgekkst á sjúkrahúsi í Rio de Janeiro. Bolsonaro er ansi umdeildur stjórnmálamaður en er þó með mest fylgi samkvæmt könnunum. Hann hefur vakið reiði margra samlanda sinna fyrir rasíska og hómófóbíska orðræðu og kalla margir Brasilíumenn hann hinn brasilíska Trump. Bolsonaro var í miðjum hópi stuðningsmanna sinna í gær þegar ráðist var hann. Árásarmaðurinn hljóp inn í þvöguna þar sem stuðningsmenn frambjóðandans báru hann á öxlunum til að fagna honum. Stakk hann svo Bolsonaro sem særðist alvarlega og missti mikið blóð. Þannig rauf stungan æð í kvið hans og olli öðrum innvortis meiðslum. Óljóst er hversu lengi Bolsonaro þarf að dvelja á spítalanum. Hann er á gjörgæslu og segja læknar hans ómögulegt að segja til um hvenær hann verði útskrifaður. Það gæti orðið eftir nokkra daga eða eftir nokkrar vikur. Myndbönd sem deilt var á samfélagsmiðlum sýndu augnablikið þegar Bolsonaro var stunginn. Hann veifar til stuðningsmanna sinna en grípur svo allt í einu um kviðinn í miklum sársauka. Bolsonaro var í skotheldu vesti innan undir stuttermabol sínum en hnífurinn gekk undir vestið. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem breska blaðið Guardian deilir af atvikinu en rétt er að vara við myndskeiðinu. Brasilía Tengdar fréttir Lula með forystu í könnunum þrátt fyrir spillingardóm Skoðanakannanir benda til þess að Lula da Silva hafi aukið forskot sitt á aðra frambjóðendur. Ólíklegt er þó talið að hann fái að bjóða sig fram. 20. ágúst 2018 15:29 Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Jair Bolsonaro, frambjóðandi öfgahægrimanna í brasilísku forsetakosningum sem fram fara eftir mánuð, var stunginn á framboðsfundi sem hann kom fram á í ríkinu Minas Gerais í gær. Hann slasaðist alvarlega en er nú kominn til meðvitundar eftir stóra aðgerð sem hann undirgekkst á sjúkrahúsi í Rio de Janeiro. Bolsonaro er ansi umdeildur stjórnmálamaður en er þó með mest fylgi samkvæmt könnunum. Hann hefur vakið reiði margra samlanda sinna fyrir rasíska og hómófóbíska orðræðu og kalla margir Brasilíumenn hann hinn brasilíska Trump. Bolsonaro var í miðjum hópi stuðningsmanna sinna í gær þegar ráðist var hann. Árásarmaðurinn hljóp inn í þvöguna þar sem stuðningsmenn frambjóðandans báru hann á öxlunum til að fagna honum. Stakk hann svo Bolsonaro sem særðist alvarlega og missti mikið blóð. Þannig rauf stungan æð í kvið hans og olli öðrum innvortis meiðslum. Óljóst er hversu lengi Bolsonaro þarf að dvelja á spítalanum. Hann er á gjörgæslu og segja læknar hans ómögulegt að segja til um hvenær hann verði útskrifaður. Það gæti orðið eftir nokkra daga eða eftir nokkrar vikur. Myndbönd sem deilt var á samfélagsmiðlum sýndu augnablikið þegar Bolsonaro var stunginn. Hann veifar til stuðningsmanna sinna en grípur svo allt í einu um kviðinn í miklum sársauka. Bolsonaro var í skotheldu vesti innan undir stuttermabol sínum en hnífurinn gekk undir vestið. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem breska blaðið Guardian deilir af atvikinu en rétt er að vara við myndskeiðinu.
Brasilía Tengdar fréttir Lula með forystu í könnunum þrátt fyrir spillingardóm Skoðanakannanir benda til þess að Lula da Silva hafi aukið forskot sitt á aðra frambjóðendur. Ólíklegt er þó talið að hann fái að bjóða sig fram. 20. ágúst 2018 15:29 Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Lula með forystu í könnunum þrátt fyrir spillingardóm Skoðanakannanir benda til þess að Lula da Silva hafi aukið forskot sitt á aðra frambjóðendur. Ólíklegt er þó talið að hann fái að bjóða sig fram. 20. ágúst 2018 15:29
Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26