Lars reiður út af leka hjá norska liðinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. september 2018 15:45 Lars þarf að tukta menn til. vísir/getty Norska landsliðið er á flugi undir stjórn Lars Lagerbäck og hefur nú unnið fimm leiki í röð. Svíinn er þó ekki kátur enda heldur byrjunarliðið hans áfram að leka út. Noregur skellti Kýpur, 2-0, í Þjóðadeildinni í gær og handbragð Lars á liðinu er að verða afar áberandi. Norðmenn litu mjög vel út og hefðu getað unnið mun stærra. Sex tímum fyrir leik var byrjunarlið Lars aftur á móti komið í birtingu hjá TV2. Þetta er í annað sinn sem byrjunarlið Lars lekur út. Það gerðist fyrir vináttulandsleik í sumar en Svíinn er afar óhress að það sé enn leki og það fyrir alvöruleik. „Það er miður að þetta hafi gerst. Það leggja allir mikið upp úr því að greina andstæðingana og oft geta litlu hlutirnir skipt öllu máli. Það gæti því orðið dýrt fyrir okkur ef liðið heldur áfram að leka út,“ sagði Lagerbäck eftir leikinn. Álíka mál kom upp hjá Lagerbäck á Íslandi fyrir fyrri umspilsleikinn gegn Króötum um laust sæti á HM. Þá sagði Sveppi í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu 977 að Eiður yrði ekki í liðinu en hann hafði verið í liðinu í undanförnum leikjum. Þetta útspil Sveppa vakti ekki mikla lukku hjá Lars og Heimi á þeim tíma. Eiður sjálfur var líka ósáttur við vin sinn eftir leik og kallaði hann fávita. Svo brosti hann og gekk á brott úr viðtalinu. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Norska landsliðið er á flugi undir stjórn Lars Lagerbäck og hefur nú unnið fimm leiki í röð. Svíinn er þó ekki kátur enda heldur byrjunarliðið hans áfram að leka út. Noregur skellti Kýpur, 2-0, í Þjóðadeildinni í gær og handbragð Lars á liðinu er að verða afar áberandi. Norðmenn litu mjög vel út og hefðu getað unnið mun stærra. Sex tímum fyrir leik var byrjunarlið Lars aftur á móti komið í birtingu hjá TV2. Þetta er í annað sinn sem byrjunarlið Lars lekur út. Það gerðist fyrir vináttulandsleik í sumar en Svíinn er afar óhress að það sé enn leki og það fyrir alvöruleik. „Það er miður að þetta hafi gerst. Það leggja allir mikið upp úr því að greina andstæðingana og oft geta litlu hlutirnir skipt öllu máli. Það gæti því orðið dýrt fyrir okkur ef liðið heldur áfram að leka út,“ sagði Lagerbäck eftir leikinn. Álíka mál kom upp hjá Lagerbäck á Íslandi fyrir fyrri umspilsleikinn gegn Króötum um laust sæti á HM. Þá sagði Sveppi í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu 977 að Eiður yrði ekki í liðinu en hann hafði verið í liðinu í undanförnum leikjum. Þetta útspil Sveppa vakti ekki mikla lukku hjá Lars og Heimi á þeim tíma. Eiður sjálfur var líka ósáttur við vin sinn eftir leik og kallaði hann fávita. Svo brosti hann og gekk á brott úr viðtalinu.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira