Segir áherslurnar kolrangar í samræmdu íslenskuprófi Sighvatur Arnmundsson skrifar 8. september 2018 08:00 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, gagnrýnir kynningarpróf fyrir samræmd próf í íslensku fyrir 9. bekk. Hann telur kolrangar áherslur vera í prófinu sem sé ekki í samræmi við námskrá. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég hef gert athugasemdir við þessi próf undanfarin fimm ár en þær hafa greinilega engin áhrif. Mér finnst þau fara heldur versnandi ef eitthvað er. Á meðan ekkert breytist held ég áfram, því þetta er virkilega alvarlegt mál,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, um kynningarpróf vegna samræmds prófs í íslensku fyrir 9. bekk. Umrætt könnunarpróf er að finna á vef Menntamálastofnunar en fram undan er endurfyrirlögn samræmdra próf í íslensku og ensku í tíu grunnskólum. Nemendur lentu í tæknilegum vandræðum þegar prófin voru haldin í mars síðastliðnum en 130 skólar völdu að leggja prófin fyrir aftur síðastliðið vor. Eiríkur telur það klárt mál að prófin undanfarin ár hafi ekki verið í samræmi við námskrá. Meðal annars hafi verið sýnt fram á það í nýlegri meistararitgerð Ýrar Þórðardóttur. Það sem Eiríkur gagnrýnir sérstaklega er málnotkunarhluti prófsins. „Ég hef auðvitað ekki séð sjálft prófið en maður hlýtur að ætla að kynningarprófið gefi rétta mynd. Annars væri verið að leiða nemendur á villigötur. Það eru kolrangar áherslur í þessum hluta prófsins.“Þessar stúlkur, og fleiri, lentu í vandræðum með próf í vegna tæknilegra erfiðleika.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNAð sögn Eiríks er framsetningin bæði alvarleg gagnvart tungumálinu og málnotendum. „Það er viðurkennt að viðhorf málnotenda, ekki síst ungs fólks, til tungumálsins skiptir miklu máli fyrir framtíðarhorfur tungumálsins. Ef þeir eru neikvæðir gagnvart tungumálinu er það ekki til þess fallið að styrkja það. Ég held að próf af þessu tagi skapi ekki jákvætt viðhorf til íslenskunnar.“ Hann segir það sérstaklega slæmt að beinlínis sé verið að veiða nemendur í gildrur, meðal annars með því að lauma tveimur villum í sömu spurningu. „Það er verið að athuga hvað nemendur kunna ekki, frekar en hvað þeir kunna.“ Þá telur Eiríkur að með prófinu sé ekki verið að prófa kunnáttu og þekkingu nemenda heldur máltilfinningu þeirra, sem sé allt annað. „Máltilfinning barna mótast af því málumhverfi sem þau alast upp í. Það má líkja þessu við trúna. Börn taka oft þá trú sem foreldrarnir hafa og það má ekki mismuna eftir því. Börn sem eiga menntaða foreldra sem tala „rétt mál“ standa betur að vígi því þau heyra þetta viðurkennda mál á máltökustigi.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
„Ég hef gert athugasemdir við þessi próf undanfarin fimm ár en þær hafa greinilega engin áhrif. Mér finnst þau fara heldur versnandi ef eitthvað er. Á meðan ekkert breytist held ég áfram, því þetta er virkilega alvarlegt mál,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, um kynningarpróf vegna samræmds prófs í íslensku fyrir 9. bekk. Umrætt könnunarpróf er að finna á vef Menntamálastofnunar en fram undan er endurfyrirlögn samræmdra próf í íslensku og ensku í tíu grunnskólum. Nemendur lentu í tæknilegum vandræðum þegar prófin voru haldin í mars síðastliðnum en 130 skólar völdu að leggja prófin fyrir aftur síðastliðið vor. Eiríkur telur það klárt mál að prófin undanfarin ár hafi ekki verið í samræmi við námskrá. Meðal annars hafi verið sýnt fram á það í nýlegri meistararitgerð Ýrar Þórðardóttur. Það sem Eiríkur gagnrýnir sérstaklega er málnotkunarhluti prófsins. „Ég hef auðvitað ekki séð sjálft prófið en maður hlýtur að ætla að kynningarprófið gefi rétta mynd. Annars væri verið að leiða nemendur á villigötur. Það eru kolrangar áherslur í þessum hluta prófsins.“Þessar stúlkur, og fleiri, lentu í vandræðum með próf í vegna tæknilegra erfiðleika.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNAð sögn Eiríks er framsetningin bæði alvarleg gagnvart tungumálinu og málnotendum. „Það er viðurkennt að viðhorf málnotenda, ekki síst ungs fólks, til tungumálsins skiptir miklu máli fyrir framtíðarhorfur tungumálsins. Ef þeir eru neikvæðir gagnvart tungumálinu er það ekki til þess fallið að styrkja það. Ég held að próf af þessu tagi skapi ekki jákvætt viðhorf til íslenskunnar.“ Hann segir það sérstaklega slæmt að beinlínis sé verið að veiða nemendur í gildrur, meðal annars með því að lauma tveimur villum í sömu spurningu. „Það er verið að athuga hvað nemendur kunna ekki, frekar en hvað þeir kunna.“ Þá telur Eiríkur að með prófinu sé ekki verið að prófa kunnáttu og þekkingu nemenda heldur máltilfinningu þeirra, sem sé allt annað. „Máltilfinning barna mótast af því málumhverfi sem þau alast upp í. Það má líkja þessu við trúna. Börn taka oft þá trú sem foreldrarnir hafa og það má ekki mismuna eftir því. Börn sem eiga menntaða foreldra sem tala „rétt mál“ standa betur að vígi því þau heyra þetta viðurkennda mál á máltökustigi.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira