Till náði vigt en nær hann titlinum? Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. september 2018 19:45 Woodley og Till í vigtuninni í gær. Vísir/Getty UFC 228 fer fram í nótt í Dallas þar sem Darren Till freistar þess að ná beltinu af veltivigtarmeistaranum Tyron Woodley í aðalbardaga kvöldsins. Darren Till er gríðarlega stór í veltivigtinni en hann hefur grobbað sig af því að vera 90 kg þegar hann berst í 77 kg veltivigtinni. Niðurskurðurinn er erfiður fyrir hann og hefur honum tvisvar mistekist að ná tilsettri þyngd í vigtuninni fyrir bardaga sína í UFC. Síðast þegar Till barðist var hann 174,5 pund (79,3 kg) og voru því miklar efasemdir á kreiki um hvort Darren Till gæti náð 170 punda (77,3 kg) veltivigtarmörkunum fyrir titilbardagann. Það var þó ekkert vesen á honum í gær fyrir bardagann gegn Tyron Woodley í kvöld. Till þurfti að vera akkúrat 170 pund eða minna fyrir titilbardagann en hann vigtaði sig inn 169 pund (76,8 kg). Till náði vigt í gær og sendi öllum fingurinn en getur hann náð beltinu í nótt? Það hefur margt breyst hjá Darren Till á undanförnum 12 mánuðum. Í september 2017 var hann í einum af upphitunarbardögum kvöldsins þegar hann sigraði Bojan Veličković á litlu bardagakvöldi í Rotterdam. 6 vikum síðar fékk hann óvænt bardaga gegn Donald Cerrone í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Póllandi. Þá var hann ekki einu sinni á topp 15 styrkleikalista UFC og enn óskrifað blað í veltivigtinni. Sigurinn á Donald Cerrone breytti lífi hans og eftir sigur á heimavelli gegn Stephen Thompson í maí er Liverpool strákurinn kominn með titilbardaga. Þrátt fyrir að vera ekki búinn að gera neitt svakalega mikið í veltivigtinni er Till örlítið sigurstranglegri hjá veðbönkum. Tyron Woodley er þó vanur því að vera minni spámaður hjá veðbönkum en andstæðingar hans hafa alltaf verið líklegri til sigurs í titilbardögum hans fyrir utan Demian Maia. Þessi óvinsæli meistari hefur líka átt nokkra leiðinlega bardaga í röð. Það mun ekki gera honum neinn greiða ef hann vinnur ósannfærandi aftur í nótt. Það þarf þó oft tvo til svo bardagi verði leiðinlegur og vonandi mun Darren Till neyða Woodley til að taka fleiri sénsa. Titilbardaginn í veltivigt verður aðalbardaginn á UFC 228 í nótt. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl. 2. MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan: Till missti sjónina í niðurskurðinum Félagarnir Steindi Jr. og Pétur Marinó Jónsson eru gestir Fimmtu lotunnar á Vísi þar sem rætt er um allt milli himins og jarðar í UFC. 8. júní 2018 11:00 Taktískur sigur Darren Till í Liverpool UFC var með bardagakvöld í Liverpool fyrr í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins sigraði heimamaðurinn Darren Till hinn bandaríska Stephen Thompson eftir umdeilda dómaraákvörðun. 27. maí 2018 21:22 Till rýkur upp styrkleikalista UFC Englendingurinn Darren Till er hástökkvari vikunnar á styrkleikalistum UFC. 31. maí 2018 23:00 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Barcelona - Girona | Börsungar geta komist á toppinn Manchester City - Everton | Enginn Grealish hjá gestunum Hitnar enn undir Postecoglou Í beinni: Breiðablik - FH | Bestu liðin mætast Þróttur - Valur | Vilja auka við stigamet sitt Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ „Ég spila fyrir mömmu mína“ Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Sjá meira
UFC 228 fer fram í nótt í Dallas þar sem Darren Till freistar þess að ná beltinu af veltivigtarmeistaranum Tyron Woodley í aðalbardaga kvöldsins. Darren Till er gríðarlega stór í veltivigtinni en hann hefur grobbað sig af því að vera 90 kg þegar hann berst í 77 kg veltivigtinni. Niðurskurðurinn er erfiður fyrir hann og hefur honum tvisvar mistekist að ná tilsettri þyngd í vigtuninni fyrir bardaga sína í UFC. Síðast þegar Till barðist var hann 174,5 pund (79,3 kg) og voru því miklar efasemdir á kreiki um hvort Darren Till gæti náð 170 punda (77,3 kg) veltivigtarmörkunum fyrir titilbardagann. Það var þó ekkert vesen á honum í gær fyrir bardagann gegn Tyron Woodley í kvöld. Till þurfti að vera akkúrat 170 pund eða minna fyrir titilbardagann en hann vigtaði sig inn 169 pund (76,8 kg). Till náði vigt í gær og sendi öllum fingurinn en getur hann náð beltinu í nótt? Það hefur margt breyst hjá Darren Till á undanförnum 12 mánuðum. Í september 2017 var hann í einum af upphitunarbardögum kvöldsins þegar hann sigraði Bojan Veličković á litlu bardagakvöldi í Rotterdam. 6 vikum síðar fékk hann óvænt bardaga gegn Donald Cerrone í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Póllandi. Þá var hann ekki einu sinni á topp 15 styrkleikalista UFC og enn óskrifað blað í veltivigtinni. Sigurinn á Donald Cerrone breytti lífi hans og eftir sigur á heimavelli gegn Stephen Thompson í maí er Liverpool strákurinn kominn með titilbardaga. Þrátt fyrir að vera ekki búinn að gera neitt svakalega mikið í veltivigtinni er Till örlítið sigurstranglegri hjá veðbönkum. Tyron Woodley er þó vanur því að vera minni spámaður hjá veðbönkum en andstæðingar hans hafa alltaf verið líklegri til sigurs í titilbardögum hans fyrir utan Demian Maia. Þessi óvinsæli meistari hefur líka átt nokkra leiðinlega bardaga í röð. Það mun ekki gera honum neinn greiða ef hann vinnur ósannfærandi aftur í nótt. Það þarf þó oft tvo til svo bardagi verði leiðinlegur og vonandi mun Darren Till neyða Woodley til að taka fleiri sénsa. Titilbardaginn í veltivigt verður aðalbardaginn á UFC 228 í nótt. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl. 2.
MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan: Till missti sjónina í niðurskurðinum Félagarnir Steindi Jr. og Pétur Marinó Jónsson eru gestir Fimmtu lotunnar á Vísi þar sem rætt er um allt milli himins og jarðar í UFC. 8. júní 2018 11:00 Taktískur sigur Darren Till í Liverpool UFC var með bardagakvöld í Liverpool fyrr í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins sigraði heimamaðurinn Darren Till hinn bandaríska Stephen Thompson eftir umdeilda dómaraákvörðun. 27. maí 2018 21:22 Till rýkur upp styrkleikalista UFC Englendingurinn Darren Till er hástökkvari vikunnar á styrkleikalistum UFC. 31. maí 2018 23:00 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Barcelona - Girona | Börsungar geta komist á toppinn Manchester City - Everton | Enginn Grealish hjá gestunum Hitnar enn undir Postecoglou Í beinni: Breiðablik - FH | Bestu liðin mætast Þróttur - Valur | Vilja auka við stigamet sitt Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ „Ég spila fyrir mömmu mína“ Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Sjá meira
Fimmta lotan: Till missti sjónina í niðurskurðinum Félagarnir Steindi Jr. og Pétur Marinó Jónsson eru gestir Fimmtu lotunnar á Vísi þar sem rætt er um allt milli himins og jarðar í UFC. 8. júní 2018 11:00
Taktískur sigur Darren Till í Liverpool UFC var með bardagakvöld í Liverpool fyrr í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins sigraði heimamaðurinn Darren Till hinn bandaríska Stephen Thompson eftir umdeilda dómaraákvörðun. 27. maí 2018 21:22
Till rýkur upp styrkleikalista UFC Englendingurinn Darren Till er hástökkvari vikunnar á styrkleikalistum UFC. 31. maí 2018 23:00