Trump segir Apple að framleiða vörurnar í Bandaríkjunum til að forðast tolla á Kína Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2018 23:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna Vísir/EPA Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir að fyrirtækið Apple ætti að framleiða vörur sínar í Bandaríkjunum ef það vill forðast tolla á innfluttar vörur frá Kína. Trump lét þessi ummæli falla á Twitter en Apple hafði sent bandarískum yfirvöldum bréf þar sem fyrirhuguðum tollum var mótmælt. Fyrirtækið heldur því fram að tollarnir muni hækka verð til muna á mörgum Apple-vörum og var þar Apple-úrið nefnt sérstaklega en ekki minnst á iPhone. Sagðist forsetinn gera sér fullkomlega grein fyrir því að verð á Apple vörum myndi hækka en bætti við að það væri einföld lausn við því. Fyrirtækið myndi framleiða vörur sínar í Bandaríkjunum og fengi á móti undanþágur frá skatti. „Framleiðið vörurnar í Bandaríkjunum í stað þess að gera það í Kína. Reisið verksmiðjur nú þegar.“Fréttaveita Reuters bar þessi ummæli undir forsvarsmenn Apple sem neituðu að tjá sig. Reuters tekur fram að tæknigeirinn muni finna mest fyrir fyrirhuguðum tollum Bandaríkjastjórnar á innfluttar vörur. Hélt Apple því fram að þessir tollar muni bitna mun meira á Bandaríkjunum en Kína. Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir að fyrirtækið Apple ætti að framleiða vörur sínar í Bandaríkjunum ef það vill forðast tolla á innfluttar vörur frá Kína. Trump lét þessi ummæli falla á Twitter en Apple hafði sent bandarískum yfirvöldum bréf þar sem fyrirhuguðum tollum var mótmælt. Fyrirtækið heldur því fram að tollarnir muni hækka verð til muna á mörgum Apple-vörum og var þar Apple-úrið nefnt sérstaklega en ekki minnst á iPhone. Sagðist forsetinn gera sér fullkomlega grein fyrir því að verð á Apple vörum myndi hækka en bætti við að það væri einföld lausn við því. Fyrirtækið myndi framleiða vörur sínar í Bandaríkjunum og fengi á móti undanþágur frá skatti. „Framleiðið vörurnar í Bandaríkjunum í stað þess að gera það í Kína. Reisið verksmiðjur nú þegar.“Fréttaveita Reuters bar þessi ummæli undir forsvarsmenn Apple sem neituðu að tjá sig. Reuters tekur fram að tæknigeirinn muni finna mest fyrir fyrirhuguðum tollum Bandaríkjastjórnar á innfluttar vörur. Hélt Apple því fram að þessir tollar muni bitna mun meira á Bandaríkjunum en Kína.
Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent