Starfsmenn WOW beðnir um að eyða myndum af "hryllilegri“ árás í starfsmannagleði Birgir Olgeirsson skrifar 9. september 2018 18:01 Flugvél WOW air á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Alvarleg líkamsárás átti sér stað í gleðskap starfsmannafélags flugfélagsins WOW Air á Hard Rock í Lækjargötu í Reykjavík síðastliðið föstudagskvöld. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir í samtali við Vísi að árásin hafi verið tilefnislaus en gerandinn var starfsmaður félagsins sem látið hefur af störfum. Greint var frá árásinni í dagbók lögreglu sem send var á fjölmiðla síðastliðinn laugardagsmorgun en þar kom fram að tilkynnt hefði verið um árás á veitingahúsi við Lækjargötu. Var sá sem fyrir árásinni varð sagður með áverka á höfði og að hann hefði verið fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Var árásarmaðurinn handtekinn og vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu. Er sá sem fyrir árásinni varð sagður flugmaður hjá WOW air en gerandinn flugþjónn sem hefur látið af störfum.Lögreglan var kölluð á vettvang.Vísir/VilhelmStarfsmenn flugfélagsins fengu allir tölvupóst frá flugfélaginu um helgina þar sem árásin var rædd og greint frá líðan þess sem fyrir henni varð. Í póstinum kemur fram að margir hefði orðið vitni að þessari „hryllilegu“ og „skyndilegu“ árás og að margir hefðu haft áhyggjur eftir hana. Er þessi hegðun sögð langt frá gildum WOW air og að hún verði aldrei liðin. Starfsmaðurinn sem varð fyrir árásinni varði nóttinni á sjúkrahúsi en var útskrifaður um morguninn og sagður á batavegi. Er öllum þeim þakkað sem hjálpuðu starfsmanninum sem varð fyrir árásinni. Þá er minnst á að margir hafi myndir af árásinni á símum sínum. Eru þeir beðnir um að sýna starfsmanninum sem varð fyrir árásinni að starfsmenn WOW air séu ein heild með því að eyða myndunum og er á það minnt að lögreglan hafi öll þau sönnunargögn sem til þarf. Samkvæmt heimildum Vísis á árásarmaðurinn að hafa dregið fram matardisk og lamið starfsmanninn í höfuðið með honum. Við það skarst starfsmaðurinn illa á höfði og hálsi og var mikið blóð á vettvangi að sögn sjónarvotta. Fréttir af flugi Lögreglumál Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Sjá meira
Alvarleg líkamsárás átti sér stað í gleðskap starfsmannafélags flugfélagsins WOW Air á Hard Rock í Lækjargötu í Reykjavík síðastliðið föstudagskvöld. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir í samtali við Vísi að árásin hafi verið tilefnislaus en gerandinn var starfsmaður félagsins sem látið hefur af störfum. Greint var frá árásinni í dagbók lögreglu sem send var á fjölmiðla síðastliðinn laugardagsmorgun en þar kom fram að tilkynnt hefði verið um árás á veitingahúsi við Lækjargötu. Var sá sem fyrir árásinni varð sagður með áverka á höfði og að hann hefði verið fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Var árásarmaðurinn handtekinn og vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu. Er sá sem fyrir árásinni varð sagður flugmaður hjá WOW air en gerandinn flugþjónn sem hefur látið af störfum.Lögreglan var kölluð á vettvang.Vísir/VilhelmStarfsmenn flugfélagsins fengu allir tölvupóst frá flugfélaginu um helgina þar sem árásin var rædd og greint frá líðan þess sem fyrir henni varð. Í póstinum kemur fram að margir hefði orðið vitni að þessari „hryllilegu“ og „skyndilegu“ árás og að margir hefðu haft áhyggjur eftir hana. Er þessi hegðun sögð langt frá gildum WOW air og að hún verði aldrei liðin. Starfsmaðurinn sem varð fyrir árásinni varði nóttinni á sjúkrahúsi en var útskrifaður um morguninn og sagður á batavegi. Er öllum þeim þakkað sem hjálpuðu starfsmanninum sem varð fyrir árásinni. Þá er minnst á að margir hafi myndir af árásinni á símum sínum. Eru þeir beðnir um að sýna starfsmanninum sem varð fyrir árásinni að starfsmenn WOW air séu ein heild með því að eyða myndunum og er á það minnt að lögreglan hafi öll þau sönnunargögn sem til þarf. Samkvæmt heimildum Vísis á árásarmaðurinn að hafa dregið fram matardisk og lamið starfsmanninn í höfuðið með honum. Við það skarst starfsmaðurinn illa á höfði og hálsi og var mikið blóð á vettvangi að sögn sjónarvotta.
Fréttir af flugi Lögreglumál Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Sjá meira