Óþarfa afskipti Kristinn Ingi Jónsson skrifar 30. ágúst 2018 07:00 Það varð okkur til happs að íslenska ríkið gekkst ekki í ábyrgð fyrir bankana þegar þeir hrundu fyrir hartnær tíu árum. Einn helsti lærdómur fjármálakreppunnar er nefnilega sá að ríkið á ekki að ábyrgjast skuldir einkafyrirtækja heldur er heillavænlegast að fólk og fyrirtæki axli ábyrgð á eigin gjörðum. Í fræðunum er talað um freistnivanda þegar menn fara með peninga annarra en þurfa ekki að taka ábyrgð á því ef þeir tapast. Í fjármálakreppunni birtist vandinn með þeim hætti að stjórnendur margra af stærstu bönkum heims gátu tekið meiri áhættu en ella í trausti þess að ríkið hlypi undir bagga ef illa færi. Þeir nutu hagnaðar þegar vel áraði en skattborgarar báru tapið þegar í harðbakkann sló. Það fór því um mig ónotakennd þegar ég las nýverið fregnir um að stjórnvöld hefðu komið á fót sérstökum hópi til þess að fylgjast með stöðu fyrirtækja sem talin eru kerfislega mikilvæg, þar með talið flugfélaganna Icelandair og WOW air, og útbúa viðbragðsáætlun vegna hugsanlegra áfalla í rekstri fyrirtækjanna. Afkoma flugfélaganna hefur vissulega versnað hratt undanfarið, einkum vegna harðari samkeppni og hærra olíuverðs, og er staða þeirra tvísýn um þessar mundir. Það er áhyggjuefni í ljósi þess hve mikilvæg félögin hafa verið fyrir framgang ferðaþjónustunnar. Engu að síður má spyrja hvaða erindi stjórnvöld telja sig eiga til að greina stöðu einstakra einkafyrirtækja sem eiga auk þess í harðri samkeppni. Flugfélögin þurfa síst á því að halda að misvitrir stjórnmálamenn flæki sig inn í rekstur þeirra. Í stað ríkisinngripa verðum við að láta fyrirtæki bera ábyrgð á eigin ákvörðunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Kristinn Ingi Jónsson WOW Air Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Það varð okkur til happs að íslenska ríkið gekkst ekki í ábyrgð fyrir bankana þegar þeir hrundu fyrir hartnær tíu árum. Einn helsti lærdómur fjármálakreppunnar er nefnilega sá að ríkið á ekki að ábyrgjast skuldir einkafyrirtækja heldur er heillavænlegast að fólk og fyrirtæki axli ábyrgð á eigin gjörðum. Í fræðunum er talað um freistnivanda þegar menn fara með peninga annarra en þurfa ekki að taka ábyrgð á því ef þeir tapast. Í fjármálakreppunni birtist vandinn með þeim hætti að stjórnendur margra af stærstu bönkum heims gátu tekið meiri áhættu en ella í trausti þess að ríkið hlypi undir bagga ef illa færi. Þeir nutu hagnaðar þegar vel áraði en skattborgarar báru tapið þegar í harðbakkann sló. Það fór því um mig ónotakennd þegar ég las nýverið fregnir um að stjórnvöld hefðu komið á fót sérstökum hópi til þess að fylgjast með stöðu fyrirtækja sem talin eru kerfislega mikilvæg, þar með talið flugfélaganna Icelandair og WOW air, og útbúa viðbragðsáætlun vegna hugsanlegra áfalla í rekstri fyrirtækjanna. Afkoma flugfélaganna hefur vissulega versnað hratt undanfarið, einkum vegna harðari samkeppni og hærra olíuverðs, og er staða þeirra tvísýn um þessar mundir. Það er áhyggjuefni í ljósi þess hve mikilvæg félögin hafa verið fyrir framgang ferðaþjónustunnar. Engu að síður má spyrja hvaða erindi stjórnvöld telja sig eiga til að greina stöðu einstakra einkafyrirtækja sem eiga auk þess í harðri samkeppni. Flugfélögin þurfa síst á því að halda að misvitrir stjórnmálamenn flæki sig inn í rekstur þeirra. Í stað ríkisinngripa verðum við að láta fyrirtæki bera ábyrgð á eigin ákvörðunum.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun