Vilja að allt Bretland en ekki bara England haldi HM 2030 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2018 11:30 David Beckham afhendir Sepp Blatter framboð enska sambandsins um að fá að halda HM 2018. Það vita allir hvernig það fór. Vísir/Getty Knattspyrnusamband Wales hefur nú stigið fyrsta skrefið í því að öll knattspynusamböndin sem tilheyra Stóra Bretlandi haldi saman heimsmeistarakeppnina árið 2030. Jonathan Ford, framkvæmdastjóri velska knattspyrnusambandsins, telur að slíkt framboð væri bæði öflugt og heillandi. Þetta kemur fram á BBC Sport í Wales. Samkvæmt þessari hugmynd þá ættu leikir á HM 2030 að fara fram í Englandi, Skotlandi, Wales og Norður Írlandi. Velska knattspyrnusambandið hefur hafið óformlegar viðræður fyrir hin knattspyrnusamböndin til að kanna hug þeirra til slíks framboðs. „Þessi hugmynd kom upp í samtölum okkar og er eitthvað sem við erum að skoða. Það er samt ekki komið lengra en þar og það verða engar staðfestar fréttir fyrr en í fyrsta lagi um mitt næsta ár,“ sagði Jonathan Ford við BBC Sport í Wales.It's coming home! The Football Association of Wales has held talks over a potential home nations bid for the 2030 World Cup. More: https://t.co/FsvdTMQRxYpic.twitter.com/xRa3Bhgx01 — BBC Sport (@BBCSport) August 30, 2018 Næsta heimsmeistarakeppni fer fram í Katar árið 2022 og HM 2026 fer síðan fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Enska og skoska sambandið munu bæði koma að EM 2020 sem fer fram á leikvöngum út um alla Evrópu en síðasta heimsmeistaramótið í Bretlandi var haldið í Englandi árið 1966. Enska knattspyrnusambandið tapaði á sínum tíma fyrir Rússlandi í baráttunni um að halda heimsmeistaramótið í sumar eins og frægt var. Ein af rökunum fyrir samstarfi þjóðanna sem tilheyra Stóra Bretlandi er að slík samvinna myndi styrkja framboðið og að þetta væri líka eina leiðin fyrir Skotland, Wales og Norður Írland að fá að halda stórmót eins og HM. Englendingar gætu vissulega sótt um það einir að halda HM 2030 en það væri aldrei raunhæft framboð fyrir hin þrjú samböndin. Framboð enska sambandsins fyrir HM 2018.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Knattspyrnusamband Wales hefur nú stigið fyrsta skrefið í því að öll knattspynusamböndin sem tilheyra Stóra Bretlandi haldi saman heimsmeistarakeppnina árið 2030. Jonathan Ford, framkvæmdastjóri velska knattspyrnusambandsins, telur að slíkt framboð væri bæði öflugt og heillandi. Þetta kemur fram á BBC Sport í Wales. Samkvæmt þessari hugmynd þá ættu leikir á HM 2030 að fara fram í Englandi, Skotlandi, Wales og Norður Írlandi. Velska knattspyrnusambandið hefur hafið óformlegar viðræður fyrir hin knattspyrnusamböndin til að kanna hug þeirra til slíks framboðs. „Þessi hugmynd kom upp í samtölum okkar og er eitthvað sem við erum að skoða. Það er samt ekki komið lengra en þar og það verða engar staðfestar fréttir fyrr en í fyrsta lagi um mitt næsta ár,“ sagði Jonathan Ford við BBC Sport í Wales.It's coming home! The Football Association of Wales has held talks over a potential home nations bid for the 2030 World Cup. More: https://t.co/FsvdTMQRxYpic.twitter.com/xRa3Bhgx01 — BBC Sport (@BBCSport) August 30, 2018 Næsta heimsmeistarakeppni fer fram í Katar árið 2022 og HM 2026 fer síðan fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Enska og skoska sambandið munu bæði koma að EM 2020 sem fer fram á leikvöngum út um alla Evrópu en síðasta heimsmeistaramótið í Bretlandi var haldið í Englandi árið 1966. Enska knattspyrnusambandið tapaði á sínum tíma fyrir Rússlandi í baráttunni um að halda heimsmeistaramótið í sumar eins og frægt var. Ein af rökunum fyrir samstarfi þjóðanna sem tilheyra Stóra Bretlandi er að slík samvinna myndi styrkja framboðið og að þetta væri líka eina leiðin fyrir Skotland, Wales og Norður Írland að fá að halda stórmót eins og HM. Englendingar gætu vissulega sótt um það einir að halda HM 2030 en það væri aldrei raunhæft framboð fyrir hin þrjú samböndin. Framboð enska sambandsins fyrir HM 2018.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti