Vottunarferlið svipi til bifreiðaskoðunar Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. ágúst 2018 15:00 Á næstu fjóru mánuðum þurfa 91 prósent vinnustaða með fleiri en 250 starfsmenn að hljóta jafnlaunavottun, vilji þeir ekki fá dagsektir í upphafi næsta árs. Úttektarmaður segir að fyrirtæki megi huga fyrr að vottunarferlinu og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda spyr hvort fyrirkomulagið sem notað er við bifreiðaskoðun kunni að vera lausn á vandanum. Lög um jafnlaunavottun voru lögfest í júní í fyrra og tóku gildi um síðustu áramót. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og tryggja jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Lögin kveða meðal annars á um að fyrirtæki með fleiri en 250 starfsmenn skuli vera búin að innleiða jafnalaunavottun fyrir lok þessa árs. Þau eru samtals 142 talsins en samkvæmt upplýsingum frá Jafnréttisstofu hafa aðeins 13 fyrirtæki með fleiri en 250 starfsmenn hlotið jafnlaunavottun það sem af er ári. Nú, þegar ágúst er að renna sitt skeið, hafa aðeins um 9 prósent vinnustaða af þessari stærð hlotið vottunina. Hinir hafa því rétt rúma fjóra mánuði til að innleiða jafnlaunavottun, ellegar hljóta þeir sektir sem geta numið allt að 50 þúsund krónum á dag. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Ólafur Stephensen, segir að þetta lága hlutfall kunni að skýrast af því að lagaumhverfið sé nýtt. Fá viðurkennd vottunarfyrirtæki myndi þar að auki ákveðinn flöskuháls í ferlinu. „Staðan er sú að það eru bara tvö fyrirtæki sem hafa faggildingu til að veita jafnlaunavottun. Úr því sem komið er munu þau ekki ná að klára öll fyrirtækin sem í hlut eiga fyrir áramót,“ segir Ólafur.Emil B. Karlsson, úttektarmaður hjá Vottun.Vísir/SigurjónHonum þykir því bratt af stjórnvöldum að ætla að setja dagsektir á fyrirtækin sem ekki verða komin með jafnlaunavottun í upphafi næsta árs. Ólafur segir að í framtíðinni megi huga betur að dreifingu umsókna yfir árið, svo að koma megi í veg fyrir að þær safnist allar upp í lok árs. „Kannski er skynsamlegra að stilla þessu upp eins og bifreiðaskoðuninni: Það fari eftir fyrri partinum á kennitölunni þinni endar hvenær þú átt að vera búin að græja jafnlaunavottunina. Það mætti huga að því í framtíðinni.“ Emil B. Karlsson, úttektarmaður hjá Vottun hf., hefur fulla trú á því að þau fyrirtæki sem ekki eru nú þegar komin með jafnlaunavottun geti hlotið hana fyrir lok árs. Það sé þó undir þeim komið að hefja ferlið, sem getur tekið töluverðan tíma.Þetta er þá spurning um að fyrirtækin leiti fyrr til ykkar? „Já, því fyrr því betra. Ef allir koma á síðustu stundu, rétt fyrir áramót, þá er augljóst að ekki næst að votta alla,“ segir Emil. Tengdar fréttir Innkalla jafnréttisáætlanir fyrirtækja vegna jafnlaunavottana Fyrirtæki með 250 starfsmenn og fleiri eiga lögum samkvæmt að hafa öðlast jafnlaunavottun í lok þessa árs. 23. febrúar 2018 15:16 Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59 Sprenging í innleiðingu á jafnlaunakerfi Lög um jafnlaunavottun öðluðust gildi á Alþingi 1. janúar síðastliðinn. 13. mars 2018 11:29 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Á næstu fjóru mánuðum þurfa 91 prósent vinnustaða með fleiri en 250 starfsmenn að hljóta jafnlaunavottun, vilji þeir ekki fá dagsektir í upphafi næsta árs. Úttektarmaður segir að fyrirtæki megi huga fyrr að vottunarferlinu og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda spyr hvort fyrirkomulagið sem notað er við bifreiðaskoðun kunni að vera lausn á vandanum. Lög um jafnlaunavottun voru lögfest í júní í fyrra og tóku gildi um síðustu áramót. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og tryggja jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Lögin kveða meðal annars á um að fyrirtæki með fleiri en 250 starfsmenn skuli vera búin að innleiða jafnalaunavottun fyrir lok þessa árs. Þau eru samtals 142 talsins en samkvæmt upplýsingum frá Jafnréttisstofu hafa aðeins 13 fyrirtæki með fleiri en 250 starfsmenn hlotið jafnlaunavottun það sem af er ári. Nú, þegar ágúst er að renna sitt skeið, hafa aðeins um 9 prósent vinnustaða af þessari stærð hlotið vottunina. Hinir hafa því rétt rúma fjóra mánuði til að innleiða jafnlaunavottun, ellegar hljóta þeir sektir sem geta numið allt að 50 þúsund krónum á dag. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Ólafur Stephensen, segir að þetta lága hlutfall kunni að skýrast af því að lagaumhverfið sé nýtt. Fá viðurkennd vottunarfyrirtæki myndi þar að auki ákveðinn flöskuháls í ferlinu. „Staðan er sú að það eru bara tvö fyrirtæki sem hafa faggildingu til að veita jafnlaunavottun. Úr því sem komið er munu þau ekki ná að klára öll fyrirtækin sem í hlut eiga fyrir áramót,“ segir Ólafur.Emil B. Karlsson, úttektarmaður hjá Vottun.Vísir/SigurjónHonum þykir því bratt af stjórnvöldum að ætla að setja dagsektir á fyrirtækin sem ekki verða komin með jafnlaunavottun í upphafi næsta árs. Ólafur segir að í framtíðinni megi huga betur að dreifingu umsókna yfir árið, svo að koma megi í veg fyrir að þær safnist allar upp í lok árs. „Kannski er skynsamlegra að stilla þessu upp eins og bifreiðaskoðuninni: Það fari eftir fyrri partinum á kennitölunni þinni endar hvenær þú átt að vera búin að græja jafnlaunavottunina. Það mætti huga að því í framtíðinni.“ Emil B. Karlsson, úttektarmaður hjá Vottun hf., hefur fulla trú á því að þau fyrirtæki sem ekki eru nú þegar komin með jafnlaunavottun geti hlotið hana fyrir lok árs. Það sé þó undir þeim komið að hefja ferlið, sem getur tekið töluverðan tíma.Þetta er þá spurning um að fyrirtækin leiti fyrr til ykkar? „Já, því fyrr því betra. Ef allir koma á síðustu stundu, rétt fyrir áramót, þá er augljóst að ekki næst að votta alla,“ segir Emil.
Tengdar fréttir Innkalla jafnréttisáætlanir fyrirtækja vegna jafnlaunavottana Fyrirtæki með 250 starfsmenn og fleiri eiga lögum samkvæmt að hafa öðlast jafnlaunavottun í lok þessa árs. 23. febrúar 2018 15:16 Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59 Sprenging í innleiðingu á jafnlaunakerfi Lög um jafnlaunavottun öðluðust gildi á Alþingi 1. janúar síðastliðinn. 13. mars 2018 11:29 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Innkalla jafnréttisáætlanir fyrirtækja vegna jafnlaunavottana Fyrirtæki með 250 starfsmenn og fleiri eiga lögum samkvæmt að hafa öðlast jafnlaunavottun í lok þessa árs. 23. febrúar 2018 15:16
Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59
Sprenging í innleiðingu á jafnlaunakerfi Lög um jafnlaunavottun öðluðust gildi á Alþingi 1. janúar síðastliðinn. 13. mars 2018 11:29