Niðurstaða Gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra liggur fyrir Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2018 18:07 Dómurinn mat það svo að nemar í ljósmóðurfræði hafi ekki setið við sama borð og aðrir nemar í klínískri starfsþjálfun varðandi laun frá árinu 2014. Vísir/Vilhelm Gerðardómur hefur skilað niðurstöðu sinni í kjaradeilu ljósmæðra. Þar kemur fram að ljósmæður eiga að vera tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingar sem ekki eru með sérmenntun. Einnig segir dómurinn að endurskoða þurfi vinnufyrirkomulag ljósmæðra og annarra stétta í vaktavinnu.Gerðardómur setur fram ýmsar ábendingar sem settar eru fram í sjö liðum. Sá fyrsti snýr að menntun ljósmæðra og kandídatsgráða ljósmæðra verði metin til jafns við nám hjúkrunarfræðing með tveggja ára sérnám. Ljósmóðir í klínísku starfi skuli raðast tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingar sem ekki eru með sérmenntun.Dómurinn mat það svo að nemar í ljósmóðurfræði hafi ekki setið við sama borð og aðrir nemar í klínískri starfsþjálfun varðandi laun frá árinu 2014. Taka eigi upp laun til ljósmóðurnema frá og með 1. september. Þriðji liðurinn og sá fjórði snúa að starfsþróun og starfsreynslu. Þar segir dómurinn að stofnanir sem ekki hafi starfsþróunarkerfi fyrir ljósmæður komi því á. Við upphaf ráðningar þurfi að horfa til hæfni, færni og reynslu í starfi nýútskrifaðrar ljósmóður. Þá segir dómurinn að stofna eigi stýrihóp til að efla starfsþróun. Í þeim hópi eigi að sitja fulltrúar ríkisins, Ljósmæðrafélags Íslands og Félags forstöðumanna ríkisstofnana. Fimmtán milljónum króna verður varið til verkefnisins á næsta ári. Þá segir dómurinn að huga þurfi að breytingum á fjölda virkra vinnustunda ljósmæðra og annarra heilbrigðisstétta í vaktavinnu og þá sérstaklega þar sem vaktabyrði er mikil og nákvæmra vinnubragða og viðbragðsflýtis sé krafist. Samningsaðilar eru hvattir til að nýta tímann fram að næstu kjarasamningum til að fækka vinnustundum starfsstétta í vaktavinnu. Þá sé mikilvægt að skoða útfærslur á breyttu vægi vaktaálags. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Gerðardómur hefur skilað niðurstöðu sinni í kjaradeilu ljósmæðra. Þar kemur fram að ljósmæður eiga að vera tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingar sem ekki eru með sérmenntun. Einnig segir dómurinn að endurskoða þurfi vinnufyrirkomulag ljósmæðra og annarra stétta í vaktavinnu.Gerðardómur setur fram ýmsar ábendingar sem settar eru fram í sjö liðum. Sá fyrsti snýr að menntun ljósmæðra og kandídatsgráða ljósmæðra verði metin til jafns við nám hjúkrunarfræðing með tveggja ára sérnám. Ljósmóðir í klínísku starfi skuli raðast tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingar sem ekki eru með sérmenntun.Dómurinn mat það svo að nemar í ljósmóðurfræði hafi ekki setið við sama borð og aðrir nemar í klínískri starfsþjálfun varðandi laun frá árinu 2014. Taka eigi upp laun til ljósmóðurnema frá og með 1. september. Þriðji liðurinn og sá fjórði snúa að starfsþróun og starfsreynslu. Þar segir dómurinn að stofnanir sem ekki hafi starfsþróunarkerfi fyrir ljósmæður komi því á. Við upphaf ráðningar þurfi að horfa til hæfni, færni og reynslu í starfi nýútskrifaðrar ljósmóður. Þá segir dómurinn að stofna eigi stýrihóp til að efla starfsþróun. Í þeim hópi eigi að sitja fulltrúar ríkisins, Ljósmæðrafélags Íslands og Félags forstöðumanna ríkisstofnana. Fimmtán milljónum króna verður varið til verkefnisins á næsta ári. Þá segir dómurinn að huga þurfi að breytingum á fjölda virkra vinnustunda ljósmæðra og annarra heilbrigðisstétta í vaktavinnu og þá sérstaklega þar sem vaktabyrði er mikil og nákvæmra vinnubragða og viðbragðsflýtis sé krafist. Samningsaðilar eru hvattir til að nýta tímann fram að næstu kjarasamningum til að fækka vinnustundum starfsstétta í vaktavinnu. Þá sé mikilvægt að skoða útfærslur á breyttu vægi vaktaálags.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira