Niðurstaða Gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra liggur fyrir Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2018 18:07 Dómurinn mat það svo að nemar í ljósmóðurfræði hafi ekki setið við sama borð og aðrir nemar í klínískri starfsþjálfun varðandi laun frá árinu 2014. Vísir/Vilhelm Gerðardómur hefur skilað niðurstöðu sinni í kjaradeilu ljósmæðra. Þar kemur fram að ljósmæður eiga að vera tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingar sem ekki eru með sérmenntun. Einnig segir dómurinn að endurskoða þurfi vinnufyrirkomulag ljósmæðra og annarra stétta í vaktavinnu.Gerðardómur setur fram ýmsar ábendingar sem settar eru fram í sjö liðum. Sá fyrsti snýr að menntun ljósmæðra og kandídatsgráða ljósmæðra verði metin til jafns við nám hjúkrunarfræðing með tveggja ára sérnám. Ljósmóðir í klínísku starfi skuli raðast tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingar sem ekki eru með sérmenntun.Dómurinn mat það svo að nemar í ljósmóðurfræði hafi ekki setið við sama borð og aðrir nemar í klínískri starfsþjálfun varðandi laun frá árinu 2014. Taka eigi upp laun til ljósmóðurnema frá og með 1. september. Þriðji liðurinn og sá fjórði snúa að starfsþróun og starfsreynslu. Þar segir dómurinn að stofnanir sem ekki hafi starfsþróunarkerfi fyrir ljósmæður komi því á. Við upphaf ráðningar þurfi að horfa til hæfni, færni og reynslu í starfi nýútskrifaðrar ljósmóður. Þá segir dómurinn að stofna eigi stýrihóp til að efla starfsþróun. Í þeim hópi eigi að sitja fulltrúar ríkisins, Ljósmæðrafélags Íslands og Félags forstöðumanna ríkisstofnana. Fimmtán milljónum króna verður varið til verkefnisins á næsta ári. Þá segir dómurinn að huga þurfi að breytingum á fjölda virkra vinnustunda ljósmæðra og annarra heilbrigðisstétta í vaktavinnu og þá sérstaklega þar sem vaktabyrði er mikil og nákvæmra vinnubragða og viðbragðsflýtis sé krafist. Samningsaðilar eru hvattir til að nýta tímann fram að næstu kjarasamningum til að fækka vinnustundum starfsstétta í vaktavinnu. Þá sé mikilvægt að skoða útfærslur á breyttu vægi vaktaálags. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Gerðardómur hefur skilað niðurstöðu sinni í kjaradeilu ljósmæðra. Þar kemur fram að ljósmæður eiga að vera tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingar sem ekki eru með sérmenntun. Einnig segir dómurinn að endurskoða þurfi vinnufyrirkomulag ljósmæðra og annarra stétta í vaktavinnu.Gerðardómur setur fram ýmsar ábendingar sem settar eru fram í sjö liðum. Sá fyrsti snýr að menntun ljósmæðra og kandídatsgráða ljósmæðra verði metin til jafns við nám hjúkrunarfræðing með tveggja ára sérnám. Ljósmóðir í klínísku starfi skuli raðast tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingar sem ekki eru með sérmenntun.Dómurinn mat það svo að nemar í ljósmóðurfræði hafi ekki setið við sama borð og aðrir nemar í klínískri starfsþjálfun varðandi laun frá árinu 2014. Taka eigi upp laun til ljósmóðurnema frá og með 1. september. Þriðji liðurinn og sá fjórði snúa að starfsþróun og starfsreynslu. Þar segir dómurinn að stofnanir sem ekki hafi starfsþróunarkerfi fyrir ljósmæður komi því á. Við upphaf ráðningar þurfi að horfa til hæfni, færni og reynslu í starfi nýútskrifaðrar ljósmóður. Þá segir dómurinn að stofna eigi stýrihóp til að efla starfsþróun. Í þeim hópi eigi að sitja fulltrúar ríkisins, Ljósmæðrafélags Íslands og Félags forstöðumanna ríkisstofnana. Fimmtán milljónum króna verður varið til verkefnisins á næsta ári. Þá segir dómurinn að huga þurfi að breytingum á fjölda virkra vinnustunda ljósmæðra og annarra heilbrigðisstétta í vaktavinnu og þá sérstaklega þar sem vaktabyrði er mikil og nákvæmra vinnubragða og viðbragðsflýtis sé krafist. Samningsaðilar eru hvattir til að nýta tímann fram að næstu kjarasamningum til að fækka vinnustundum starfsstétta í vaktavinnu. Þá sé mikilvægt að skoða útfærslur á breyttu vægi vaktaálags.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira