Coca-Cola kaupir Costa Coffee Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. ágúst 2018 08:38 Alison Brittain, forstjóri Whitbread, telur að salan muni ýta undir enn frekari vöxt Costa Coffee. Whitbread Gosdrykkjarisinn Coca-Cola hefur samþykkt að kaupa kaffihúsakeðjuna Costa Coffee út úr móðurfyrirtæki þess, Whitbread. Talið er að kaupverðið nemi alls um 3,9 milljörðum punda, rúmlega 540 milljörðum króna. Whitbread hafði rekið Costa Coffee samhliða hótelkeðjunni Premier inn. Fjárfestar höfðu lengi sett spurningarmerki við það að hafa svo ólíkan rekstur undir einu þaki. Þeir hafa þó ákveðið að halda tryggð við Whitbread, enda hefur það vaxið hratt frá því að það keypti Costa Coffee fyrir aðeins 19 milljónir punda árið 1995.Sjá einnig: Costa áformar að opna á Íslandi Um miðjan tíunda áratuginn rak Costa Coffee 39 útibú á Bretlandseyjum. Nú eru þau rúmlega 2400, auk þess sem Costa Coffee rekur 1400 kaffihús í 31 öðru landi. Ætla má að útibúum fyrirtækisins muni fjölga á næstunni, en eins og Markaðurinn greindi frá á dögunum áformar Costa Coffee að opna á Íslandi. Fyrirtækið leitar að húsnæði í miðbæ Reykjavíkur um þessar mundir. Stjórnendur Whitbread höfðu upphaflega í hyggju að kljúfa rekstur Costa frá samstæðunni (spin-off) og skrá á hlutabréfamarkað eftir að aðgerðarfjárfestar þrýstu á um það. Þeir töldu hins vegar að hrein sala yrði arðbærari og ákváðu því að ganga til samninga við Coca-Cola Hlutabréfaverð í Whitbread hækkaði um 17 prósent í morgun eftir að tilkynnt var um viðskiptin. Tengdar fréttir Costa áformar að opna á Íslandi Kaffihúsakeðjan, sem er sú næststærsta í heiminum, áformar að opna á Íslandi. 15. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gosdrykkjarisinn Coca-Cola hefur samþykkt að kaupa kaffihúsakeðjuna Costa Coffee út úr móðurfyrirtæki þess, Whitbread. Talið er að kaupverðið nemi alls um 3,9 milljörðum punda, rúmlega 540 milljörðum króna. Whitbread hafði rekið Costa Coffee samhliða hótelkeðjunni Premier inn. Fjárfestar höfðu lengi sett spurningarmerki við það að hafa svo ólíkan rekstur undir einu þaki. Þeir hafa þó ákveðið að halda tryggð við Whitbread, enda hefur það vaxið hratt frá því að það keypti Costa Coffee fyrir aðeins 19 milljónir punda árið 1995.Sjá einnig: Costa áformar að opna á Íslandi Um miðjan tíunda áratuginn rak Costa Coffee 39 útibú á Bretlandseyjum. Nú eru þau rúmlega 2400, auk þess sem Costa Coffee rekur 1400 kaffihús í 31 öðru landi. Ætla má að útibúum fyrirtækisins muni fjölga á næstunni, en eins og Markaðurinn greindi frá á dögunum áformar Costa Coffee að opna á Íslandi. Fyrirtækið leitar að húsnæði í miðbæ Reykjavíkur um þessar mundir. Stjórnendur Whitbread höfðu upphaflega í hyggju að kljúfa rekstur Costa frá samstæðunni (spin-off) og skrá á hlutabréfamarkað eftir að aðgerðarfjárfestar þrýstu á um það. Þeir töldu hins vegar að hrein sala yrði arðbærari og ákváðu því að ganga til samninga við Coca-Cola Hlutabréfaverð í Whitbread hækkaði um 17 prósent í morgun eftir að tilkynnt var um viðskiptin.
Tengdar fréttir Costa áformar að opna á Íslandi Kaffihúsakeðjan, sem er sú næststærsta í heiminum, áformar að opna á Íslandi. 15. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Costa áformar að opna á Íslandi Kaffihúsakeðjan, sem er sú næststærsta í heiminum, áformar að opna á Íslandi. 15. ágúst 2018 06:00