Forsetinn fundaði með dyravörðum vegna fólskulegrar árásar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. ágúst 2018 21:09 Ljóst var að um tilfinningaþrungna stund var að ræða fyrir dyraverði sem féllust í faðma fyrir utan Shooteers í kvöld. Vísir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fulltrúum dyravarða á sinn fund í gær til þess að ræða ógnir og öryggi í næturlífi Reykjavíkur. Dyraverðir sýndu félaga sínum sem liggur alvarlega slasaður á spítala eftir fólskulega árás stuðning með táknrænni athöfn fyrr í kvöld. Fjórir eru í haldi lögreglu eftir að ráðist var á dyravörð fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti aðfaranótt sunnudags. Dyravörðurinn slasaðist alvarlega og hlaut mænuskaða. Dyraverðir eru slegnir vegna árásarinnar og hafa bent á að starfsumhverfi dyravarða sé langt frá því að vera öruggt.Guðni fundaði með Trausta Má Falkward, Jóni Pétri Vágseið , Davið BlessingMynd/Forseti ÍslandsKlukkan sjö í kvöld komu svo um 30-40 dyraverðir saman fyrir utan Shooters þar sem þeir lögðu hanska og derhúfur á tröppur skemmtistaðarins í táknrænni athöfn til stuðnings dyravarðarins sem varð fyrir árásinni. Ljóst var að um tilfinningaþrungna stund var að ræða fyrir dyraverðina sem margir hverjir þekktu og störfuðu með dyraverðinum sem varð fyrir árásinni. Féllust þeir í faðma og hughreystu hvern annan eftir athöfnina. Í samtali við Vísi segir Davið Blessing að spjallið við forsetann hafi verið gott og að mikilvægt hafi verið að finna fyrir áhuga forsetans á starfsumhverfi dyravarða. Þá segir hann að þeir eigi bókaðan fund með embættismönnum innan borgarkerfisins til þess að ræða hvað megi betur fara. Fjórir menn á þrítugs- og fertugsaldri, eru sem fyrr segir grunaðir um árásina en þeir voru handteknir síðar á sunnudeginum. Rannsókn málsins miðar vel að sögn lögreglu en að tíma taki að fara yfir öll gögn, þar á meðal myndbandsupptökur. Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16 Mest lesið Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fulltrúum dyravarða á sinn fund í gær til þess að ræða ógnir og öryggi í næturlífi Reykjavíkur. Dyraverðir sýndu félaga sínum sem liggur alvarlega slasaður á spítala eftir fólskulega árás stuðning með táknrænni athöfn fyrr í kvöld. Fjórir eru í haldi lögreglu eftir að ráðist var á dyravörð fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti aðfaranótt sunnudags. Dyravörðurinn slasaðist alvarlega og hlaut mænuskaða. Dyraverðir eru slegnir vegna árásarinnar og hafa bent á að starfsumhverfi dyravarða sé langt frá því að vera öruggt.Guðni fundaði með Trausta Má Falkward, Jóni Pétri Vágseið , Davið BlessingMynd/Forseti ÍslandsKlukkan sjö í kvöld komu svo um 30-40 dyraverðir saman fyrir utan Shooters þar sem þeir lögðu hanska og derhúfur á tröppur skemmtistaðarins í táknrænni athöfn til stuðnings dyravarðarins sem varð fyrir árásinni. Ljóst var að um tilfinningaþrungna stund var að ræða fyrir dyraverðina sem margir hverjir þekktu og störfuðu með dyraverðinum sem varð fyrir árásinni. Féllust þeir í faðma og hughreystu hvern annan eftir athöfnina. Í samtali við Vísi segir Davið Blessing að spjallið við forsetann hafi verið gott og að mikilvægt hafi verið að finna fyrir áhuga forsetans á starfsumhverfi dyravarða. Þá segir hann að þeir eigi bókaðan fund með embættismönnum innan borgarkerfisins til þess að ræða hvað megi betur fara. Fjórir menn á þrítugs- og fertugsaldri, eru sem fyrr segir grunaðir um árásina en þeir voru handteknir síðar á sunnudeginum. Rannsókn málsins miðar vel að sögn lögreglu en að tíma taki að fara yfir öll gögn, þar á meðal myndbandsupptökur.
Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16 Mest lesið Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira
Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02
Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31
Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16