Breytingar á miðbæ Selfoss samþykktar í íbúakosningu Sighvatur Arnmundarson skrifar 20. ágúst 2018 05:00 Tölvugerð yfirlitsmynd af því hvernig nýi miðbærinn á Selfossi gæti litið út þegar framkvæmdunum er lokið. Breytingar á aðal- og deiliskipulagi miðbæjar Selfoss voru samþykktar í íbúakosningu á laugardag. Allir íbúar sveitarfélagsins Árborgar 18 ára og eldri voru á kjörskrá. Kosningaþátttaka var um 55 prósent og er niðurstaðan þar með bindandi fyrir bæjarstjórnina en minnst 29 prósenta þátttöku þurfti til þess. Alls greiddu 2.130 atkvæði með breytingum á aðalskipulagi en 1.425 voru andvígir breytingunum. Þá skiluðu 85 auðu. Af þeim sem tóku afstöðu voru því um 60 prósent fylgjandi breytingunum en um 40 prósent mótfallin. Svipuð niðurstaða var þegar spurt var um breytingar á deiliskipulagi. 2.034 voru hlynntir breytingum á deiliskipulagi, 1.434 voru andvígir og 172 skiluðu auðu. Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags sem er framkvæmdaaðili verkefnisins, segist mjög sáttur við niðurstöðuna sem hann segir hafa verið afgerandi. „Tillögurnar voru fyrst kynntar í mars 2015 þannig að þetta er búið að vera langt og strangt ferli. Við renndum blint í sjóinn um niðurstöðuna en fundum þó mikinn meðbyr síðustu vikur þegar fólk fór að kynna sér málið betur,“ segir Leó. Hann segir greinilegt að fólk sé spennt fyrir verkefninu, ekki síst endurbyggingu Gamla mjólkurbúsins. Þar er ráðgert að setja upp safn helgað skyri og mjólkuriðnaðinum. Að sögn Leós er stefnt að því að taka fyrstu skóflustungu að fyrri áfanga verkefnisins í lok næsta mánaðar. Aldís Sigfúsdóttir, einn þriggja ábyrgðarmanna undirskriftasöfnunarinnar, segist hafa viljað sjá aðrar niðurstöður. „Þátttakan var ágæt en það er rosalegt að fara út í þetta þegar svona margir eru andvígir.“ Hún segir að hugmyndin með íbúakosningunni hafi verið að setja þetta í hendur íbúanna. Hún bendir á að áætlaður byggingarkostnaður sé hærri en árstekjur sveitarfélagsins. „Þetta er mjög stór framkvæmd fyrir lítið samfélag. Þarna er verið að setja tvo hektara í hendurnar á einu félagi.“ Þá gagnrýnir hún að áformin feli í sér skerðingu bæjargarðsins. „Garðurinn er gersemi sem á að halda í. Starfsemin sem er í kringum hann ætti að vera á þeim forsendum að styrkja garðinn.“ Ábyrgðarmenn undirskriftasöfnunarinnar hafa sent bæjarráði ábendingar um það sem þeir telja formgalla á framkvæmd kosningarinnar. „Við höfum ekki fengið formlegt svar við þessum ábendingum um hvort íbúakosningin hafi verið í samræmi við lög og reglur.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Breytingar á aðal- og deiliskipulagi miðbæjar Selfoss voru samþykktar í íbúakosningu á laugardag. Allir íbúar sveitarfélagsins Árborgar 18 ára og eldri voru á kjörskrá. Kosningaþátttaka var um 55 prósent og er niðurstaðan þar með bindandi fyrir bæjarstjórnina en minnst 29 prósenta þátttöku þurfti til þess. Alls greiddu 2.130 atkvæði með breytingum á aðalskipulagi en 1.425 voru andvígir breytingunum. Þá skiluðu 85 auðu. Af þeim sem tóku afstöðu voru því um 60 prósent fylgjandi breytingunum en um 40 prósent mótfallin. Svipuð niðurstaða var þegar spurt var um breytingar á deiliskipulagi. 2.034 voru hlynntir breytingum á deiliskipulagi, 1.434 voru andvígir og 172 skiluðu auðu. Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags sem er framkvæmdaaðili verkefnisins, segist mjög sáttur við niðurstöðuna sem hann segir hafa verið afgerandi. „Tillögurnar voru fyrst kynntar í mars 2015 þannig að þetta er búið að vera langt og strangt ferli. Við renndum blint í sjóinn um niðurstöðuna en fundum þó mikinn meðbyr síðustu vikur þegar fólk fór að kynna sér málið betur,“ segir Leó. Hann segir greinilegt að fólk sé spennt fyrir verkefninu, ekki síst endurbyggingu Gamla mjólkurbúsins. Þar er ráðgert að setja upp safn helgað skyri og mjólkuriðnaðinum. Að sögn Leós er stefnt að því að taka fyrstu skóflustungu að fyrri áfanga verkefnisins í lok næsta mánaðar. Aldís Sigfúsdóttir, einn þriggja ábyrgðarmanna undirskriftasöfnunarinnar, segist hafa viljað sjá aðrar niðurstöður. „Þátttakan var ágæt en það er rosalegt að fara út í þetta þegar svona margir eru andvígir.“ Hún segir að hugmyndin með íbúakosningunni hafi verið að setja þetta í hendur íbúanna. Hún bendir á að áætlaður byggingarkostnaður sé hærri en árstekjur sveitarfélagsins. „Þetta er mjög stór framkvæmd fyrir lítið samfélag. Þarna er verið að setja tvo hektara í hendurnar á einu félagi.“ Þá gagnrýnir hún að áformin feli í sér skerðingu bæjargarðsins. „Garðurinn er gersemi sem á að halda í. Starfsemin sem er í kringum hann ætti að vera á þeim forsendum að styrkja garðinn.“ Ábyrgðarmenn undirskriftasöfnunarinnar hafa sent bæjarráði ábendingar um það sem þeir telja formgalla á framkvæmd kosningarinnar. „Við höfum ekki fengið formlegt svar við þessum ábendingum um hvort íbúakosningin hafi verið í samræmi við lög og reglur.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira