Fólk hugi að skiptingu lífeyrisréttinda Sighvatur Arnmundsson skrifar 20. ágúst 2018 05:15 Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, hvetur fólk til að kanna hvort skipting lífeyrisréttinda henti því. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Hjónum og sambúðarfólki er heimilt að semja um skiptingu lífeyrisréttinda. Sé mikill tekjumunur er þannig hægt að jafna lífeyrisréttindi. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða hvetur fólk til að huga að þessu. Leiðin henti þó ekki öllum. „Við hjónin höfðum talað lengi um að gera samning um að lífeyrisréttindum okkar verði skipt til helminga en létum nú loksins verða af því,“ segir Hólmar Svansson. Hólmar segist hafa orðið meðvitaður um þennan möguleika eftir að frænka hans missti eiginmann sinn óvænt. Hann hafði haft töluvert hærri tekjur og þar með safnað meiri lífeyrisréttindum. Þar sem þau höfðu gert samning um skiptingu lífeyrisréttinda hélt frænka hans helmingi af sameiginlegum réttindum þeirra. Hólmar greindi nýlega frá þessu á Facebook-síðu sinni. „Ég var hissa á hversu mikla athygli þetta vakti. Það voru margir sem höfðu samband við mig til að segja sína sögu og að þeir hefðu viljað vita af þessum möguleika.“ Ganga þarf frá samkomulagi um skiptingu lífeyrisréttinda fyrir 65 ára aldur og skila þarf inn heilsufarsvottorði sem sýnir fram á að sjúkdómar eða heilsufar dragi ekki úr lífslíkum. „Læknarnir sem ég fór til voru ekki með þetta á hreinu, þannig að þetta er greinilega ekki mjög algengt. Samkvæmt upplýsingum frá Lífeyrissjóði verslunarmanna voru í árslok 232 samningar um skiptingu lífeyrisréttinda í gildi. Hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Gildi lífeyrissjóði eru slíkir samningar sagðir óalgengir. Að sögn Þóreyjar S. Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Landssambands lífeyrissjóða, hafa samtökin reynt að vekja athygli á þessu. „Þetta hentar hins vegar alls ekki öllum og þess vegna er mikilvægt að fá ráðgjöf. Það er því ekki hægt að mæla með þessu yfir línuna.“ Þórey bendir á að hjá eldri lífeyrissjóðum, sem séu hlutfallssjóðir, sé réttur til makalífeyris almennt mjög sterkur. Í þeim tilfellum sé ekki mælt með samningi um skiptingu réttinda. „Þetta er ekki hugsað sem eitthvert skilnaðarúrræði eins og margir halda. Þarna er um að ræða möguleika fyrir hjón og sambúðarfólk til að jafna stöðu sína þegar kemur að lífeyrisréttindum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Fleiri fréttir Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Sjá meira
Hjónum og sambúðarfólki er heimilt að semja um skiptingu lífeyrisréttinda. Sé mikill tekjumunur er þannig hægt að jafna lífeyrisréttindi. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða hvetur fólk til að huga að þessu. Leiðin henti þó ekki öllum. „Við hjónin höfðum talað lengi um að gera samning um að lífeyrisréttindum okkar verði skipt til helminga en létum nú loksins verða af því,“ segir Hólmar Svansson. Hólmar segist hafa orðið meðvitaður um þennan möguleika eftir að frænka hans missti eiginmann sinn óvænt. Hann hafði haft töluvert hærri tekjur og þar með safnað meiri lífeyrisréttindum. Þar sem þau höfðu gert samning um skiptingu lífeyrisréttinda hélt frænka hans helmingi af sameiginlegum réttindum þeirra. Hólmar greindi nýlega frá þessu á Facebook-síðu sinni. „Ég var hissa á hversu mikla athygli þetta vakti. Það voru margir sem höfðu samband við mig til að segja sína sögu og að þeir hefðu viljað vita af þessum möguleika.“ Ganga þarf frá samkomulagi um skiptingu lífeyrisréttinda fyrir 65 ára aldur og skila þarf inn heilsufarsvottorði sem sýnir fram á að sjúkdómar eða heilsufar dragi ekki úr lífslíkum. „Læknarnir sem ég fór til voru ekki með þetta á hreinu, þannig að þetta er greinilega ekki mjög algengt. Samkvæmt upplýsingum frá Lífeyrissjóði verslunarmanna voru í árslok 232 samningar um skiptingu lífeyrisréttinda í gildi. Hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Gildi lífeyrissjóði eru slíkir samningar sagðir óalgengir. Að sögn Þóreyjar S. Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Landssambands lífeyrissjóða, hafa samtökin reynt að vekja athygli á þessu. „Þetta hentar hins vegar alls ekki öllum og þess vegna er mikilvægt að fá ráðgjöf. Það er því ekki hægt að mæla með þessu yfir línuna.“ Þórey bendir á að hjá eldri lífeyrissjóðum, sem séu hlutfallssjóðir, sé réttur til makalífeyris almennt mjög sterkur. Í þeim tilfellum sé ekki mælt með samningi um skiptingu réttinda. „Þetta er ekki hugsað sem eitthvert skilnaðarúrræði eins og margir halda. Þarna er um að ræða möguleika fyrir hjón og sambúðarfólk til að jafna stöðu sína þegar kemur að lífeyrisréttindum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Fleiri fréttir Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Sjá meira