Vill frekari þvinganir gegn Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 21. ágúst 2018 11:49 Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands. Vísir/EPA Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, ætlar að kalla eftir því að ríki Evrópu beiti frekari viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Rússlandi og þá vegna „illskeyttra“ aðgerða þeirra um heiminn allan. Hunt vill að Evrópa beiti svipuðum aðgerðum og yfirvöld Bandaríkjanna hafa gert og ætla að gera vegna árásarinnar á Skripal-feðginin.Samkvæmt BBC verður þetta áhersluatriði Hunt á ferð hans um Bandaríkin í þessari viku.Í ræðu sem Hunt mun halda í Washington ætlar hann að segja að gera verði yfirvöldum Rússlands grein fyrir því að þeir munu gjalda fyrir endurtekin brot þeirra á alþjóðareglum. Samkvæmt BBC mun Hunt vitna í aðgerðir Rússa til að hafa áhrif á kosningar vestrænna ríkja og segja þær vera meðal þeirra ástæðna að fólk leggi minni trúnað á stjórnmálin og hefðbundin lýðræðiskerfi. Hunt mun þó einnig segja að Evrópuríki verði að koma böndum á ýmis efnahags- og félagsvandamál sem hafi leitt til deilna og þá meðal annars samdrátt í lífsgæðum og málefnum flóttamanna. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti fyrr í mánuðinum að frekari refsiaðgerðum yrði beitt gegn Rússum og þær yrðu hertar enn frekar eftir þrjá mánuði. Þá myndi nærri því öll viðskipti ríkjanna stöðvast og mögulega yrðu flug á milli Bandaríkjanna og Rússlands bönnuð. Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, ætlar að kalla eftir því að ríki Evrópu beiti frekari viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Rússlandi og þá vegna „illskeyttra“ aðgerða þeirra um heiminn allan. Hunt vill að Evrópa beiti svipuðum aðgerðum og yfirvöld Bandaríkjanna hafa gert og ætla að gera vegna árásarinnar á Skripal-feðginin.Samkvæmt BBC verður þetta áhersluatriði Hunt á ferð hans um Bandaríkin í þessari viku.Í ræðu sem Hunt mun halda í Washington ætlar hann að segja að gera verði yfirvöldum Rússlands grein fyrir því að þeir munu gjalda fyrir endurtekin brot þeirra á alþjóðareglum. Samkvæmt BBC mun Hunt vitna í aðgerðir Rússa til að hafa áhrif á kosningar vestrænna ríkja og segja þær vera meðal þeirra ástæðna að fólk leggi minni trúnað á stjórnmálin og hefðbundin lýðræðiskerfi. Hunt mun þó einnig segja að Evrópuríki verði að koma böndum á ýmis efnahags- og félagsvandamál sem hafi leitt til deilna og þá meðal annars samdrátt í lífsgæðum og málefnum flóttamanna. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti fyrr í mánuðinum að frekari refsiaðgerðum yrði beitt gegn Rússum og þær yrðu hertar enn frekar eftir þrjá mánuði. Þá myndi nærri því öll viðskipti ríkjanna stöðvast og mögulega yrðu flug á milli Bandaríkjanna og Rússlands bönnuð.
Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira